Vikan


Vikan - 06.07.1999, Side 12

Vikan - 06.07.1999, Side 12
Guftrún uj> Friftrik: "Okkur seniur á}>a'llc}>a, vift vituui licldur ckki li\crni}» i'im- |>aft cr aft vcra sitt í livoru la«i <>}> vift cruin ánæ;>ft nicft okkar lilutskipti." ekki fyrir okkur," segir Guð- rún. „Við vorum bara 26 ára og skítblönk þegar við byrj- uðum á þessu og urðum að vinna mikið til að dæmið gengi upp." Þegar Pedrómyndir voru stofnaðar voru eingöngu framkallaðar þar svart-hvít- ar filmur, og með sanni má segja að fyrirtækið hafi vax- ið á þessum árum, með öll- um þeim tækninýjungum sem fram hafa komið í ljós- myndun og framköllun. Guðrún og Friðrik hafa gaman af að hugsa til baka frá því þau byrjuðu rekstur- inn og stóðu í honum tvö og bera saman við í dag þegar að jafnaði um 9 til 12 manns vinna hjá þeim í einu. Þau hafa komið upp ágætri verkaskiptingu sín á milli til að allt gangi vel upp, en það fellur í hlut Friðriks að sjá um stærri framkvæmdir, með dyggri aðstoð tengda- sonarins í seinni tíð, og Guðrún sér um bókhalds- hliðina. Samhliða þessu hafa þau alltaf unnið langan vinnudag í framleiðslunni. Sigurður og Halla, Ingi- mar og Aðalbjörg, Aðal- steinn og Guðrún Björg, Friðrik og Guðrún eru því meira saman að jafnaði en önnur hjón og sambýlisfólk. Þau eru öll sammála um að það veki athygli að þau vinni saman og í kjölfar þess fái þau á sig spurningar tengdar því. Fólk spyrji hvernig sé að vera saman allan daginn, hvort það gangi upp, hvort það styrki sambandið og einfaldlega hvort það sé skemmtilegt. „Við Friðrik erum stund- um spurð að því hvernig sé að vera saman allan sólar- hringinn eins og í okkar til- felli," segir Guðrún um sam- starf þeirra hjóna. „En við látum það ekki hafa áhrif á okkur enda hefur það verið vilji okkar frá upphafi að dæmið gangi upp. Okkur semur ágætlega, við vitum heldur ekki hvernig það er að vera sitt í hvoru lagi og við erum ánægð með okkar hlutskipti." Sama ná segja um Ingimar og Aðalbjörgu sem einnig vinna saman allan dag- inn, alla daga vik- unnar, og eru oft spurð um það hvernig lífið sé eftir vinnu. „Fyrir utan vinnuna eyðum við tíma í áhugamálin okkar en þau eru aðallega íþróttir og göngutúrar með Brútus, Scháfferhundinn okkar," segir Aðalbjörg. „Það eru okkar ánægjustundir utan vinnunnar og mjög styrkj- andi fyrir sambandið að eiga sameiginleg áhugamál. Fyrir utan þetta eigum við tvo gullmola sem við sinnum saman, en það eru sonarsyn- Samstarf hjónanna Guðrúnar Hjalta- dóttur og Friðriks Vestmanns, sem eiga verslunina Pedrómyndir á Akureyri, spannar um 35 ár og hefur alltaf gengið vel. Þau stofnuðu Pedrómyndir árið 1965 en áður höfðu þau unnið í POB, Guðrún við bókband, og Friðrik lærði þar prent. Það kom aldrei annað til greina en þau ynnu saman í versluninni þegar hún var opnuð. "Það vafðist a 12 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.