Vikan - 06.07.1999, Qupperneq 61
•ma
Kelly McGillis var eitt sinn ein eftir-
sóttasta leikkonan í
Hollywood. Hún sló i gegn í
myndinni Witness þar
sem hún lék á móti
Harrison Ford og í JjjM
kjölfarið fylgdu
myndirnar Top Gun ’ «
með Tom Cruise og
. The Accused með Jodie \
Foster. Hún var sannköll- '
uð kynbomba en eftir að JQ*
|Bl hún eignaðist sitt fyrsta
B^w. barn dró hún sig í hlé frá
sviðsljósinu. Nú er Kelly
■L/, aftur komin fram á sjónar-
V sviðið en hefur ekki áhuga á að
W endurheimta glamúrútlitið. „Ég hef
* engan áhuga á að vera eins og þessar
K anorexíugellur í Hollywood,“ segir McG-
f illis. „Ég er mjög ánægð með útlit mitt og
mun aldrei hleypa lýtalæknum nálægt
mér.“ McGillis hefur ekki verið heppin r
karlamálum. Fyrsti eiginmaður hennar
var rithöfundurinn Boyd Black, leikar-
inn Barry Tubb var næstur í röðinni
og núverandi eiginmaður hennar er
veitingahúsaeigandinn Fred Tillman.
Hann var handtekinn fyrir að reyna að
kaupa þjónustu vændiskonu aðeins
fimm dögum eftir að McGillis eign-
aðist annað barn sitt, dótturina
Sonoru, sem nú er fimm ára. J
VINSÆLL A NY
Kevin Bacon hefur ekki verið mjög
áberandi á hvita tjaldinu undanfarin
ár en nú vonast hann til að hagur
sinn vænkist á ný. Hann nældi í eitt
eftirsóknarverðasta hlutverkið i
Hollywood, i myndinni The Hollow
Man sem Paul Verhoeven leikstýrir.
Bacon hefur einnig unnið hörðum
höndum í hljóðveri með bróður sin-
um, Michael, en þeir eru saman i
hljómsveitinni Bacon Brothers.
Fyrsta geislaplatan þeirra hét
Forosoco og kom þeim á kortið og
nú vonast þeir eftir enn meiri vin-
sældum.
SÆTUR SJARMOR
Jimmy Smits er íslenskum sjónvarpsáhorf-
endum að góðu kunnur. Hann heillaði
marga sem slunginn lögfræðingur í L.A.
Law og undanfarin ár hefur hann verið í
hlutverki löggu í NIYPD Blue. Síðasta vetur
sagöi hann skilið viö félaga sína í þáttunum
og einbeitir sér nú að kvikmyndaleik. Hann
fær nú hvert bitastæða hlutverkið á fætur
öðru og talið er að hann geti loksins fest sig
í sessi meðal stórstjarnanna í Hollywood.
Síðar á árinu eru væntanlegar tvær myndir
þar sem Smits verður áberandi. Fyrst er það
Million Dollar Hotel þar sem hann leikur á
móti Mel Gibson og Millu Jovovich og síðan
Bless the Child þar sem hann mun leika á
móti Kim Basinger. Smits var svo vinsæll í
NYPD Blue að framleiðendur þáttanna reyna
ákaft að fá hann aftur í einn þátt, jafnvel
þótt persónan sem hann lék sé látin. Hann
mun snúa aftur sem draugur!
ÆTLAR EKKIAÐ
GIFTAST AFTUR
Nú eru fimm ár síðan Nicole Simpson og elskhugi hennar,
Ron Goldman, voru myrt fyrir utan heimili hennar í Los
Angeles. Ruöningshetjan O.J. Simpson, sem fagnar 52
ára afmæli sínu hinn 9. júlí, segist enn sannfærður um að
nafn hans muni verða hreinsað áður en hann er allur. „Al-
menningur þarf greinilega að hafa mig sem blóraböggul.
En ég er bjartsýnn og veit að einhvern tima verðurnafn
mitt hreinsað," segir Simpson. Undanfarin þrjú ár hefur
hann verið í tygjum við unga stúlku, Christie Prody, 24 ára
gengilbeinu. Mamma hennar, Cathy Bellmore, er sann-
færð um að O.J. sé morðingi og reynir hvað hún getur að
forða dóttur sinni frá honum. O.J. segist þó ekki vera í
hjónabandshugleiðingum. „Ég vona að einhvern tíma
verði ég ástfanginn á ný en ég mun sennilega aldrei gift-
ast aftur. Ég vil ekki skuldbinda mig þannig aftur.“