Vikan


Vikan - 06.07.1999, Síða 16

Vikan - 06.07.1999, Síða 16
Angcla komin í hverdagslegri fatn- að, bláar gallabuxur með víðu og þægi- legu sniði og Ijósan, sumarlegan bol. Þennan fatnað Ang- elu má nota saman á margvíslegan hátt. Buxurnar og blúndubolurinn passa vel saman og það sama má segja um pilsið og Ijósa bolinn. Peysan geng- ur við Ijósa bolinn og buxurnar, ekki síður en pilsið og blúndubolinn. Marg- faldir nýtingarmögu- leikar! Angela er mjög fín í stuttu, bláu pilsi og falleg- um blúndubol í stfl. Utan yfir er hún svo í þægilegri peysu sem passar vel við öll bláu fötin hennar. Hversdags og spari Böm em besta fólk og þau eiga skilið að fá að vera börn á meðan þau geta. Börn á skólaaldri hafa mikla hreyfiþörf og fatnaður þeirra þarf að miðast að því að þeim líði vel og að þau geti hreyft sig frjálslega í honum. Fötin þurfa einnig að vera úr góðum efnum sem auðvelt er að þvo. Böm vaxa hratt og það er nauðsynlegt að velja flíkurnar þannig saman að þær nýtist hver með annarri svo ekki þurfi að eyða óþarflega háum fjárhæðum í föt sem verða of lítil á einu misseri. Stelpur á þess- um aldri vilja gjarnan vera fínar í tauinu, fötin þurfa því að vera smekkleg og þægileg. Fötin sem hér hafa verið valin eru úr versluninni Hennes og Mauritz og haft er að leiðarljósi að fatnaður- ínn geti nýst bæði hverdags og spari. Umsjón: Anna F. Gunnarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson 16 Vikan —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.