Vikan


Vikan - 30.07.1999, Síða 16

Vikan - 30.07.1999, Síða 16
Hefurðu staðið í biðröð þar sem tveir eða þrír eru að tala í GSM- símann sinn með- an þeir bíða? Eða kannski setið í bíó manni sem notar hléið til að merkja við ískipu- leggjarnann sinn? Fannst þér það hallærislegt eða bara eðlilegur hluti af tilver- unni? daginn. Auk þess að þurfa að svara símtölum hvar og hvenær sem er hleypur það milli funda, fyllir út skipu- leggjara af ýmsu tagi og rembist við að halda fyrirfram ákveðna tímaáætlun sem engan veginn stenst vegna þess hversu þétt verkefnunum er raðað á hana. Margir kvarta og kveina yfir álaginu en sætta sig þó við ástandið á þeim for- sendum að þetta sé fylgifiskur þess að komast áfram í lífinu og það verði bara að hafa það! Sem sagt; streita er orðin viðurkenndur þáttur af tilver- unni og fæstir gera sér grein fyrir hversu hættuleg hún get- ur reynst okkur þegar til lengdar lætur. Ör hjartsláttur, sviti, titr- andi hendur og óþægindatil- finning yfir öllu því sem þú átt eftir að gera eru algeng- ustu byrjunareinkenni streitu. Ef þú átt vanda til fá þessi einkenni ættir þú að hugsa þig tvisvar um. Það er mjög hættulegt að vera þjakaður af streitu langtímum saman og þú verður að velja um tvo kosti; annað hvort að minnka álagið eða læra að lifa með álaginu en án streitunnar. Það er vel hægt að læra að lifa rólegu lífi í hraða nútímans. Það er ástæðu- laust að æsa sig yfir því sem maður get- ur ekki breytt. Lærðu að draga andann djúpt og slaka á öxlunum. Það er meira virði að þú slakir á en að ókunn- ugir nái í þig þegar þeim hentar. Öll áföll og áreiti hafa áhrif á líkama þinn og sál, sama hvort um er að ræða stóran jarðskjálfta eða langa biðröð við gatnamótin. Taugakerfið bregst við áreiti og ýmis ósjálfráð viðbrögð gera vart við sig. Hjartslátturinn eykst, sjá- öldrin í augunum stækka, meltingin raskast, blóðflæðið til vöðva og hjarta eykst en minnkar til húðarinnar og þarmanna svo eitthvað sé nefnt. Sumir svitna og lifrin eykur sykurframleiðslu til að gefa þér aukna orku. Öll við- brögð líkmans miða að því að þú getir brugðist hratt og örugglega við þar sem líkami þinn vill að þú lifir af þá hættu sem hann skynjar. Flestum finnst ekkert athugavert við það þótt fólk tali í GSM-sím- ann sinn á almannafæri lengur. Fyrir tíu árum var enginn með GSM- síma og það er vafamál hvort nokkrum manni líður betur við til- komu þeirra. Stór hluti þess fólks sem stundar við- skipti eða selur þjónustu af einhverju tagi gengur með slíka síma á sér allan 16 Vikan Texti; Jóhanna Harðardóttir

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.