Vikan


Vikan - 06.07.1999, Page 45

Vikan - 06.07.1999, Page 45
Millý Carton? Þetta er hún. Ég hringi frá Leikfanga- markaðnum. Við skiptum þegar við Leikfangamarkaðinn, sagði Millý. Ég veit það. Ástæðan fyrir því að ég hringi er sú að við erum að fara í gang með yf- irgripsmikla markaðskönn- un og vildum kanna hvort leikskólinn ykkar hefur áhuga á að taka þátt í henni. Það eina sem við biðjum um er álit ykkar á nýjustu vör- unum okkar. Leikskólinn fær leikföng fyrir 20 þúsund krónur í þakklætisskyni fyrir þátttökuna. Það er nú ekki hægt að af- þakka svona gott boð, sagði Millý. Við ætlum að halda fund um málið annað kvöld hér í Bradley. Fundurinn verður haldinn að Valley Road númer sautján. Viktoría las upplýsingarn- ar um Millý sem hún hafði skrifað hjá sér í bókina góðu. Hefur meiri áhuga á konum en karlmönnum. Hún hafði reyndar engar sannanir fyrir því en hafði þetta sterklega á tilfinning- unni. Hún mundi allt saman. Millý var sú sem hafði valið í lið í leikfimitímunum og stelpurnar litu á það sem heiður þegar hún valdi þær. Viktoría brosti til brúð- unnar sem sat í gluggakist- unni og starði á hana bláum augum. Millie valdi þig aldrei Rósalía, sagði hún. Ekki í eitt einasta skipti. Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdótlir pýddi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.