Vikan - 17.08.1999, Síða 54
Ég var ekki nema tæplega
tveggja ára þegar mamma
yfirgaf mig.
Ég var lausaleiksbarn sem
þótti ekki fínt í þá daga.
Mamma bjó ein með mig í
Reykjavík og mér skilst að
hún hafi þótt nokkuð
lauslát. Hún kynntist Am-
eríkana af Vellinum, þau
giftu sig hér og hún flutti
með honum til Bandaríkj-
anna. Mér var komið í
fóstur hjá móðursystur
minni, en þar átti ég víst
upphaflega að vera í eitt
ár rneðan þau væru að
koma sér fyrir. En ég var
aldrei sótt og móðir mín
hafði aldrei beint samband
við mig.
Eg vissi alltaf að ég var
tökubarn á heimilinu þótt
ég væri eins og eitt af
systkinunum. Tvö þeirra voru
eldri en ég, en við urðum sjö,
krakkarnir, og það var mikil fá-
tækt á heimilinu. Ég var alltaf
svolítið feimin og inn í mig þótt
ég væri ákveðin og ég hafði
mig ekki mikið í frammi í
krakkaskaranum. Ég kallaði
móðursystur mína ýmist
mömmu eða „Ellumömmu" en
ég held ég hafi alla tíð fundið
fyrir því að vera ekki ein af
syskinunum og ég var alltaf að
vona að mamma kæmi að
sækja mig þótt það gerðist
aldrei.
Þær systurnar skrifuðust á
og þegar ég var smábarn sendi
mamma mér bæði leikföng og
fatnað frá Ameríku. Ég man
enn eftir því þegar þessir pakk-
ar komu, þeir höfðu verið óra-
tíma á leiðinni og það var alltaf
spennandi að kíkja í þá. Hinir
krakkarnir fengu alltaf eitthvað
líka og meðan ég var smá-
krakki var þetta mjög skemmti-
legt. En þegar ég fór að
þroskast og skilja betur það
sem fram fór hætti þetta að
vera gaman.
Mamma mín sendi pakkana
stílaða á systur sína og í pakk-
anum voru alltaf einhverjar
smágjafir til allra og föt á mig
sem stundum pössuðu ekki og
voru oft alls ekki í stíl við það
sem var í tísku hér. Við vorum
samt látin ganga í fötunum því
ekki veitti nú af einhverri hjálp
með heimilishaldið. Ég fékk
auðvitað það sem passaði á
mig, en ef fötin voru of lítil
fengu yngri systurnar þau. Mér
fannst eins og þau væru að
stela mömmu minni frá mér og
stundum gerðu þessir pakkar
mig mjög leiða í skapi þótt ég
talaði aldrei um það. Þegar ég
stálpaðist hættu leikföng að
fylgja með í pakkanum, en í
stað þess fóru að koma ritföng,
snyrtivörur og fleira nytsamlegt
sem ekki var nærri því eins
gaman að fá. Ellamamma las
aldrei fyrir mig bréfin sem
fylgdu, þau hafa eflaust verið
kvennatal milli þeirra, en hún
sagði mér hvernig mamma
hefði það og að hún hefði spurt
um mig og beðið að heilsa
mér. Meira var það nú ekki.
Þegar ég var sex ára fékk ég
fyrsta áfallið. Þá sagði
Ellamamma mér að ég ætti
von á litlu systkini í Ameríku.
Ég var víst ekki mönnum sinn-
andi lengi á eftir, ég man enn
eftir sorginni og afbrýðiseminni
sem ég fann fyrir gagnvart
þessu barni sem enn var ófætt.
Ég spurði ekkert um þetta, ég
vildi ekkert um það vita og lok-
aði sorgina inni.
Það var ekki fyrr en löngu
seinna, þegar amma sagði mér
að ég ætti lítinn bróður í Amer-
íku, að ég fór að verða forvitin
um hvernig hann og mamma
mín byggju og hvað þau væru
að gera. Mig fór smám saman
að þyrsta í samband við
mömmu og hálfbróður minn
sem ég hafði ekki einu sinni
séð mynd af.
Ég var strax mjög dugleg að
læra og veturinn sem ég var
níu ára bað ég Ellumömmu um
heimilisfang mömmu svo ég
gæti skrifað henni. Ég skrifaði
mömmu fallegt bréf sem ég
skreytti með myndum og sagð-
ist sakna hennar.
Ég beið milli vonar og ótta
eftir svarinu. Stundum bjóst ég
við að ég fengi ekkert svar
heldurfengi Ellamamma bréf
með kveðju til mín í staðinn.
Stundum var ég þess fullviss
að ég fengi langt bréf með
myndum af henni og bróður
mínum og að hún segði mér að
hún ætlaði að koma að sækja
mig þegar skólinn væri búinn.
En hvorugt gerðist. Eftir óra-
tíma fékk ég loksins svarið.
Mamma þakkaði mér fyrir bréf-
ið og sagði að henni finndist ég
skrifa mjög vel og að hún væri
stolt af þvf hvað ég væri dug-
leg í skólanum. Hún sagði mér
líka að það væri pakki á leið-
inni með jólakjól og kápu á mig
og ýmsu smádóti sem við
krakkarnir ættum að skipta á
milli okkar. Annað var ekki í
þessu bréfi. Ég grét mig í svefn
um kvöldið, las bréfið aftur um
morguninn og brenndi það síð-
an. Ég sá auðvitað eftir því
strax, en ég var svo sár að ég
gat ekki brugðist öðruvísi við
þessu bréfi, ég hafði vonast
eftir tilfinningalegu svari. Ein-
hverjum viðbrögðum við mér
persónulega og kannski ein-
hverju loforði frá móður minni.
En það kom ekki.
Pakkinn skilaði sér hins veg-
ar og ég varð fegin að sjá að
kjóllinn passaði mér ekki, en
kápuna fékk ég og notaði spari
í tvö ár. Við stelpurnar fengum
iíka mjög fínar snyrtitöskur
með greiðu, hárbursta, skraut-
sápu og tannbursta í og það
besta af öllu í pakkanum var
mjög fallegt bréfsefni með
mynd af stelpu með blómvönd
og það fékk ég til að ég gæti
skrifað mömmu aftur.
Hefði ég ekki fengið þetta
bréfsefni hefði samskiptum
mínum við mömmu lokið
þarna, en ég jafnaði mig á
áfallinu og um vorið skrifaði ég
annað bréf þar sem ég sagði
mömmu frá einkunnum mínum.
Ég fékk álíka svar og áður, ekki
stakt orð um hana né bróður
minn og engar spurningar um
mig. Ég skrifaði þó mömmu
minni alltaf á nokkurra mánaða
fresti og fékk bréf til baka, alltaf
jafn ópersónuleg.
Þegar ég var þrettán ára
kom svo seinna áfallið.
Mamma mín skrifaði Ellu-
mömmu og sagði henni að hún
ætlaði að koma til íslands til að
vera við fermingu mína. Ég
fylltist spennu; blöndu af til-
hlökkun og kvíða. Mamma
54 Vikan