Vikan


Vikan - 06.07.1999, Side 39

Vikan - 06.07.1999, Side 39
Mér finnst mjög gaman að geta endurnýtt efní." Nemendahópurinn var sam- heldinn og rólegur, sannkall- aður draumahópur hvers kennara. Heklar sjöl og sam- kvæmistöskur Vinkonurnar Björk og Hrefna búa í Breiðholtinu en láta það ekki aftra sér frá því að koma á námskeið í dúkku- fatasaumi niður í miðbæ. Af hverju völdu þær þetta nám- skeið? „Okkur finnst gaman að sauma og vinna í höndunum. Það er svo skemmtilegt að fá að ráða sjálfur hvað maður gerir." Eruð þið að sauma á dúkk- urnar ykkar? „Já," svara þær einum rómi og halda áfram: „Við erum báðar að sauma kjóla." Þær draga upp mynd af dúkku í fallegum kjól og þeirra kjólar eru óðum að lfkj- ast fyrirmyndinni. Dúkkurnar fengu að koma með á nám- skeiðið. Þær sitja í glugganum bíða eigenda sinna og fylgjast grannt með kjólasaumnum. Ásgrímur er 11 ára gamall og er að sauma buxur og vesti í fallega grænum lit. Hann á ekki dúkku sjálfur en ætlar að gefa frænku sinni dúkkufötin. Ásgrímur er nemandi í Mela- skóla en skyldi hann hafa gaman af handavinnutímum í skólanum? „Nei. Eg er ekki mikið í handavinnu og finnst það heldur ekki skemmtilegt. Það er eitthvað svo fábrotið. Mér finnst aftur á móti mjög gaman á þessu nám- skeiði." Fyrir utan að vera laginn við saumavélina þá kann hann líka að hekla. „Amma mín kenndi mér að Dúkkubuxur Fyrir þá, sem vilja prófa aö sauma dúkkuföt, lát- um viö fylgja með sniö aö einföldum dúkkubux- um. Sniðið er ætlaö dúkku sem er 40 sm há, sem er meðalstærð á dúkku. Baby born dúkkan á að geta notað föt í þessari stærð. Takið sniðið upp á smjörpappír eða annan mjög þunnan pappír. Sléttið úr efninu, hafið það tvöfalt og festið sniðið niður með títiprjónum. Gott er að nota mjúkt bómullarefni. Teiknið sniðið á efnið en klippið 1,5 sm utar, allan hringinn. Þessi viðbót er það sem reiknað er með fyrir saumfarið en flík- in verður mun minni sé eingöngu klippt eftir sniðinu. Nú ættu tveir efnisbútar að vera tilbúnir. Næsta skref er að sikk-sakka jaðrana. Takið annað stykkið og nælið skálmina saman, þannig að rangan á efninu snúi út. Gerið það sama við hina skálmina. Næsta skref er að sauma skálmarnar saman, hvora fyrir sig. Skýringarmyi hekla og ég er búinn að hekla þrjú sjöl og sam- kvæmistösk- ur." Hugrún.ll ára, sat við saumavélina og var að ljúka við jakka á Coochy coo en var búin með buxurnar. Hún var niður- sokkin í vinnu sína en upplýsti að henni fyndist gaman í handavinnu í skólanum og líka á dúkkufatanámskeiðinu. Systurnar Margrét Helga, 7 ára, og Ragnhildur Lára, 9 ára, voru að sauma íþrótta- galla á dúkkurnar sínar og gekk vel. Margrét Helga reyndist yngsti nem- andinn í hópnum en ' hún naut dyggrar aðstoðar stóru systur við saumana. Valdís Björk er 9 ára gömul. Henni finnst Skýringarmynd 2 mjög gaman í handavinnu og valdi því að koma á þetta námskeið til að fá að sauma ennþá meira. Hún ætlar að fara á fleiri námskeið á vegum Heimilisiðnaðarskólans því í vikunni á eftir er ætlunin að sitja námskeið í jurtalitun. Skyndilega var þögnin rofin þegar bankað var á dyrnar og börnunum boðið að koma og drekka. Á meðan fengu þau að hlusta á skemmtilega sögu. Lesendur Vikunnar njóta góðs af heimsókninni því við flytjum fræðslu námskeiðsins yfir til ykkar með sniði og vinnulýsingu af dúkkubuxum. (Sjá rnyndl). Þar með eru komnar tvær skálmar. Næst er að taka aðra skálmina og snúa henni við þannig að réttan snúi út. Síðan er henni stungið ofan í hina skálmina sem er á röngunni (mynd 2). Klofsaumurinn er nú nældur saman. Saumið klofsauminn en gætið þess að innanfóta- saumar mætist. Buxurnar eiga að vera með teygju í mittinu eða snúru. Brotið er upp á efnið, sbr. línuna á sniðinu, og saumað nánast allan hringinn. Ef buxurnar eiga að vera með teygju þá er skilið eftir örlítið op til að þræða hana í gegn. Ef setja á snúru er allur hringurinn saumaður en tvö lítil göt sett í að framanverðu og snúran þrædd í gegn. Til að ganga frá skálmunum er best að brjóta 1/2 sm af efn- inu inn af að neðanverðu og sauma síðan. Þá kemur saumfar- ið svolítið ofarlega. Það er líka smekksatriði hvar saumurinn á skálmunum á að vera. Að lokum er bandið dregið í gegn eða teygjan sett í mittið og þar með er dúkkan búin að eignast nýjar buxur! Vikan 39 Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson og fieiri.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.