Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 10

Vikan - 30.07.1999, Side 10
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Alkóhólismi kvenna Það er alkóhólisti í hverri einustu fjölskyldu, ef ekki náinn fjölskyldumeðlimur þá tengdur fjölskyld- unni á einhvern hátt. Þessi fullyrðing var inngangspunktur í erindi fulltrúa AA samtakanna á kynning- arfundi samtakanna í unglingaskóla hér í bæ fyrir tuttugu árum. Fullyrðingin hneykslaði marga og mikið var rifist um það á göngum skólans lengi á eftir hvort hún væri rétt. Hluti ungiinganna kepptist við að bera það af sér að alkóhólismi tengdist fjölskyldu þeirra á nokkurn hátt en aðrir börðust við að sanna fullyrðinguna með því að tíunda tengsl sem á stundum voru frekar langsótt. Líklega myndu svipuð orð ekki vekja svo mikla hneykslan og úlfúð í dag. Þekking á sjúkdómnum alkóhólisma er mun meiri en var þótt menn hafi enn tilhneigingu til að skilgreina þá eina alkóhólista sem misst hafa alla stjórn á lífi sínu vegna vímunnar. 10 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.