Vikan


Vikan - 06.07.1999, Síða 2

Vikan - 06.07.1999, Síða 2
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Ljósm.: Gunnar Gunnarsson Myndaspil sem svara ollum spurningum Sennilega eru Tarotspilin þekktustu spáspilin. Táknræn merking Tarot er flókin og hefur mörgum reynst erfitt að setja sig inn í visku þeirra en ótal fleiri myndaspil eru til sem einfaldari eru í notkun. Ein heita Lækningaspil eða Medicine Cards. Spilin byggja þó alls ekki á hefðbund- inni læknisfræði, heldur visku töfralækna indíána í Norður- Ameríku sem trúðu því að maður og náttúra væru eitt. Þeir trúðu að menn og skepnur hefðu ákveðna eðliseiginleika og skapgerðareinkenni. Börn indíána fá nöfn við fæðingu, oft tengd atburðum og/eða hlutum í nágrenninu. Dýrin á spil- unum eru svokölluð tótemdýr enda skreyttu myndir af þeim tótemsúlur indíánanna. dans í kringum súlurnar var iðk- aðaur til að ákalla dýrin og fá að láni eiginleika þeirra og krafta eftir því sem þörf var á. Högrökkustu og sterkustu dýrin voru ákölluð fyrir stríð og veiðar, en þau kænu og út- sjónarsömu t.d. þegar þurfti að komast að samkomulagi við annan ættbálk. Hjá allflestum ættbálkum indíána skiptu börnin um nöfn þegar þau komust á unglingsaldur og hlutu þá nöfn sem þóttu passa við persónuleika þeirra. Hauksauga og Arnar- auga voru nöfn þeirra sem höfðu góða sjón og voru hugrakkir og dug- legir við veið Sitt ar Bull eða Sitjandi boli hét svo því hann var talinn hafa erft styrk og hugrekki nautsins og vera fastur fyrir eins og naut- ið. Börnin fundu síðan sjálf sitt eigið tótemdýr, stundum var því úthlutað við fæðingu og vonast til að eiginleikar þess gætu orðið barninu til heilla í lífinu, en algengara var þó að börnin fyndu sjálf tótemdýr sitt fyrir innvígsluathöfn ætt- bálksins. Á Lækningaspilunum eru myndir af dýrunum sem gefa vísbendinu um andlegt ástand þess sem leitar svara og bendir á leiðir til úrbóta. Haukurinn er t.d. boðberi. Hann gefur vísbendingar um tilfinningar og yfirsýn viðkomandi yfir vandamálið. Komi haukurinn á hvolfi þegar spilin eru lögð hefur viðkomandi látið tilfinningarnar stjórna sér um of og verið blindur á einhverjar hliðar málsins. Haukurinn minnir mann á að reyna ekki að breyta hugsunum og hegð- un annarra, heldur að leita svara hjá sjálfum sér. Skjaldbakan (móðir jörð) gefur vísbendingu um stöðu spyrjandans, standi skjaldbakan föstum fótum er spyrjand- inn viss um stöðu sína og öruggur um það hvaða stefnu hann skuli taka. Á hvolfi táknar skjaldbakan óöryggi og stefnuleysi. Spyrjandanum finnst hann ef til vill ekki hafa mikla möguleika ef skjaldbakan liggur á bakinu, en stað- reyndin er þó sú, að hún hefur sterkan skjöld og getur náð að velta sér á fæturna aftur. Lausnin er fólgin ið leita skapandi krafta sinna og nýta þá. í Lækningaspilunum eru mörg ólík dýr —i gefa margvíslegar vísbendingar um mdlega krafta og líðan spyrjandans og vísa veginn að lausn vandamála. Önnur gerð myndaspila eru spáspil maddömu Legnu. Maddama Legna er að sögn leið- beininganna sem fylgja spilunum, frægur miðill og spákona. Hún skiptir spilunum í fjóra flokka þ.e. peningaspil, örlagaspil, ástarspil og breytingaspil. Merking hvers spils er skráð á það svo lesturinn getur varla verið auðveldari. í stokknum er einnig að finna aðferðir til að leggja spilin og leiðbeiningar um hvernig megi lesa úr þeim. En eins og segir í leið- beiningunum þá er ekki erfiðast að lesa merkingu hvers spils, heldur tengja þau saman þannig að úr verði heildstæð spá og þar reynir á hæfileika spámannsins. Þau spil sem hér er minnst á er að finna í verlsuninni Betra líf. 2 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.