Vikan - 06.07.1999, Page 20
„Ég upplifði hér sólmyrkva sem er eitt það sérstæðasta og fallegasta
sem ég hef augum litið. Tunglið fór fyrir sólina þannig að einungis varð
eftir silfraður hringur á himni og úti varö koldimmt. í raun er þetta ólýs-
anlegt. Fyrir utan ýmsa aðra lífsreynslu bögglast ég viö að læra tungu-
málið, rembist við að skrifa nafniö mitt, brosi mikið, fitna og borða mik-
inn mat; frá venjulegum kjúklingi yfir í svínaheila og allt þar á milli."
(Árdis í Tælandi)
næstu flugvél til íslands þótt
eitthvað bjáti á. í langflestum
tilfellum leysast heimþrár-
vandamálin þó farsællega.“
Hverjar eru islensku
fósturfjölskyldurnar?
íslendingar taka árlega á
móti 30-40 erlendum
skiptinemum fyrir tilstilli AFS á
íslandi. Þessir nemar hafa sóst
sérstaklega eftir því að koma til
íslands og hafa það markmið
að kynnast íslenskri menningu
og fjölskyldulífi. Skiptinemarnir
koma sjálfir frá alls
kyns fjölskyldum og
vilja kynnast ein-
hverju nýju. Það
eru ekki bara hefð-
bundnar kjarnafjöl-
skyldur með tvö
börn, hund, jeppa
og rúmgott hús sem
fá að taka að sér
skiptinema. Það
þarf heldur ekki að
ganga í gegnum sál-
fræðilegt mat!
Hvort sem fjöl-
skyldan er fjölmenn
eða fámenn, með
ung börn, engin
börn eða unglinga,
þá hefur hún mögu-
leika á að hýsa
skiptinema. Það
sem mestu máli
skiptir er að hafa
einlægan áhuga fyr-
ir ungmenninu, per-
sónunni, siðum
hennar og menning-
unni.
Skiptinemar gera
ekki kröfur um fer-
metrafjölda eða
munaðarlíf. Margir
skiptinemar þekkja
ekki annað en
þröng húsakynni
heima fyrir og hafa
jafnvel þurft að
deila herbergi með
nokkrum systkina
sinna. Það sem skiptir höfuð-
máli, ef fólk vill taka að sér
skiptinema, er að það vilji njóta
samverunnar við þennan er-
lenda nema og veita honum
hlýju og stuðning frá hjartanu.
Fósturfjölskyldan þarf ekki að
taka á sig nein bein útgjöld. Það
eru AFS - samtökin sem borga
skólagjöld, námsbækur, ferðir í
og úr skóla, ásamt allan læknis-
og lyfjakostnað. Það eru svo
foreldrarnir í heimalandinu sem
sjá um vasapeninga og fatnað.
Útlensku kaupakonurn-
ar hættu fyrirvaralaust
íslenskir bændur ráða gjarn-
an ungt fólk í vist til sín og Vik-
an hafði spurnir af einum slík-
um. Hann og frændi hans sáu
auglýsingu í Eiðfaxa þar sem
tvær danskar stúlkur óskuðu
eftir að fá vinnu á íslenskum
sveitabæjum: „Það er stutt á
milli bæja hjá okkur frændun-
um og því fannst okkur það
upplagt fyrirkomulag að ráða til
okkar vinkonur sem gætu þá
einnig notið samvista hvor við
aðra. En er tíu dagar voru liðnir
af dvöl þeirra hjá okkur sögðust
þær vera hættar! Það kom okk-
ur gjörsamlega í opna skjöldu.
Við vorum úti í fjósi að vinna
og þá segir stúlkan bara si
svona að þær séu ákveðnar í að
hætta fyrirvaralaust. Við reynd-
um að sjálfsögðu að fá upp úr
þeim hvað væri að en það var
fátt um svör og þeim varð ekki
haggað. Við komum alveg af
fjöllum því við vorum mjög
ánægðir með stelpurnar. Eitt-
hvað töluðu þær um að þær
kæmust ekkert og lítið væri
hægt að gera sér til skemmtun-
ar. Þær höfðu einungis verið hjá
okkur í tíu daga og á því tíma-
bili var nú aðeins ein helgi.
Þeim getur varla hafa leiðst þá
því við buðum þeim í hundrað
manna veislu sem var haldin
hér í nágrenninu."
Skömmu eftir að stúlkurnar
hættu í vistinni birtist við þær
„Ég hef smakkað mikið af
skrýtnum mat á íslandi. T.d.
skötu, en hún var hræöilega
vond, svartfugl sem var fínn,
slátur sem var ekkert sérstakt,
hval sem var góður, hákarl sem
var hræðilegur og hrútspunga
sem voru ekki mjög slæmir."
(Andrew frá Ástralíu - Patreks-
firði)
blaðaviðtal þar sem þær töluðu
niðrandi um veru sína hjá þeim
frændum og tóku svo sterkt til
orða að segjast hafa verið fastar
í snjóskafli á eyðibýli. „Mér
fannst vægast sagt ömurlegt að
sjá því slegið fram á prenti að
heimili mitt og fjölskyldunnar
væri eyðibýli og mér er alveg
fyrirmunað að skilja framkomu
stúlknanna. Einna helst dettur
mér í hug að þær hafi haft
óraunsæjar hugmyndir um
vinnuna og þær hafi búist við 9-
5 starfi á óðalssetri. Eg myndi
ráðleggja fólki sem tekur út-
lendinga í vist til sín að ræða
málin vel áður og komast að því
hvers konar væntingar menn
hafa, til þess að koma í veg fyrir
að svona leiðindamál komi
upp.“
Dóttirin í Guatemala og
ítalskur skiptinemi á
heimilinu
Hjónin Friðgeir Indriðason
og Stella María Vilbergs hafa
verið með ítalskan skiptinema á
heimili sínu í tæpt ár og á sama
tíma dvaldist dóttir þeirra á
vegum AFS í Guatemala. Hér
er því um sannkölluð vistaskipti
að ræða!
Þau hjónin segja að það sé
mun auðveldara en margir
halda að hafa skiptinema og
þau hafi virkilega notið nær-
veru Francescu Milana, sem
hefur verið þeim líkt og dóttir.
Hún stundaði nám í MS í vetur
og líkaði mjög vel. En fékk hún
ekki heimþrá? „Nei,“ segir
Francesca og hlær. „Ég fer
heim 3. júlí og mig langar ekk-
ert til að fara. Mér líður mjög
vel á íslandi og bý hjá svo ynd-
islegri fjölskyldu. Núna er
Bryndís líka nýkomin heim frá
Guatemala og er eins og systir
20 Vikan