Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 15

Vikan - 30.07.1999, Side 15
Við restaurant REYKJAVÍK í Prag. Þórir eigandi og Þórunn kórstjóri umvafin inettum kórkrökkuni. Valkyrjur í v íking. ir allan hópinn fyrir 2000 kr. ís- lenskar. En jafnframt á Prag sér skuggahliðar stórborgar þar sem fátækt kaliar á glæpi og vasaþjófnaðir á þéttsetnum göt- um og torgum tóku sinn toll af okkur eins og fjölmörgum öðr- um ferðalöngum. En allt gleymdist það á siglingu um Moldá, gönguferðum um Karlsbrúna og gömlu miðborg- ina þar sem tugir höggmynda prýða að því er virðist hvern mögulegan stað. Þau tíðindi bárust að úr hópi þátttakenda hátíðarinnar yrði valinn einn fulltrúi til að koma fram í vinsælasta þætti tékk- neska sjónvarpsins og varð Skólakór Kársness fyrir valinu. Var almenn hamingja með þessa upphefð a.m.k. þar til í ljós kom að um var að ræða beina útsendingu í morgunþætti sem hófst kl. 7.00. Með undir- búning í huga, svo sem stillingu ljósa, förðun, raddupphitun o.fl. voru vekjaraklukkur stilltar á fjögur og nú var flugan hissa, því allir kórmeðlimir, 55 að tölu, voru sofnaðir kl. 9.00 kvöldinu áður til að vera vel upplagðir í sjónvarpinu. Þetta var því líkast að um atvinnumannakór væri að ræða en ekki skólakór 10 -16 ára ungmenna. Það var stolt fluga á vegg í anddyri hótelsins óljóst hversu lengi það tæki okkur að komast yfir landa- mærin. Og ég sem fluga á vegg verð ég að segja að tónleikarnir tókust stórkostlega vel og er þá ekkert verið að gefa afslátt eftir 8 tíma ferðalag. Það grétu að vísu ekki eins margar gamlar konur, en pennavinum kórsins fjölgaði verulega. Sæl og glöð lögðum við upp í lokaáfangann til Prag með lögreglufylgd já, og hóp veifandi unglinga, tvær löd- ur, einn skódi og nærbuxnablár Volga station leigubíll. Til Prag var komið snemma um nótt og farið á lítið hótel með stóru nafni. Vestrænar dekurdúfur gátu séð ýmislegt að aðbúnaðinum þar á bæ, en þó var það nokkuð hreinlegt og eftir hryllingssögur annars kórs, sem var í Prag um Iíkt leiti, þar sem rottur iðkuðu gönguferðir um gluggakistur herbergjanna, þótti okkur vistin hin frambæri- legasta. En nóg um það. í Prag tók kórinn þátt í fjölþjóðlegu móti ungmenna þar sem tónlist- arfólk víða að úr heiminum flutti list sinna heimalanda und- ir heiti hátíðarinnar „Childrens festival of tolerance", sem hef- ur það að markmiði að auka skilning milli barna ólíkra þjóð- félagshópa. Prag er annars eins og lista- verkasafn sem lætur engan ósnortinn og verðlag er með ólíkindum lágt fyrir okkur ís- lendinga sem keyptum brauð, ávaxtasafa, pylsur og jógúrt fyr- sem horfði á morgunþáttinn ásamt innfæddum og mikið varð hún hissa þegar kórstjór- inn og stúlka úr kórnum svör- uðu spurningum um land og þjóð á tékknesku (hljóðsett). Eftir eril morgunsins var stefnan sett á Austurríki í afslöppun við Zell am See sem virtist kærkomin hvíld eftir tón- leika daglega samfellt í viku. Niðurstöðum ferðarinnar má helst lýsa með setningu úr sjón- varpsviðtalinu við stúlkuna úr Kársnesskórnum. Setningu sem greiptist í hugann eftir þessa ferð „Við á íslandi erum svo lánsöm að vera rík þjóð“ og flugan bætir við „af kórum sem þessum“ Kenningin er því sú að „velheppnaðar söngferðir" hafi þrátt fyrir allt fullt gildi. Vikan 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.