Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 56

Vikan - 30.07.1999, Side 56
Fyrirtíðaspenna margar konur. Þessar konur hægt að leiðrétta hormónaó- Adögunum fékk ég bréf frá 18 ára konu sem hafði áhyggjur og kvartaði undan ýmsu, m.a. hafði hún áhyggjur af útferð, miklum blæðingum og tíðarverkjum. Ræddi ég þessa hluti í svör- um mínum til hennar. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að ræða um fyrirtíðaspennu líka en hún fer illa með finna td. fyrir þreytu, pirr- ingi, æsingi, þunglyndi og skorti á sjálfstrausti. Þær fá gjarna höfuðverk og brjóstin verða þrútin og aum. Þær þyngjast líka oft, fá bjúg, sumar finna fyrir kyndeyfð og aðrar taka jafnvel upp á alls konar furðulegri hegðun svo sem glæfraakstri, svo fátt eitt sé nefnt. Einkenni geta byrjað 3-7 dögum fyrir blæðingar en hverfa fljót- lega eftir að blæðingar byrja. Sennilega stafar fyrir- tíðaspenna í flestum tilvik- um af hormónabreytingum, en spenna, streita og tilfinn- ingalegir erfiðleikar gera ástandið verra. Ég vil benda konum á að þetta ástand er ekki hættu- legt þótt erfitt geti verið að fást við afleiðingar þess. Við vitum þó að fyrirtíðaspenna getur verið umtalsvert vandamál fyrir margar kon- ur og þarf að meðhöndla með nærgætni og taka alvar- lega. Það er sjálfsagt að leita læknis og fara yfir málin og leita greiningar. Stundum er jafnvægið sé, ef það er fyrir hendi, en mjög algengt er að nota lyfið Primolut,10 mg á dag frá 19. degi til 26. dags tíðarhrings. Áhrif þessa eru mjög sláandi og hefur þetta hjálpað mörgum konum. Sumar konur kjósa að leita annarra leiða en að nota lyf til að leysa þetta vandamál og er þá þar helst að nefna samhliða lækning- araðferðir eins og smá- skammtalækningar, nál- arstungur, grasalyf og þrýsti- punktanudd. Einnig er ráð- lagt að skoða vel matarvenj- ur og margir telja að vítamín og slökun geti hjálpað mik- ið. Um þetta er fjallað í ýmsum bókum sem hafa komið út um samhliða lækn- ingaaðferðir hér á landi, m.a. Lækningabók heimil- anna. Það er einstaklings- bundið hvað gagnast hverj- um. Ég hvet ykkur til að lesa ykkur til, spyrjast fyrir og prófa sjálfar. Gangi ykkur vel, Þorsteinn Kæri Þorsteinn, Ég þakka fyrir svörin sem þú hefur sent frá þér. Ég tók eftir því um daginn að þú nefndir áburð sem notaður er á æðahnúta; hann hét Escine. Ég er búin að leita að hon- um út um allt og finn hann ekki. Hvar er hægt að fá þennan áburð? Kristín Sœl, Kristín, Þakka þér fyrir þessa ábendingu. Heiti lyfs er ekki alltaf það sama alls staðar en áburður með þessu innihaldi ætti þó að vera finnanlegur, þ.e.(hrossa-)kastínu (Aesculus hippocastanum. Ef hann fæst ekki í heilsu- búðum væri reynandi að hafa samband við grasalæknana Kolbrúnu Björnsdóttur eða Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur. Gangi þér vel, Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.is 56 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.