Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. blóð. Hann mundi eftir klístruð- um fingrunum og leit á þá. Brúnleitu blettirnir voru þar ennþá. Hafði hann skorið sig án þess að taka eftir því? Ertu svöng? spurði hann Carol sem lá á sófanum í stofunni. Bara þyrst, hvíslaði hún. Ég er svo þurr í munninum. Hann fór fram í eldhús og náði í gosflösku. Hann virti hana fyrir sér. Þú lítur ekki vel út, sagði hann svo ákveðinn. Þakka þér kærlega fyrir. Hvernig gerðist þetta? spurði hann. Hvernig í ósköpunum fórst þú að því að detta og skella höfðinu í múrvegg! Ég var búin að segja þér. Það var allt of margt fólk á ísnum og einhver rakst utan í mig. Þetta gerðist svo hratt. Sástu hver það var? Hún yppti öxlum. Ég hef ekki hugmynd um það. Vel á minnst, þessi hjúkka þín er ekki sem verst. Ég vildi að ég hefði svona fallegt hár. Ertu skotinn í henni? Rustý stóð á fætur. Hátta- tími, sagði hann. Það er orð- ið framorðið. Kannski þú ættir að vera heima á morg- un. Ég get komið og eldað eitthvað handa þér í hádeg- inu. Hvað langar þig í? Pizzu, sagði hún syfjulega. Með pepperoni. Þegar Carol var komin upp í rúm fór Rustý inn á bað og þvoði sér um hend- urnar. Hann skoðaði gaum- gæfilega hvern fingur fyrir sig en kom ekki auga á sár. Skrýtið. Viktoría var að elda þegar Rustý kom upp úr kjallaran- um. Má ég hringja? spurði hann. Gjörðu svo vel. Hann hringdi á skrifstofu Sams og aftur heyrðist í sím- svaranum. Hann neyddist til þess að hringja í annan raf- virkja og bað hann að koma og líta á raflagnirnar. Það þýðir víst lítið að stóla á þennan vin þinn, sagði Viktoría um leið og hún stakk kjúklingnum í ofninn. Þetta er alls ekki líkt hon- um, sagði Rustý þurrlega. Hinn rafvirkinn kemur á morgun. Fínt. Hún brosti til hans. Maturinn er tilbúinn eftir hálftíma, má ekki bjóða þér að borða með mér? Ég get það því miður ekki. Kannski einhvern tímann seinna... Hann fór aftur að síman- um og valdi númer. Þetta er Rustý Erlich, sagði hann. Ég ætla að panta stóra pizzu með pepperoni. Ég sæki hana eftir tuttugu mínútur. Viktoría dró gardínurnar til hliðar og horfði á eftir Rustý. Hún hafði lagt allt sitt stolt í matinn og hann hafði sagt nei takk og pant- að pizzu í staðinn! Skyldi hann ætla að borða hana með Carol? Þýddi það að hún bjó ennþá hjá honum? Hafði fíflið ekki skilið skila- boðin á skautasvellinu. Hún tók upp símann og valdi númerið sem hún mundi nú utanað. Halló? Hún heyrði strax að þetta var Carol þótt röddin væri veikluleg. Viktoría sagði ekkert. Nokkrum sekúndum seinna heyrðist smellur. Carol hafði skellt á. Viktoría var ergileg þegar hún tók kjúklinginn úr ofn- inum. Hann var örugglega ekki fullsteiktur en það skipti engu máli. Bobby og Sam yrðu örugglega fegnir því að fá eitthvað annað en þurrt brauð. Hún setti kjötið á faí og fór með það niður í kjallar- ann. Hún gekk fram hjá leikherberginu, niður nokk- ur þrep og opnaði dyrnar að gamla vínkjallaranum. Halló strákar, sagði hún hressilega. Verið þið ekkert að hafa fyrir því að standa upp. Ég er með hádegismat- inn ykkar. „Verið ekkert að hafa fyr- ir því að standa upp" átti að vera brandari en hvorugur þeirra hló. Þeir sátu og störðu á hana. Báðir voru þeir handjárnaðir, fæturnir voru bundnir með snæri og auk þess voru þeir tjóðraðir við stóran trébekk. Nei, það var öruggt að þeir voru ekki að fara eitt eða neitt og það er ekki auðvelt að hlæja með sokk í munninum. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.