Vikan - 20.07.1999, Page 46
Framhaldssagan
það út.
Hvers vegna gat hún ekki
látið hann í friði? Þessi
kvenmaður var greinilega
meira en lítið skrýtinn.
Er þetta Gena
McDermott?
Já.
Ég hringi fyrir hönd
Broadgay. Það er útgáfufyr-
irtæki sem sérhæfir sig í út-
gáfu á barnabókum.
Já, ég kannast við þetta
fyrirtæki.
Ég hringi til þess að segja
þér að við erum þessa dag-
ana með bókakynningu fyrir
verðandi foreldra. Þú og
maðurinn þinn hafið
kannski áhuga á að koma á
kynningu? Gestunum gefst
kostur á því að kaupa bækur
á niðursettu verði.
Ég veit ekki, sagði Gena
hikandi. Við höfum ekki ráð
á neinu þessa dagana,
þannig að ...
Það er engin skylda að
kaupa bækur og það verða
margar góðar bókagjafir,
sagði Viktoría lokkandi.
Þetta gerði útslagið.
Hvar og hvenær er kynn-
ingin? spurði Gena.
Rusty vann allan daginn,
sleppti matar- og kaffitímum
og og var kominn heim
klukkan korter yfir átta.
Halló, sagði Carol sem var
á leið út úr dyrunum.
Hvert ertu að fara? spurði
hann.
Út. Það vill svo til að það
er föstudagur. Það er
kjúklingur í ísskápnum ef þú
ert svangur.
Hann lagði sig á sófann og
teygði úr sér. Hvert ertu að
fara?
I keiluhöllina.
Með hverjum?
Nokkrum vinum mínum.
Hver ætlar að keyra ykk-
ur?
Pétur. Ég verð komin
heim í síðasta lagi klukkan
tólf. Pétur fær ekki að hafa
bílinn lengur.
Þögn.
Segðu eitthvað, sagði hún.
Ekki bara liggja þarna og
horfa í gegnum mig.
Hann nuddaði augun. Ég
er dauðþreyttur, sagði hann.
Hvar er Rae?
Hún er að vinna. Af
hverju spyrðu?
Ég bara spurði. Þið hafið
verið svo mikið saman und-
anfarna daga, þannig að ...
Það er vegna þess að við
erum að reyna að hafa uppi
á Bobby. Það er allt og
sumt.
Hafið þið haft heppnina
með ykkur?
Þögn.
Rusty! Hún leit á hann og
sá að hann var steinsofnað-
ur.
Venjulega voru helgarnar
annasamar á sjúkahúsinu og
það leit út fyrir að svo yrði
einnig þessa helgi. Það voru
ennþá tveir tímar þar til
klukkan yrði ellefu og hún
gæti farið heim.
En það var gott að hafa
nóg að gera. Þá hafði hún
ekki of mikinn tíma til þess
að brjóta heilann ... Hún fór
inn í kaffistofuna, fékk sér
kaffi í plastbolla og settist
við gluggann.
Kvöldið áður hafði lög-
reglumaðurinn gert hana
öskureiða en hún hafði
reynt að leyna því fyrir
Rusty á kaffihúsinu. Hann
hafði nóg á sinni könnu; það
var ekki nóg með það að
hann hefði áhyggjur af
Bobby, hann hafði líka
áhyggjur að Carol.
Hún rnundi hvernig hann
hafði haldið um höndina á
henni og hvernig hún hafði
dregið hana að sér.
Hvers vegna hafði hún
gert það?
Rusty hafði litið undrandi
á hana en ekkert sagt. Og
stuttu seinna hafði hann
komið auga á konuna sem
starði á þau. Rusty sagðist
vinna fyrir hana, en var eitt-
hvað á milli þeirra?
Ef svo var, þá kom henni
það ekkert við. Hún, sem
vildi ekki einu sinni leyfa
honum að halda í höndina á
sér!
Svo varð henni hugsað til
bílsins, blárrar Hondu, sem
hafði elt hana þegar hún var
á leið í vinnuna. Eða var
það bara ímyndun? Bíllinn
ók áfram þegar hún beygði
inn á bílastæðið við sjúkra-
húsið. Hún hafði tekið eftir
honum vegna þess að hún
átti sjálf Hondu og í hvert
sinn sem hún leit í baksýnis-
spegilinn var bíllinn á eftir
henni. Það var alla vega
ekki ímyndun!
Ja hérna, nú var hún aftur
farin að mála skrattann á
vegginn. Hún stundi, tæmdi
plastbollann og henti hon-
um í ruslakörfuna. Það var
kominn tími til þess að láta
sjá sig aftur á slysadeildinni.
Rae var dauðþreytt þegar
hún ók heim tveimur tímum
seinna. Það var gott að vita
til þess að hún átti frí þang-
að til á sunnudaginn.
Á gatnamótunum kom
hún að rauðu ljósi og brems-
aði. Ekkert gerðist. Bíllinn
hægði ekki á sér. Hún reyndi
aftur. Bremsurnar virkuðu
ekki!
Hún reyndi að hægja á sér
með því að gíra bílinn niður.
Annar gír, fyrsti gír ... Hrað-
inn var áfram sá sarni og
hún var að því komin að
keyra aftan á næsta bíl. Hún
horfði örvæntingarfull í
kringum sig. Vinstra megin
var önnur akrein, hægra
megin var almenningsgarð-
urinn. Hún beygði og bílinn
rann eftir gangstéttinni, ók á
miklum hraða inn í runna og
staðnæmdist þar. Rae lagðist
fram á stýrið. Hún skalf frá
hvirfli til ilja.
Viktoría lét leiðbeininga-
bókina, sem fylgdi með
Hondunni, inn í skápinn í
borðstofunni. Síðan fór hún
niður í leikherbergið og skil-
aði verkfærunum aftur í
verkfærakassann. Hún hafði
ekkert vit á bílum en þetta
hafði gengið eins og í sögu.
Hún hafði aðeins þurft að
stinga nokkur göt á kassa,
það var allt og sumt.
Hún fór upp í svefnher-
bergið, tók brúðuna úr
gluggakistunni og lagði hana
á rúmið. Ekki vera hrædd
Rósalía, sagði hún sefandi
röddu. Rusty kemur í veisl-
una, ég skal sjá til þess.
Allt í einu skaut minningu
upp í huga hennar, minn-
ingu um öll boðin sem hún
hafði næstum því rnisst af.
Hvað skyldu þau hafa hugs-
að ef þau hefðu vitað af
henni?
Hvert ertu að fara? spurði
mamma hennar þegar hún
fór í jakkann.
I boð. Krakkarnir í
klíkunni báðu mig að koma.
Kemur enginn að sækja
þig?
Hvað er að þér mamma,
þannig ganga hlutirnir ekki
fyrir sig lengur. Ég er
margoft búin að segja þér
það. Við hittumst öll á ein-
um stað og förum svo öll
samferða.
Hvar ætlið þið að hittast?
46 Vikan