Vikan - 20.07.1999, Side 48
Við erum svo mikil
Bókmennta
þjóð!
s
Ui
Höfundur:
María Solveig
Héðinsdóttir
érhver íslendingur veit að
við íslendingar erum svo
mikil bókmenntaþjóð. Við
erum bara alltaf lesandi og það
engin smá bókmenntaverk.
Nóbelsskáldið okkar, fleiri inn-
lendir og erlendir höfundar
liggja á náttborðinu hjá sér-
hverju okkar, auk þess sem þar
er að finna lesningu um okkar
sérfag. Nýjustu bækurnar um
gang himintunglanna, siglingar,
eðlisfræði, rökhugsun, eða bara
þau fræði sem við höfum mest-
an áhuga á, liggja svo í nettum
stafla við hliðina á fagurbók-
menntunum. Já, við erum svo
sannarlega bókmenntaþjóð. Og þeir sem hvorki
hafa svona stafla á náttborðinu sínu né lesa svona
merkilegar bækur hafa nú bara hljótt um sig. Það er
nefnilega dálítið skammarlegt að vera íslendingur
og lesa ekki neitt af svona góðum bókum. Við tölum
reyndar ekki hátt um það að við lesum stundum
bara svona „lélegar“ bækur, glæpasögur eða kannski
ástarsögur. Það er nefnilega ekkert svo fínt og
merkilegt að lesa þannig bækur og þess vegna tölum
við ekkert um það. Svo eru það blessuð tímaritin.
Það eru nú meiri ósköpin sem gefin eru út af svo-
leiðis nokkru. Og það er varla nokkur maður sem
les þetta - eða hvað? Svo virðist sem fæstir lesi tíma-
ritin eða hafi nokkurn áhuga fyrir þeim. En „viti
mýs“ (eins og segir í frægu bókmenntaverki) þegar
innihald tímaritanna ber á góma finnst mér nú ansi
margir vera vel viðræðuhæfir. Og þá gerist þetta
skrýtna hjá mörgum. Þeir fara að afsaka það að
þeir lesi svona „skráargatablöð“ eða „lágmenning-
arblöð“ - það var bara algjör tilviljun að viðkom-
andi sá eða frétti af innihaldi blaðsins. Ég verð að
viðurkenna að mér finnst alveg svakalega gaman að
lesa og glugga í tímarit. Fátt er eins notalegt og að
setjast með gott (nú eða þá lélegt) tímarit (t.d. á
bókakaffið hjá Máli og menningu) og fá sér einn
góðan espresso. Svo er form tímaritanna einnig
hentugt fyrir þá sem hafa lítinn tíma, maður getur
lesið svona eina og eina grein í þeirri röð sem manni
hentar og skutlað svo blaðinu til hliðar þegar önnur
verkefni krefjast athyglinnar hjá okkur. „Lélegu
bækurnar" rata líka á náttborðið mitt og mér finnst
þær alveg þrælgóðar. Að mínu mati er lestur ekki
svo merkilegur að maður verði að setja sig í ein-
hverjar sérstakar hátíðar- eða fagstellingar til að
taka sér bók í hönd. Það er fínt að lesa og ég er
hlynnt því að fólk lesi bara hvað sem er og sé ekkert
að afsaka það.
Það er reyndar talsvert eftirsóknarvert í lífsins
ólgu sjó að geta lesið hratt og vel, og ekki spillir fyr-
ir ef maður nýtur lestrarins. Allt er þetta spurning
um þjálfun. Samkvæmt nýjustu rannsóknum les
bókmenntaþjóðin víst heldur lítið og fer þeim sífellt
fjölgandi sem fara á mis við það að lesa góðar eða
slæmar bækur sér til skemmtunar, fróðleiks og ynd-
isauka. En það er alltaf hægt að taka þráðinn upp á
nýjan leik, fara jafnvel á hraðlestrarnámskeið og
hakka svo í sig allt lesefni sem maður kemst yfir.
Rúsínan í pysluendanum gæti svo verið að lesa upp-
hátt fyrir börnin okkar eða barnabörnin og á þeim
lestri græða allir.
48 Vikan