Vikan


Vikan - 06.07.1999, Síða 38

Vikan - 06.07.1999, Síða 38
Á sumrin flykkist æska landsins á íþrótta- og tóm- stundanámskeið. Margir sækjast eftir öflugri hreyfingu og finna sér íþrótta- námskeið við hæfi en svo er hópur barna sem sækist eftir rólegum nám- skeiðum á vegum Heimilisiðnaðar- skólans. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8- 12 ára en flestir þátt- takendur eru á aldrinum 9-11 ára, bæði stúlkur og drengir. I sumar voru fimm mismunandi námskeið í boði: Jurtalitun og vefn- aður, glerlist, pappírsvinna, út- skurður og dúkkufata- saumur. Að sögn starfs- manna hefur að- sóknin í námskeiðin aldrei verið eins mikil og í ár. Því var gripið til þess ráðs að fjölga þeim og bæta við aukanámskeiðum í vikutíma. Engu að síður komust færri að en vildu. Blaðamaður Vikunnar brá sér í heimsókn í höfuðstöðvar Heimilisiðnaðarskólans að Laufásvegi 2. Rigningin lamdi rúðurnar og því var notalegt að komast inn í hlýjuna og sjá æsku landsins viðhalda þekk- ingu á íslensku handverki. Börnin sjö á námskeiðinu í dúkkufatasaumi, voru niður- sokkin í vinnu sína og létu heimsókn ekki trufla sig. Kyrrðin í kennslustofunni var slík að heyra hefði mátt saum- nál detta. Námskeiðið stendur yfir í eina viku og kennt er frá klukkan eitt til fimm. Kennarinn í hópnum, Rut Bergsteinsdóttir, er handa- vinnukennari og kennir í Landakotsskóla. Hún hefur jafnframt kennt töluvert á námskeiðum, bæði í Náms- flokkunum og fyrir miðstöð fólks í atvinnuleit. A meðan Rut stillti sauma- vél fyrir einn nemandann biðu hinir nemendurnir rólegir eftir aðstoð kennarans. Hópurinn samanstóð af sex stúlkum og einum pilti sem var enginn eftirbátur stúlkn- anna í saumaskapnum. Ahug- inn var mikill hjá krökkunum og þau í óðaönn að ljúka við fötin. „Krakkarnir byrja á að velja sér flík og síðan taka þau upp snið. Þá þarf að passa allar merkingar og slíkt. Þau læra að sníða og vinna dúkkufötin á alveg sama hátt og með venjulegan fatnað. Þau byrja á að sikk-sakka alla efnisbút- ana, síðan læra þau að setja flíkina saman. Þetta eru mjög áhugasamir og duglegir krakkar." Hvernig gengur þeim að glíma við saumavélarnar? „Alveg ótrúlega vel. Flest þeirra hafa eitthvað unnið við þær í skólunum sínum og ég held Iíka að handmennta- kennarar séu farnir að hleypa þeim yngri í saumavél- arnar. Þau hafa a.m.k. verið fljót að til- t einka sér vinnu- brögðin." Veistu hvort þau eru að sauma á sínar eigin dúkkur eða annarra? „Ég held að þetta sé mest á þeirra eigin. Það er svo mikil dúkkutíska í gangi. Allar þess- ar nýju dúkkur eins og Baby born, Coochy coo og hvað þær nú heita. Þær höfða til stúlkna á öllum aldri. Flestar stelpurn- ar komu með sína eigin dúkku og völdu flík á hana. Ég hef ekki leyft þeim að sauma Bar- bie-föt því þau eru einfaldlega of smágerð fyrir þennan ald- urshóp." Rut er greinilega útsjónar- söm og endurnýtir öll efni sem hún hugsanlega getur auk þess sem hún hefur ákaflega gaman af dúkkufatasaumi. „Ég hef verið dugleg að sauma dúkkuföt fyrir dóttur mína. Svo sauma ég líka dúkkuföt á puntu- dúkkur sem ekki má leika með. Ég saum- aði skírnarkjól og húfu úr gömlum, útsaumuðum dúk og það tókst bara vel. 38 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.