Vikan


Vikan - 06.07.1999, Qupperneq 59

Vikan - 06.07.1999, Qupperneq 59
Æftsta ósk Jijil Ramakrishnan er aft geta endur- goldift SOS-barnaþorpnninn alla þá lijálp og þann stuftning seni liann hefur fengift. ,,A Indlandi eru mjög mörg börn á vergangi og illa stödd. SOS-samtökin leita uppi börn á munaðarleysingjahælum, spítölum, lögreglustöðvum og jafnvel götunni.“ Vikan 59 Fannst yfirgefin aðeins sex mánaða gömul á strætóstöð I tilefni af fyrrgreindri hátíð, sem fram fór í Ráðhúsinu, ákvað stjórn SOS-barnaþorpa á Islandi að bjóða hingað þremur ungmennum sem öll eru alin upp í SOS-barnaþorpi. Blaðamaður Vikunnar fór á stúfana og mælti sér mót við þau á kaffihúsi Ráðhússins skömmu áður en hátíðin hófst. Þau mættu prúðbúin í þjóð- búningum landa sinna og þrátt fyrir ungan aldur virtust þau vera fullorðinsleg og fram- koma þeirra einkenndist af fágun og kurteisi. Þau hafa öll stundað nám í Noregi sl. tvö ár. Þaðan ljúka þau svokölluðu IB- prófi sem er alþjóðlega viðurkennt nám. Chung Nguyen er 17 ára gömul og er alin upp í SOS- barnaþorpi í Hanoi í Víetnam. Aðspurð segir hún að fólk hafi fundið hana yfirgefna á strætó- stöð aðeins sex mánaða gamla en þá tók kona hana að sér til fimm ára aldurs: „Mér þykir mjög vænt um þessa konu og hugsa að hún hafi bjargað lífi mínu,“ segir Chung. „Þegar hún sá sér ekki fært að sjá um mig lengur var mér komið í ör- uggt skjól hjá barnaþorpi SOS. Eg stunda nám í Noregi núna en þegar ég fæ frí mun ég fara til Víetnam og heimsækja SOS- fjölskylduna mína þar. Við bæði tölum saman í síma og skrifumst á. Ég er líka farin að hlakka til að fá almennileg- an og vel kryddaðan mat!“ frá Indlandi. Hann er 18 ára og hefur nýlega lokið námi sínu í Noregi. í SOS- barna- þorpinu sínu á Indlandi bjó hann ásamt tólf systkinum. Hann er á förum til Kanada en þar hyggst hann stunda nám í tölvuverkfræði og stærðfræði og hefur fengið inngöngu í University of Carleton í Ottawa. Hann segist leggja mikla áherslu á að mennta sig til að geta aðstoðað SOS-sam- tökin. Það er hans hugsjón og æðsta ósk að geta endurgoldið SOS-barnaþorpunum alla þá hjálp og þann stuðning sem hann hefur fengið. Það var áhrifaríkt að hitta þessi bjartsýnu ungmenni sem þrátt fyrir allt eiga það sameig- inlegt að vera stolt af þjóðerni sínu og SOS-barnaþorpunum. Þau hafa lært þá mikilvægu lexíu að hver einstaklingur skiptir máli og eiga sér öll þá ósk að geta hjálpað öðrum sem hafa ekki verið sömu gæfu aðnjótandi og þau. Chung Nguyen fannst yfirgefin á strætóstöft aft- eins sex mánaða göniul. starfi á skrifstofu félagsins og dagleg stjórnun er í höndum Ullu Magnússon en hún er formaður samtakanna. segir hún og hlær. „Eftir stúd- entspróf ætla ég í háskólanám og hef mestan áhuga á um- hverfismálum og hagfræði.“ Krakkarnir segja að þeim lítist vel á Island þótt þeim finnist frekar kalt. „Það er þó fallegt veður í dag,“ segir Chung en ekki er laust við að hrollur fari um hana í þunnum þjóðbúningnum við mynda- tökur á Tjarnarbakkanum. Hún fitjar upp á nefið, bendir ofan í tjörnina og segir að sér finnist vatnið skítugt. Tenzing Lahdon tekur í sama streng. Hún er 16 ára gömul og er frá SOS- barnaþorpinu í Greenfi- elds á Indlandi en þar ólst hún upp frá eins og hálfs árs aldri. Hún segist ekki hafa hugmynd um uppruna sinn: „Á Indlandi eru mjög mörg börn á ver- gangi og illa stödd. SOS-sam- tökin leita uppi börn á munað- arleysingjahælum, spítölum, lögreglustöðvum og jafnvel götunni." Tenzing hefur mik- inn áhuga á heilbrigðismálum og langar til að verða læknir. Hún vill geta hjálpað öðrum. Jijil Ramakrishnan er líka Tenzing Lahdon segist ekki hafa hug- niynd um upp- runa sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.