Vikan


Vikan - 30.07.1999, Page 11

Vikan - 30.07.1999, Page 11
aroline Knapp, bandarískur blaða- maður, er ein þeirra sem afsannar að alkóhólista geti ekki verið að finna meðal þeirra sem njóta mik- illar velgengni. Hún skrifaði fyrir nokkrum árum sjálfsævisögulega bók sem hún kallar Ástarsögu (A Love Story). Sagan tengist þó ekki neinum karlmanni eða samskiptum við hann heldur fjallar hún um ástar- ævintýri Caroline og flösk- unnar. Hún segir söguna vera um ástríðu, ánægju, djúpstæða þörf, losta, ótta, þrá og tilfinningalegt hung- ur, um það að kveðja það sem maður getur ekki hugs- að sér að vera án. Hún bendir einnig á að líkt og í öðrum ástríðufullum ástar- samböndum sé ástin blind. Gallana á sambandinu megi auðveldlega leiða hjá sér. Caroline var það sem hún sjálf kallar mjög „vel aðlag- aður alkóhólisti". Hún út- skrifaðist úr háskóla með láði, hlaut verðlaun fyrir verkefni sem hún vann, varð dálkahöfundur hjá virtum tímaritum og dagblöðum og skrifaði bók sem seldist vel. Á meðan hún afrekaði allt þetta var hún dagdrykkju- kona. Dagdrykkjukona sem leyndi drykkjunni svo vel að aðeins sárafáir höfðu hug- mynd um að hún drykki ótæpilega. Þegar Caroline fór í meðferð sagði hún samstarfsmönnum sínum að hún ætlaði að dvelja á hress- ingarhæli í tvær vikur. Eng- inn sá ástæðu til að rengja hana. Tjaldið látið falla í bókinni segir Caroline frá mörgum kunningjum og vinum sem sömu sögu var af að segja. Fólk sem sinnti ábyrgðarmiklum störfum, lauk erfiðu námi með glans en drakk allan tímann í laumi og vaknaði með slæma timburmenn á hverj- um morgni. Það kvaldi sig gegnum vinnudaginn þrátt fyrir slæman hausverk, skjálfta í höndum og hræði- lega vanlíðan. Þetta gat það vegna þess að það lofaði sjálfu sér drykk í lok vinnu- dagsins. Caroline lýsir ágæt- lega hvernig líf hennar sner- ist að meira og minna leyti um að leyna drykkjunni. Hún drakk ekki til að gleðj- ast með glöðum eða njóta lífsins í góðra vina hópi. Hennar fyrsta fyllerí var stefnumót við flösku sem hún stal frá foreldrum sínum og naut ein uppi í herbergi sínu. Flöskuna faldi hún og kom undan í felum. Annar blaðamaður, Nan Roberts- son, skrifaði einnig bók um reynslu sína af alkóhólisma og hún lýsir þessu á líkan hátt. Eiginmaður hennar lýsti drykkju hennar svona: „Þegar Nan drekkur fer hún inn í einhverja litla kytru í huga sínum og dregur fyrir alla glugga." Drykkjumynstur af þessu tagi er ekki eingöngu bund- ið við konur. Margir karl- menn hafa sömu drykkjusiði en staðreyndin er hins vegar sú að yfirleitt fylgir meiri þjóðfélagsleg fordæming drykkju kvenna og þær ganga oft mun lengra í að leyna drykkjunni. Af þeim sökum viðgengst drykkja þeirra einnig lengur. Þetta kallar Caroline að vera á fyrsta stigi og miðstigi alkó- hólisma. Caroline Knapp lýsir því í Ástarsögu hvernig vinnan og að standa sig þar var henni svo mikilvægt að hún vann hversu illa sem hún var á sig komin eftir drykkjunótt. Svo lengi sem hún stóð sig í vinnunni var hún tæplega alkóhólisti eða hvað? Ástarsambönd henn- ar við karlmenn og sam- skipti við aðra voru yfirleitt lituð af drykkjunni. Vinkon- ur voru drykkjukonur sem voru lengra komnar á sjúk- dómsferlinum og yfirleitt valdi hún að eiga í sam- böndum við karlmenn sem ekki voru tilbúnir til að leggja á sig nema takmarkaðar skuld- bindingar gagnvart öðrum. Drykkjukonur á lokastigi alkóhól- isma hafa jafnt og karlar gefið upp á bátinn alla fordild. Víman er það eina sem skiptir máli og hvort og hvenær einhver sér þær láta þær sér í léttu rúmi liggja. George Mc- Govern, fyrrum öld- ungadeildarþing- maður og forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, lýs- ir lífi Terryar dóttur sinnar í samnefndri bók. Terry var alkó- hólisti og varð úti vetrarkvöld eitt í Madisonborg á leið heim til sín eftir drykkju- kvöld. Hún sofnaði út af í snjónum og fannst helfrosin daginn eftir ekki langt frá staðnum þar sem vinur hennar hafði mætt sömu ör- lögum nokkrum árum áður. Terry var aðeins fjörutíu og fimm ára þegar hún dó. Ge- orge segir frá þeirri undar- legu tilviljun að nokkru áður hafi þau hjónin farið með þessari dóttur sinni að staðnum þar sem vinur hennar fannst og lagt þar rósir í minningu hans. Sektarkennd, iðrun og umburðarlyndi George reynir að gera upp stormasamt líf þessa barns síns í bókinni. Hann segist í dag ásaka sjálfan sig fyrir að hafa dregið sig mikið út úr lífi hennar í þeim tilgangi að neyða hana frekar til að takast á við vandann. Hann iðrast þess að hafa ekki sýnt meira umburðarlyndi og segist hafa viljað sýna henni betur að hann hataði alkó- hólismann en elskaði sjúk- linginn (hate the alcoholism - but love the victim). Þessi orð eru hans eigin útgáfa af gömlum enskum málshætti: „Hataðu syndina en elskaðu syndarann." Hann segir athyglisverða sögu af því þegar Terry bjó eitt sinn hjá Susan eldri syst- ur sinni. Mikill tími fór í það hjá Terry að velta sér upp úr æsku sinni og atburðum sem höfðu sært hana illa sem Caroline Knapp skrifaði bók um ást- arævintýri sitt og tlöskunnar. Vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.