Vikan


Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 18
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Hafið þið einhvern tíma orðið vitni að eða tekið þátt í samræðum þar sem verið er að hneykslast á því að tiltekin kona sætti sig við nánast hvað sem er af hendi sambýlis- manns síns? Þær eru sennilega margar systurnar, mæðurnar og vin- konurnar sem hafa æst sig upp yfir því hvernig systirin, dóttirin eða vin- konan lætur troða á sér endalaust. Þegar ræðunni lík- ur enda flestar á því að fullyrða með spekingssvip að betra sé að vera einn en með annan eins vesaling í eft- irdragi. Þær sem aftur á móti dragn- ast með vesaling- ana svara því gjarnan til að hinar geti trútt um talað úr fílabeinsturni sinna ágætu sam- banda. Þær ein- faldlega viti ekki hvað sé að vera einn og maður sé manns gaman. n snýst málið í raun um einmanaleika 1 eða félagsþörf? Kon- ■ bindast yfirleitt nánari Hnáttuböndum en karl- íenn. Þær eru einnig dug- |egri við að sækja manna- lót, námskeið og menning- aruppákomur ýmiss konar. ^uk þess sinna konur fjöl- skyldum sínum yfirleitt Imeira en karlar svo spurn- lingin er eiginlega frekar sú jhvers vegna vilja þær bæta jumönnun sambýlis- eða eig- inmanns inn í þegar fullskip- [ aða dagskrá sína? Sjálfsvirðing og sjálfs- traust margra kvenna virðist hins vegar svo háð því að einhver karlmaður sé í aug- sýn einhvers staðar í nánasta umhverfi þeirra að jafnt valdamiklar konur á frama- braut sem og unglingsstúlk- ur að byrja lífið virðast leggja mikið upp úr að ein- hver maður sé hluti af lífi þeirra. Sumar ganga of langt í þessari viðleitni sinni og taka inn á sig karlmenn að því er virðist til þess eins að geta sagt maðurinn minn ífinu sagði þetta, maðurinn minn gerði hitt. Hræðsla þeirra við að vera einar tekur langt fram óttanum við að lifa við óhamingju og vesöld dag eftir dag. Þessar konur ættu að láta af barnaskapnum, lifa lífinu fyrir sjálfar sig og njóta þess sem aldrei fyrr. Hér koma nokkur góð ráð til að hafa í huga meðan á þroskaferlinum stendur. Fegurðin fölnar en heiin.sk- an varir að eilífu. Allar unglingsstúlkur velta mikið fyrir sér og hafa látlausar áhyggjur af útliti sínu. Frægur kvenlögfræðingur í Bandaríkjunum, Judy Sheindlin, sagði einhvern tíma að faðir hennar hefði bent henni á, þegar hún var á unglings aldri, að fegurð- in fölni en heimskan vari að eilífu. Hann sagði henni að menntun, þekking og forvitinn, sístarfandi hugur heillaði alla, alls staðar, alla tíð. Þess vegna segist hún alltaf hafa haft meiri áhyggjur af því að vera kölluð heimsk en ljót. Jafn- vel ofurfyrirsætur verða fyrrum fyrirsætur en sá sem heldur huganum ungum og persónuleikanum lifandi verður aldrei fyrrum eitt- hvað. Hann verður alltaf sami einstaki, stórskemmti- legi einstaklingurinn. Bygg- ið ykkur því upp innan frá. Ekki skríða þegar hægt er að fljúga. Ef kona hefur hæfileika til einhvers á hún að vera hreykin af honum og ekki vera hrædd við að segja frá honum og sýna hann. Konum hættir til að óttast að þær virki ekki nógu hógværar og því hafa þær tilhneigingu til að gera lítið úr eigin verðleikum. Þær eru hræddar um að karlmönnum finnist þær of sjálfstæðar og ekki nógu kvenlegar. Ein af fyrstu lex- íum sem flestar stúlkur læra er að þær eigi að vera svona en ekki hinsegin til að strákar verði skotnir í þeim. Enginn strákur líti við stúlku sem gangi með gleraugu, sé of feit eða ekki í réttu buxunum. Til að halda í kærasta verði hún að leyfa honum að ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.