Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 31

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 31
greiningar. Ég fann fyrir ákveðnum létti þótt auðvitað væri kvíð- inn mikill líka. Eitt er að gruna að eitthvað kunni að vera að og annað að fá það staðfest. Léttirinn stafaði mest af því að nú taldi ég að ásökunum frá fólki í heil- brigðisstéttum væri lokið. í Allir myndu sjá að ég gerði mitt besta, barnið væri ein- faldlega veikt. Læknirinn sem þroska- þjálfinn hafði bent á stað- festi strax að eitthvað var að. Hann sendi drenginn í greiningu og ég fékk að vita að hann var með töluverðar heilaskemmdir. Þeir hafa aldrei getað greint hann með nákvæmlega einhvern einn sjúkdóm. Hann hefur ýmis einhverfueinkenni, hefur ekki fulla stjórn á hreyfingum líkamans og því að einhverju leyti spastískur. Þeir telja líka að hann hafi ekki fulla greind, en erfitt er að meta nákvæmlega hversu mikið greindarskertur hann er. Mér fannst líka skorta mikið á aðstoð og umhyggju fyrir okkur foreldrunum meðan við gengum píslar- gönguna milli stofnana og lækna með drenginn. Erfitt var að fá tíma til að gera ýmsar sjúkdómsgreiningar og sums staðar var margra mánaða bið. A staðnum var svo oft engin aðstaða til að vera með börn og engin að- staða fyrir okkur á meðan við biðum ef við gátum ekki fylgt drengnum sem var nú oftast. Enginn virtist heldur skynja að okkur leið illa. Það er mikið áfall að upp- götva að barnið manns er fatlað. Okkur var aldrei boðin aðstoð sérfræðinga heldur urðum við að bera okkur eftir henni sjálf. Við komumst síðar í kynni við fólk sem einnig á fatlað barn og það benti okkur á ýmsar bækur, meðal annars bók sem heitir Den forbu- dne sorg. Sú bók var okkur mikill stuðningur. Hún opn- aði augu okkar fyrir því að við vorum að ganga í gegn- um sorgarferli. Þeir sem missa barn fá mikinn stuðn- ing og hjálp og allir skilja hversu voðalegur missir þeirra er. Hinir sem eiga fötluð börn verða einnig fyr- ir ákveðnum missi. Þeir missa barnið sem þeir héldu að þeir væru að eignast, heilbrigða barnið sem þeir ætluðu að fá að fylgja í skól- ann, útskrifa og sjá á eftir út í lífið seinna meir. Auðvitað fá þeir annað barn í staðinn, fatlaðan einstakling sem þarf allan þeirra stuðning og ást. En þeir eiga samt rétt á að syrgja þann heilbrigða. Drengurinn minn er nú tekinn að stálpast og enn finnst mér ég vera að berjast við kerfið. Hvergi er mér sagt að fyrra bragði frá að- stoð sem ég þó á rétt á. Ég hef þurft að bera mig eftir öllu, spyrja sjálf og kynna mér sjálf. Mér finnst einnig ákveðin forræðishyggja ríkj- andi gagnvart okkur sem eigum fötluð börn. Kerfið veit hvað er best og það er búið að varða veginn. Okk- ar er að feta hann samvisku- samlega. Þeir sem eiga heil- brigð börn geta valið milli skóla, geta boðið þeim tón- listarnám, dansnám og margt fleira en okkur stend- ur ekki annað til boða en það sem ríkið hefur byggt upp og á ekki alltaf við. Sem dæmi get ég nefnt að dreng- urinn minn hefur alltaf sýnt jákvæð viðbrögð við tónlist en hvergi er boðið upp á tónlistarkennslu fyrir fatl- aða. Við höfum sjálf fundið handa honum kennara sem hefur lagt mikið á sig til að finna leiðir sem henta hon- um og við greiðum kennar- anum úr eigin vasa. Fatlaðir einstaklingar eru nefnilega mun ólíkari inn- byrðis og hafa mun sérhæfð- ari þarfir en hinir sem ófatl- aðir eru. Samt er okkur sagt að samfélagið vilji gera vel við fatlaða og sjúka. Margt af því fólki sem starfar að málefnum fatlaðra er mjög gott og vill gera vel, en oftar en ekki eru því settar skorð- ur. Ég vona bara að val- möguleikar þeirra sem eiga fötluð börn verði auknir í framtíðinni og að stuðning- ur verði meiri. Manni á ekki að þurfa að finnast hvert einasta skref eins og það sé stanslaus barátta fyrir því sem á að vera sjálfsagt." Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hetur haft mikil áhrit á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lciniilisran^iO er: Vikan - „LiTsrcynslusaga'*, Scljavcgur 2, 101 Kcvkjavík, Nelfang: vikan@lnnli.is Myndin er svidsett af Hugleik Mynd: Gísli Egill Hrafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.