Vikan


Vikan - 06.07.1999, Síða 7

Vikan - 06.07.1999, Síða 7
ekki nein langtímaplön fyrr en við fluttum hingað að Suður- landsbraut 52. Þá fórum við að horfa lengra fram á við. Ég segi stundum að ég sé búin að starfa við fasteignasölu í tíu ár, þar af níu og hálft ár í kreppu. Það var ekki fyrr en um síðustu áramót að markaðurinn tók kipp. A krepputíma er fólk að minnka við sig og ailt gengur jú hægar en fasteignir eru samt að seljast. Auðvitað er miklu skemmti- legra að vera að selja í dag þeg- ar markaðurinn er svona lifandi og allt gengur hraðar fyrir sig. Skýringin á þessari gífurlegu sölu er meðal annars uppsöfnuð eftirspurn margra ára. Kaup- máttur fólks er meiri en áður, aukið fjármagn er komið í um- ferð og auk þess ríkir meiri bjartsýni. Þetta helst ailt í hend- ur. Mér sýnist ekkert vera að hægja á ganginum í fasteigna- sölunni." Nú fer misjafnt orðspor af fasteignasölum og ekki hafa all- ir fagrar sögur að segja af sam- skiptum sínum við þá. Hvað segir þú um það? „Fólk verður að gera skýran greinarmun á löggiltum fasteignasölum og almennum sölumönnum. Við sem erum löggiltir fasteignasalar berum ábyrgð og erum rekstraraðilar. Ég fullyrði að langflestir þeirra vinni af metnaði og samvisku- semi enda miklar kröfur gerðar til þeirra. Á undanförnum árum hefur markaðurinn aukið kröf- ur um þjónustu og vönduð vinnubrögð og ég er þess að fullviss að við getum fyllilega mætt þeim kröfum. Auðvitað eru svartir sauðir innan um í stéttinni eins og alls staðar ann- ars staðar, en langflestir vinna af heilindum. ímynd stéttarinn- ar gæti verið betri og við þurf- um að styrkja hana. Ég tel að fólk eigi að leggja áherslu á að leita til traustra og reynslumik- illa fasteignasala. Félag fasteignasala fylgist með vinnubrögðum félags- manna sinna og mikið og gott starf er unnið innan félagsins sem m.a. snýr að því að gera alla okkar vinnu vandaðri. Svo er einn þáttur í umræð- unni sem vill gjarnan gleymast. Það vantar löggjöf um fast- eignaviðskipti á íslandi. Það hefur í sumum tilvikum háð fasteignasölum við úrslausn vandamála. Fasteignasalar eru að þjónusta bæði kaupendur og seljendur en þiggja einungis laun frá seljendum. Margir kaupendur telja á sér brotið í fasteignaviðskiptum en menn gleyma því oft að fasteignasal- inn þjónustar þá á margan hátt t.d. hvað varðar greiðslumat v. húsbréfaviðskipta og alls kyns úrlausnum tengdum kaupum á fasteign en fær ekki laun fyrir. í nágrannalöndunum hafa þessi viðskipti þróast með þeim hætti að kaupenda- og seljendaþjón- ustan eru aðskildar. í Dan- mörku er það fasteignasali sem sér um að selja eignina. Kaup- andi og seljandi mæta með sinn hvorn lögfræðinginn í samn- ingagerðina, fasteignasalinn kemur hvergi þar nærri. Við getum tekið sambærilegt dæmi þegar hjón skilja. Þá þurfa báð- ir aðilar að ráða sér lögfræðing við skipti á búi sínu en ekki bara annar aðilinn. Ég vildi gjarnan sjá þessa þróun hér- lendis því við erum einfaldlega aftarlega á merinni hvað þetta varðar. Eins og ég sé þetta fyrir mér gætu fasteignasölur sérhæft sig annars vegar í kaupenda- þjónustu þ.e. a.s. að fara með væntanlegum kaupendum og skoða eignina, gera tilboð o.s. frv. Væntanlegur kaupandi þarf þá að greiða ákveðna upphæð fyrir þessa þjónustu en fær fag- mann með sér í alla þætti sem lúta að kaupunum. Þegar upp er staðið þá gæti þetta hugsan- lega verið sparnaður fyrir kaup- endur. Að sama skapi yrði til sér- stök seljendaþjónusta. Slík lög- gjöf yrði til hagsbóta fyrir alla. í dag hefur seljandi upplýs- ingaskyldu en kaupandi skoð- unarskyldu. Þegar gallar koma upp þá er alltaf spurning um hver hafi brugðist skyldu sinni. Lögin sem vísað er til í slíkum deilumálum er löggjöf um lausafjárkaup því enga slíka er „Mér fínnst mjög skemmtilegt að rcka mitt eigift fyrirtæki og fá tækifæri til að byggja það upp.“ 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.