Vikan - 06.07.1999, Qupperneq 26
Verðlaunasagan í smásagnakeppni Vikunnar:
aldrei verið þörf fyrir Guð.
Við höfum haft hvort annað.
Ég hef verið alltumvefjandi
rétt eins og Herrann á himn-
um. Ást Krists á mannkyn-
inu og fórnir hans eru hjóm
eitt hjá því sem við höf-
um lagt á okkur fyrir
hvort annað. En sönn
ást er aldrei of dýru
verði keypt, það vitum
við bæði. Þú hefur til-
beðið mig og ég hef lot-
ið þér. Þú hefur fallið í
tárum um háls minn og
Það
hringsnýst
allt inn í
höfðinu á
mér í þessu
endalausa svigrúmi þar sem
hvergi órar fyrir landi undir
fæti. Má ég þá frekar biðja
um hart eldhúsgólf við
vanga.
En það er kannski ekkert
skrýtið þó ég sé svolítið
áttavillt því hjá þeim sem er
þátttakandi í svona kraft-
mikilli ást, renna himinn og
haf saman í eitt. Þetta er
stöðugur stormur og stór-
sjór. Lögmálin umhverfast
og vatn rennur upp í móti.
Ást okkar er einstök og
hafin yfir alla meðal-
mennsku. Þetta veist þú jafn
vel og ég þó þú hafir aldrei
sagt það berum orðum.
Augu þín hafa aldrei getað
leynt fítonskrafti þess hugs
sem þú berð til mín. Hvert
augnatillit þrungið merk-
ingu. Þetta ristir svo djúpt
að á okkar heimili hefur
tignað blóðrisa ásjónu mína,
játað syndir þínar, beðist
fyrirgefningar og fengið
hana - alltaf - því ég er mis-
kunnsöm. Enda ber ég nafn
mærinnar sem ól af sér
frelsarann. Það ber ekki
heldur mikið á milli mín og
sonarins. Við eigum bæði
okkar stað: Hann á krossin-
um en ég hangi negld í
faðmi þínum. Og mín síðu-
sár eru reyndar fleiri og
dýpri, þótt ekki hafi þau far-
ið eins hátt og hans eina
rispa. En ólíkt kvölurum
Krists, þá hefur þú alla tíð
vitað hvað þú gjörir. Högg
þín hafa verið markviss og
haft tilgang. Þú hefur alla tíð
lagt hjarta þitt í hvert þeirra
og sársauki þinn hefur ætíð
verið meiri en minn, eins og
þú hefur svo oft bent mér á.
Á bakvið hvert einasta ör
betur að hafa röggsaman
knapa með ákveðið taum-
hald. Ég finn svo vel núna
að þú hafðir rétt fyrir þér,
konur þurfa aðhald. Ég er
bara brunnið bein án þín.
sem ég ber á sál og líkama
liggur saga. Saga tilfinninga
sem eru stærri en allt sem til
er. Nú finn ég hversu dýr-
mætt það er að vera áþreif-
anlega merkt ást þinni. Ég
hef ekki gert þér þetta auð-
velt, en þegar upp er staðið
þá voru okkar bestu stundir
þau fjölmörgu skipti sem þú
grést í sárri iðrun í kjöltu
minni, fylgdir mér um-
hyggjusamur á slysadeildina
og straukst blíðlega hönd
mína á meðan gert var að
sárunum. Ég veit að sökin
liggur að mestu hjá mér því
mér hefur aldrei tekist al-
mennilega að höndla þessa
ást. Ég hneigist af einhverj-
um ástæðum alltaf til þess
að bregðast rangt við og
vekja upp lausu höndina úr
hugarfylgsnum þínum. Ég
hef til að mynda aldrei haft
rænu á að vera í réttri
þyngd, ég er ýmist horrolla
eða yfirvigtarbelja. Og ég
get verið svo fádæma kæru-
laus með að passa upp á að
maturinn sé mátulegur þeg-
ar þú kemur heim - ekki of
heitur og ekki of kaldur. Ég
gæti svo sem haldið áfram
endalaust, en þegar ég rifja
þetta upp þá sé ég hvað ég
hef staðið mig slælega. Ekki
að undra þótt þú hafir
margoft misst þolinmæðina.
Ég hef verið þér þungur
kross að bera. Því er það svo
að þegar ég fór að gera upp
við mig hlutina og velta því
fyrir mér hvernig ég gæti
endurgoldið takmarkalausa
ást þína, þá komst ég að því
að aðeins með því að losa
þig undan þeirri áþján sem
ég var orðin þér gæti ég nóg-
samlega þakkað fyrir mig.
Og dauði þinn var eina leið-
in hjá okkur því aðeins hann
fær aðskilið þá sem unnast
af heilum hug.
Þegar ég heyrði hrossag-
aukinn hneggja á jörðu niðri
vissi ég að rétti tíminn væri
kominn, sá feigðarboði hef-
ur aldrei brugðist. Það verð-
ur jú allt að fara sem verkast
vill og þetta gekk blessunar-
lega vandræðalaust fyrir sig.
Þú getur treyst því að aldrei
mun það vitnast að það var
ég sem veitti þér náðarhögg-
ið, enda höfum við alla okk-
ar búskapartíð verið sam-
hent í að halda hlutunum
leyndum. Okkur varð
snemma ljóst að órannsak-
anlegir vegir ástar okkar
mættu ekki skilningi hjá al-
múganum.
Þitt síðasta góðverk mér
til handa er að taka þetta
sameiginlega leyndarmál
okkar með þér inn í eilífð-
ina. Hafðu þökk fyrir það og
alla tryggðina.
Nú ertu burtsofnaður
elsku vinur hljóður og um-
vafinn silki, og þarft aldrei
framar að vera votur um
hvarmana mín vegna. Og af
því að ég veit hversu lítil
von er um ljósglætu hjá þér,
þegar mokað hefur verið
yfir þig, þá ætla ég að leggja
þetta bréf á brjóst þér í
kistulagningunni á morgun.
Orð mín verða ljósið í
myrkrinu. Þeim fylgir ást og
birta sem þú getur hallað
þér að þegar nágalarnir fær-
ast nær.
Nú ertu endanlega frjáls
undan íþyngjandi návist
minni ástin mín, og ég kvíði
hvorki morgundeginum né
kveðjustundinni þvíþað
kærleiksverk sem ég hef
unnið af hendi mun gefa
mér styrk.
Þú einn ert mér allt.
Héðan til eilífðar, þín
meyjan hreina
María.
26 Vikan