Vikan


Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 45
Eftir Gloriu Murpliy. Þórunn Stefánsdóttir pýddi. við Rósalíu? Rusty stóð upp og gekk að dyrunum. Rae fylgdi á eftir honum. Við erum að skipuleggja bekkjarmót, sagði hann. Við tvö fengum það hlutverk að hafa uppi á gömlu félögunum. Það getur varla verið auð- velt, sagði Agnes vingjarn- lega og lokaði á eftir þeim. Af hverju sagðir þú henni ekki sannleikann? spurði Rae um leið og þau voru komin út úr dyrunum. Ég vildi ekki valda henni áhyggjum. Hún var að ljúga, sagði Rae ákveðin. Hún laug því að hún hafi lítið sem ekkert þekkt Rósalíu. Sástu ekki myndirnar? Rusty hristi höfuðið. Ég sá þær, sagði hún sigri hrósandi. Veggirnir voru þaktir myndum af lítilli stelpu. A sumum þeirra var hún ein, á öðrum þeirra var hún með karlmanni. Stelpan er Rósalía og ég geri ráð fyr- ir því að maðurinn sé pabbi hennar. Já, og hvað með það? Það veggfóðrar enginn heima hjá sér með myndum af fólki sem það þekkir varla! Rusty mætti í vinnuna eldsnemma á mánudags- morgninum. Tveir dagar í viðbót og þá yrði þetta bölv- aða leikherbergi loksins til- búið. Þau Rae höfðu setið til klukkan tvö um nóttina án þess að komast að neinni niðurstöðu. Þau höfðu líka talað um Rósalíu en Rusty var enn þeirrar skoðunar að hún gæti ómögulega verið flækt í það sem var að gerast í kringum þau. Ef Agnes Mills vill ekki segja okkur sannleikann þá er það líklega vegna þess að Salino - fjölskyldan skiptir hana meira máli en hún vill viðurkenna. Og það er hennar mál. Viltu kaffi? Honum brá. Viktoría stóð með bolla í annarri hendi og bréfpoka í hinni. Já takk, sagði hann kurt- eislega og tók við bollanum. Það virðist ekki liggja sér- staklega vel á þér í dag, sagði Viktoría vingjarnlega. Ég er bara svolítið þreytt- ur. Ég skil. Hún opnaði bréf- pokann. Of þreyttur til þess að hjálpa mér svolítið? Það fer eftir því hvað það er. Hún tók þrjú teppasýnis- horn upp úr pokanum. Þau voru öll af sömu gerð en mismunandi á litinn. Brúnt, blátt og grænt. Hvað finnst þér fallegast? Fyrir þetta herbergi? Hún kinkaði kolli. Þetta er nú ekki mfn sterka hlið. Systir mín segir að annað hvort sé ég lit- blindur eða hafi alveg sér- staklega slæman smekk. Áttu systur? Já. Hún heitir Carol. Hún hringdi hingað um daginn. Viktoría kinkaði kolli. Það er líklega betra að þú veljir litinn sjálf, lagði hann til. Nei, gerðu það, segðu mér hvaða litur þér þykir falleg- astur. Mér finnst þeir allir jafn- fallegir. Gerðu það Rusty! Hann stundi. Gott og vel. Hann benti á brúna litinn. Þessi. Fínt, þá tek ég hann. Ég fæ ekki séð að það skipti máli hvaða litur mér þykir fallegastur. Þetta er þitt herbergi. En þú ert búinn að gera það upp fyrir mig og valið allt annað. Hvers vegna þá ekki líka teppið? Get ég fengið að tala við Kagan lögmann? Hvern má ég kynna? Ég vil helst ekki gefa upp nafnið mitt að svo stöddu. Ritarinn hringdi inn til Brads. Það er kona í síman- um sem vill ekki segja til nafns. Þú ert kannski búinn að krækja þér í stóran kúnna? Ekki ef Henry frændi fær einhverju ráðið. Gott og vel, gefðu mér samband við hana. Er þetta Kagan lögmað- ur? Ég þarf á duglegum lög- manni að halda og mér var ráðlagt að hafa samband við þíg- Brad hallaði sér fram á borðið. Þetta var í fyrsta sinn sem einhver mælti með honum! Henry frændi skyldi sko ekki fá að eyðileggja þetta fyrir honum. Ég skil, sagði hann. Látum okkur sjá, ég á lausan tíma á morg- un eftir hádegi. Sannleikur- inn var sá að hann hafði ekkert annað en lausan tíma þegar hann var ekki að vinna pappírsvinnu fyrir frænda sinn. Ég er hrædd um að ég komist ekki til þín, sagði konan lágri röddu. Ég vil helst ekki að neinn sjái mig, ekki fyrr en ég hef fengið lagalega aðstoð. Það er sjálfsagt að ég komi til þín, sagði Brad. Mér þætti vænt um það. Er þér sama þótt þú komir annað kvöld? Því minna Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.