Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 2

Vikan - 30.07.1999, Side 2
Texti: Hrund Hauksdóttir Myndir: Baldur Bragason Hún málar ástina Fallegar, fleygar setningar gefa tóninn Linda Eyjólfsdóttir er 36 ára mynd- listamaður sem hefur um árabil fengist við málun og vakið athygli fyrir mjög skemmtileg verk. Hún út- skrifaðist frá Myndlista- og handíða- skólanum árið 1987 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða sem tengjast listgrein hennar. „Sólarupprás ástarinnar.“ Margir leita til Lindu þegar gefa á mál- verk í brúðargjöf eða við önnur sérstök tilefni. Slík málverk bera þá nöfn sem hæfa bæði myndinni og tilefninu. Dæmi um þess háttar nafngiftir eru: Sólarupp- rás ástarinnar og Avextir ástarinnar. Auk þess að mála hefur Linda einnig gert töluvert af því að skrautskrifa fyrir ýmsa aðila og hanna tækifæriskort sem hún myndskreytir og lætur fallegar, fleygar setningar gefa tóninn. Verk Lindu fást meðal annars í Gallerí List í Skip- holti og einnig er hún með vatnslitamyndir í Gallerí Fold. Áhugasamir kaupendur hafa oft samband við hana milli- liðalaust og eru þá með sér- stakar óskir um myndefni en Lindu finnst ávallt spennandi að vinna myndir eftir persónu- legri beiðni. 2 Vikan Þetta verk heitir „Ávextir Ástarinnar“ en ávextir eru jafnan táknrænir fyrir rækt- un og fr jóssenii. Þessi niynd sem sýnir regn- bogann streyma frá höfði konunn- ar ber hið við- eigandi heiti „Frelsi“. Hún er hrifnust af akrýlmálningu en vinnur líka mikið með vatnsliti og blek. Myndir Lindu einkennast öðru fremur af sterkum og hrein- um litum og hún blandar gjarnan ýmsum efnum saman við málninguna. Linda segist blanda ýmist glersalla, steinum eða sandi út í málninguna en með því móti skapast óvenjuleg en jafnframt skemmtileg áferð. Myndefni hennar eru aðallega sérstæðar og áhrifamikl- ar myndir af fólki en einnig rnálar hún ávexti og blóm. Viðfangsefni hennar er oft á tíðum ástin og því hefur hún málað margar, magnaðar myndir af ástföngnu fólki.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.