Vikan


Vikan - 30.07.1999, Síða 46

Vikan - 30.07.1999, Síða 46
sem nágrannarnir sjá, því betra. Ég er í mjög slæmum málum, ég hef aldrei verið svona hrædd á ævi minni. Segðu mér nafnið þitt og heimilisfangið, sagði Brad róandi. Við björgum þessu. Finnst þér verra að ég komi í kvöld? Þegar samtalinu lauk hall- aði hann sér aftur í stólnum. Fyrsta alvörumálið hans! Og ef honum skjátlaðist ekki var þetta hvorki meira né minna en morðmál! Bingó!!! Viktoría var svo ánægð að hún gat varla hamið sig. Hún hljóp inn í herbergið og að náttborðinu, tók fram svörtu bókina, fann blaðsíð- una sem var merkt Brad og gerði kross við nafnið hans. Okkur tókst það, Rósalía! Hún leit sigri hrósandi á brúðuna sem sat á glugga- kistunni. Hún hafði fundið þau öll. Nema Elanie, en hún var svo gott sem gengin í gildr- una. Já, og Rusty. Hún hristi höfuðið. Hún hafði haft óþarfa áhyggjur. Carol var þá systir hans eftir allt sam- an! En hún hafði líka séð hann með hinni konunni. Jæja, það skipti ekki lengur máli. Hún var búin að gera nýja áætlun og Rusty skyldi fá að borga eins og hinir. Viktoría greip um hendur brúðunnar, lokaði augunum og sá fyrir sér leikherbergið. Hvernig verður leikher- bergið þegar það er tilbúið, pabbi? Pabbi hennar lagðist við hliðina á henni í rúminu og strauk yfir hárið á henni. Stórt og fallegt og fullt af leikföngum, sagði hann. Má ég halda veislur þar? Segðu já, pabbi, gerðu það! Allt sem þú vilt, prinsessa, sagði hann. Og mamma og Agnes frænka mega ekki koma inn í leikherbergið mitt! Bara við tvö! Við getum meira að segja átt heima þar pabbi. Bara við tvö! Hann brosti blíðlega til hennar. Þær mega nú kíkja inn svona við og við. Hún kinkaði kolli og hann fór fram úr rúminu og breiddi sængina yfir hana. Góða nótt, prinsessa. Hann kyssti hana á ennið. Og nú var Rusty búinn að gera upp leikherbergið, al- veg eins og pabbi hennar hefði gert hefði hann lifað. Ég elska þig pabbi, hvíslaði hún. Klukkan var rúmlega fimm þegar Brad skilaði bókabunka á bókasafn lög- mannsstofunnar. Ég sé að Henry frændi lætur þig ekki sitja aðgerð- arlausan, sagði Sara, ritar- inn, sem var að tygja sig til heimferðar. Brad gretti sig og hún fór með honum inn á bókasafn- ið. Hver var það sem vildi ekki gefa upp nafnið sitt? Skjólstæðingur sem var ráðlagt að hafa samband við mig. Það lítur út fyrir að það sé eitthvað stórt. Til hamingju! Viltu að ég útbúi möppu fyrir málið? Það má bíða til morguns. Brad mundi allt í einu eftir svolitlu. Sandra, viltu gera mér greiða áður en þú ferð? Finndu fyrir mig möppuna með upplýsingum um Agn- esi Mills. Hún fór inn á skrifstofuna sína og kom til baka með möppuna. Gjörðu svo vel. Passaðu þig nú að vinna ekki of lengi, Brad. Hann settist við fundar- borðið og opnaði möppuna. Stuttu seinna hristi hann höfuðið. Agnes Mills hafði verið skjólstæðingur Henrys frænda fyrir átján árum. Hann hafði verið verjandi hennar og fengið hana sýkn- aða. Af ákæru fyrir að hafa myrt Alex Salino. Brad hafði ekki hugmynd um hvort þessi vitneskja kæmi Rusty til góða en það sakaði ekki að hringja í hann og láta hann vita. Hann gæti gert það þegar hann kæmi heim í kvöld eft- ir að hafa hitt skjólstæðing sinn! Rae grúfði sig yfir mat- reiðslubókina. Svo rétti hún úr sér og bætti oreganó og osti á pönnuna. Get ég aðstoðað? spurði Rusty og tók utan um hana. Hún hristi höfuðið. Það er nú ekki svo mikill vandi að elda spaghettísósu. Matur- inn er alveg að verða tilbú- inn. Hann beit hana laust í eyrnasnepilinn. Það er nú reyndar ekki spaghettí sem mig langar mest í, hvíslaði hann. Hættu þessu! sagði hún. Sestu í sófann meðan þú bíður eftir matnunr. Hún stakk spaghettíinu út í sjóð- andi vatnið. Þú ert sammála mér varð- andi Rósalíu Salino, ekki satt? Rusty teygði úr sér í sófanum og lokaði augun- um. Ég held það, sagði Rae. Þrátt fyrir að Agnes Mills hafi ekki sagt okkur sann- leikann þarf það ekki að þýða að Rósalía hafi rænt öllum vinum þínum. Og það sem kom fyrir Carol í skautahöllinni, og þótt bremsurnar á bílnum mín- urn hafi ekki virkað ... Hún þangaði. Nema einhver haldi að bæði Carol og ég ... nei, það er of galið. Allir vita að Carol er systir þín, ekki satt? Ekkert svar. Hún sneri sér við og leit á Rusty sem lá í sófanum. Hann var steinsofnaður. Brad gekk upp tröppurnar með nýju skjalatöskuna í hendinni og hringdi dyra- bjöllunni. Hann mundi eftir afmælisboðinu um leið og hann sá húsið. Skrýtin tilvilj- un. I gær höfðu þeir Rusty verið að tala um Rósalíu, í dag hafði hann uppgötvað að Agnes Mills hafði verið ásökuð um að rnyrða pabba hennar og nú var hann kom- inn í heimsókn í Salino-hús- ið. Viktoría opnaði dyrnar. Kagan lögmaður? Hann kinkaði kolli. Guði sé lof. Mikið er ég fegin að sjá þig! Hann heilsaði henni með handabandi. Glæsileg kona, hugsaði hann með sér. Það er best að við tölum saman í eldhúsinu, sagði hún. Ég var að hita te. Andartaki síðar sat Brad við eldhúsborðið og saup á sjóðandi heitu ávaxtateinu. Það var langt síðan honum hafði liðið svona vel. Hugsa sér að þessi glæsilega kona væri væntanlegur skjólstæð- ingur hans. Ég verð að muna eftir því að spyrja hana hver hafi mælt með mér, hugsaði hann með sér. Mikið er að verða fínt hérna, sagði Viktoría sem var kornin til þess að fylgjast með Rusty leggja lokahönd á verkið. 46 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.