Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 23

Vikan - 30.07.1999, Side 23
frameftir og þig lystir. Pú getur borðað morgun- matinn í Ijóta, margþvegna, íþróttagallanum þínum sem er fimm númerum of stór. Enginn karlmaður myndi þola þá sjón. Þú getur setið eins lengi yfir morgunkaff- inu og þér sýnist og lesið dagblaðið án þess að þurfa að deila því með öðrum. Líf án tengdamömmu Eitt af því allra besta við einlífið er að því fylgir engin tengdamamma. Heyrir þú ekki í anda sykursæta, en jafnframt ógnandi röddina segja: Þú hugsar nú vel um drenginn minn, er það ekki? Auðvitað, segir þú brosandi og undirgefin þótt þig langi mest til þess að slá hana í hausinn með pönninni sem þú stendur kófsveitt yfir. Það er ekkert grín að fá tengdaforeldrana í heimsókn og neyðast til þess að leika hlutverk hinnar fullkomnu húsmóður þegar þig dauð- langar að vera með vinum þínum uppi í sumarbústað. Það er heldur ekki auðvelt að kyngja athugasemdum um litinn á veggjunum í stof- unni og hvað það er leiðin- legt að þið ætlið ekki að verja jólunum með þeim í ár. Einhleyp kona kemst hjá því að hlusta á illa duldar at- hugasemdir sem segja henni hátt og skýrt að tengda- mömmu finnist þú alls ekki nógu góður kvenkostur fyrir þennan einstaka son hennar. Svo ekki sé talað um sögurn- ar af fyrrverandi kærustunni hans sem var greinilega gull af manni. Áhyggjulaust einlífi Einhleyp kona kemst hjá því að vera kennd við Pétur eða Pál. Það er talað til hennar í annarri persónu eintölu. Hún getur haft sínar eigin skoðanir í friði. Hún er ekki sá aðili sem botnar setningarnar fyrir hinn Það er bláköld stað- reynd að jafnvel ham- ingjusömustu hjónabönd geta endað með ósköp um. Konan sem býr ein losnar við alvarlegustu áhyggjurnar: Að vera skipt út fyrir yngri konu. Hún situr ekki heima með hjartað í háls- inum meðan hann vinnur yf- irvinnu með flotta, unga einkaritaranum. Einhleyp kona þarf ekki að hafa ábyggjur af því að börnin hans úr fyrra hjónabandi ákveði að flytja til hans. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af séreignum og kaupmálum. Og satt að segja hefur hún engar áhyggjur af háum skilnaðartölum. Það þýðir að fleiri karlmenn eru á markaðnum og það er jú stór kostur ef einhleypa kon- an kemst að þeirri niður- stöðu einn góðan veðurdag að hjónaband sé auð- veldara en einlífi. Gott og vel. Við erum alla vega bún- ar að láta ykkur vita af öllu því góða sem þið missið af ef þið skylduð velja þann kost- inn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.