Vikan - 20.07.1999, Qupperneq 13
1111 miiiMt
BFSTSEU.F.H
"AFUNand^nny^:
Ólíkt því sem
yfirleitt gerist
með íslenskar
bækur er nafn
höfundarins á
bókarkápunni
fyrirferðar-
ineira en nafn
bókarinnar
sjálfrar. Bækur
eftir Mary
Higgins Clark
ug (lóttur
hennar Carol.
(Ljósmynd:
Gísli Egill
Hrafnsson)
clar
mTH™wsmGfí£OAW
upplifa
ævintýrin sem verða á vegi
sögupersónanna.
Skrifaðu um það sem
þú þekkir sjálf
Prófessor við New York
háskóla, sem eitt sinn leið-
beindi Mary Higgins Clark á
námskeiði í ritfærni, sagði
henni að hún skyldi ævin-
lega skrifa um eitthvað sem
hún þekkti eða kannaðist
við og þætti sjálfri gaman að
lesa um. Fyrsta smásagan
sem Mary seldi hét
„Stowaway“
(Laumufarþeginn)
og fjallaði í bland
um reynslu Mary
sjálfrar þegar hún
var flugfreyja hjá
Pan American Air-
lines. Hún hafði
verið í síðasta flug-
inu frá
Tékkóslóvakíu
áður en járntjaldið
féll. Sú ferð fléttast
saman við skáld-
skap sögunnar en
Carol Higgins Cl-
ark er ekki aðeins
rithöfundur eins
og mamnian held-
ur líka leikari sem
leikið hefur í
sjónvarpi, kvik-
myndum og á
sviði.
Mary hugsaði
sem svo áður en
hún hóf að skrifa
söguna: „Hvað ef
flugfreyjan hefði nú
fundið 18 ára félaga
úr tékknesku and-
spyrnuhreyfingunni -
laumufarþega í Pan Am
vélinni?"
Mary Higgins Clark er án
efa einhver vinsælasti
spennusagnahöfundur í
Bandaríkjunum um
þessar mundir.
Bækur hennar eru
svolítið flóknar í
byrjun, sögupersón-
urnar margar og
söguþráðurinn
margslunginn. Per-
sónurnar eru oftar
en ekki velmennt-
aðar ungar konur í
góðum stöðum og
karlarnir eru ekki
verr settir. Mary
leggur mikið upp úr
að lýsa fatnaði, sér-
staklega
kvennanna. Þær
klæðast dýrum fötum og eru
vel snyrtar. Sögusviðið er oft
á tíðum New York og lík-
lega mætti hafa kort við
höndina og fylgjast með
ferðum söguhetjanna upp
og niður Manhattan, svo ná-
kvæmlega er staðháttum
lýst. í bókunum kemur
einnig fram að Mary leitar
til fagfólks til þess að tryggja
að það sem um er fjallað sé
trúverðugt og oft fjallar hún
um málefni líðandi stundar.
Sem dæmi má nefna að hug-
myndin að bókinni The Cra-
dle Will Fall (Víðsjál er
vagga lífsins) kviknaði þegar
fyrsta glasabarnið fæddist í
Englandi.
Rithöfundur-
inn Mary er ekki
jjS sú eina í fjöl-
skyldunni sem
skrifar bækur.
Dóttir hennar,
Carol Higgins
Cark, er byrj-
uð að skrifa
spennusögur
eins og móðirin.
Carol er rithöfundur og leik-
kona. Hún hefur leikið í
sjónvarpi, kvikmyndum og á
leiksviði en auk þess vinnur
hún með móður sinni sem
aðstoðarmaður við gagna-
öflun og vinnur einnig marg-
víslega aðra undirbúnings-
vinnu fyrir hana þegar hún
er að skrifa bækur sínar.
Mæðgurnar vinna vel saman
og jafnframt hafa þær báðar
áunnið sér aðdáun bóka-
orma, sem gaman hafa af
spennusögum, jafnt í Banda-
ríkjunum sem annars staðar
í heiminum. Og svo má ekki
gleyma því að nokkrar af
bókum Mary hafa þegar
verið kvikmyndaðar og
meira að segja sýndar hér í
sjónvarpi.
Vikan 13