Vikan - 20.07.1999, Side 51
Hverju svarar lœknirinn ?
Ör hjartsláttur
Ágæti Þorsteinn,
Ég er ung kona, nýkomin
á þrítugsaldurinn. Ég hef
verið í vandræðum með
hjartsláttinn í mér undan-
farna mánuði. Oft rýkur
púlsinn upp í 100-110 slög á
mínútu án nokkurrar
áreynslu og stundum vakna
ég svona. Eins finn ég oft
einhvers konar titring í
hjartanu við sláttinn (þetta
kemur þó ekki þegar sláttur-
inn er hraður, heldur eðli-
legur eða um 65 á mínútu.
Nú er ég í ágætu formi, geng
mikið og stunda líkamsrækt.
Ég hef gefið blóð án nokk-
urra vandkvæða, en nú þori
ég það ekki lengur. Hvað
getur þetta verið og hvað á
ég að gera?
Blóðgjafi.
skyndilega án fyrri sögu,
mæli ég eindregið með því
að leitað sé læknis. Læknir
tekur hjartarit, til að skoða
rafleiðni í hjartanu en það
gefur til kynna hvort eitt-
hvað sjúklegt sé að baki
hraða hjartslættinum eða
ekki, og síðan tekur læknir-
inn blóðprufu til að skoða
blóðmagn, þ.e. magn blóð-
rauðans í blóðinu, skjald-
kirtilshormón og blóðsöltin.
Konur, og duglegir blóðgjaf-
ar eins og þú, geta lent í því
að vera blóðlitlar og þá
örvandi á líkamann eða
framkallar hjartsláttinn.
Koffín er ein algengasta or-
sökin fyrir hröðum
hjartslætti. Auðvitað verður
þú að hætta að reykja ef þú
reykir. Þú átt síðan að
hreyfa þig reglulega og
stunda reglulega slökun.
Slökun róar niður ósjálfráða
taugakerfið sem aftur dreg-
ur úr líkum á hjartsláttar-
köstum. Mjög gott er að
stunda jóga reglulega. Ég
ræð reyndar öllum sem ætla
að stunda jóga að fara á
I
Þorstcinn N jálsson liciniilislæknir
sláttarkasta, sérstaklega ef
köstin koma óþægilega oft
og einstaklingurinn verður
mjög óttasleginn. Það er
e.t.v. umhugsunarvert fyrir
þig og kannski lærdómsríkt
að oft er jafnáhrifaríkt að
taka róandi lyf og hjartalyf
til að draga úr hjartsláttar-
köstum. Hvers vegna þá
ekki að draga úr spennu og
fara að slaka svolítið á? Það
er svo miklu skemmtilegra
að lifa lífinu þannig.
Sœl
Hjartsláttartruflanir,
óreglulegur hjartsláttur eða
hjartsláttarköst eru algeng
vandamál sem geta verið allt
frá því að vera algjörlega
skaðlaust fyrirbæri út í það
að vera lífshættulegt ástand.
Langalgengast er að um sak-
laust fyrirbæri sé að ræða
tengt álagi, innri spennu og
vanlíðan. Þá færðu skyndi-
lega hraðan hjartslátt sem
getur staðið í sekúndur, mín-
útur eða nokkrar klukku-
stundir og hverfur jafnhratt
og hann kom. Þetta er
óþægilegt (mjög) en er
langoftast góðkynja og
þarfnast í sjálfu sér ekki
meðferðar með lyfjum. Síð-
an eru til hjartsláttaróregla
sem tengist alvarlegum
hjartasjúkdómum og margir
hjartasjúklingar þurfa að
vera undir læknishendi.
Þegar einstaklingar eins
og þú fá hjartsláttarköst
færðu auðveldlega hraðan
hjartslátt við álag eins og
áreynslu eða spennu. Skjald-
kirtilssjúkdómar geta líka
valdið óreglu á hjartslætti og
hjartsláttarköstum.
Ef síðan allar rannsóknir
eru eðlilegar þá er skynsam-
legast að beita almennum
lífsstílsráðleggingum til að
draga úr einkennum og
muna að þetta er ekki
hættulegt. Það er hægt að
gera heilmargt í málunum ef
þú bara manst að orsökin er
oftast álag og streita. Auð-
vitað byrjar þú á því að losa
þig við koffín s.s; kaffi, svart
te, gosdrykki og annað sem
þú verður vör við að virkar
byrjendanámskeið sem
margar jógastöðvar eru
með, þannig lærið þið að
gera æfingarnar, öndunina
og slökunina rétt. Ein jóga-
stöð á höfuðborgarsvæðinu
hefur sérhæft sig í jóga sér-
staklega fyrir einstaklinga
sem haldnir eru kvíða og
spennu og hef ég séð frá-
bæran árangur af því.
Sumum virðist gagnast að
taka kalk- og magnesíum-
bætiefni og þá á bilinu 1-
2000 milligrömm af hvoru á
dag fyrir svefn. Einnig virð-
ist mega prófa co-ensím Q
og L-carnitin.
Læknar ávísa oft lyfjum
til að draga úr tíðni hjart-
Það á hins vegar alltaf að
sýna gætni, sérstaklega ef
hraður eða óreglulegur
hjartsláttur stendur lengur
en nokkrar klukkustundir í
senn og mæði eða brjóst-
verkur fylgir, þá er sjálfsagt
að leita læknis.
Gangi þér vel
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „Hverju
svarar læknirinn?“
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öll
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
Netfang: vikan@frodi.is