Vikan - 17.08.1999, Page 58
!
4 InI
Það eru þónokkuð mörg ár liðin frá því ég fjárfesti i alparósinni minni, sem ég ætti
kannski að kalla lyngrós því það mun vera hennar íslenska nafn. Rósin var í blóma
þegar ég keypti hana, með að minnsta kosti sjö blómhvirfingar eða -skipanir, eins
og það er kallað í blómabókunum, en i hverri blómskipun eru um 10 blóm. Blómin
stóðu alliengi og nú horfði ég með tilhlökkun fram til næsta sumars.
Vikan
Grœnt og vœnt
Myndin er lckin suniarið sein
Ivær blóinskipanir birtust á
lyngrósinni niinni. Þser voru fal-
legar, ekki síður en þær sein á
henni voru suinarið sein ég keypti
hana, en ég bíð cftir að þær verði
fleiri. Vonandi verður sú bið ekki
iniklu lengri en þegar er orðið.
(Ljósmynd: Fríða Bjiirnsdóttir)
sá þrýstnari hnappa en ég
hafði áður séð á endum
tveggja greina á rósinni. Og
gleði mín reyndist ekki
ástæðulaus því næsta sumar
breyttust þessir hnappar í
blóm en ekki ný blöð eins og
áður hafði gerst. Því miður
urðu blómskipanir aðeins
tvær. Nú í sumar urðu þær
þrjár og hver veit nema rósin
verði jafnfalleg næsta sumar
og hún var sumarið sem ég
keypti hana.
Venjulega er talað um að
lyngrós þurfi súran jarðveg.
Blöð rósarinnar minnar hafa
verið heldur fölleit svona af
og til en ég hef bætt henni upp
lélegan jarðveg með því að
gefa henni það sem kallast
Blómakraftur - Súr. Utan á
flöskunni er sagt að áburður-
inn sé ætlaður plöntum sem
þurfi súran jarðveg, til dæmis
lyngrós, alparós, gardeníu og
hortensíu. Ekki veit ég hvort
meðhöndlun mín hefur verið
rétt eður ei en að minnsta
kosti hefur litur blaðanna orð-
ið fallegri eftir nokkra áburð-
argjöf. Annars sagði Ólafur
Njálsson í Nátthaga í Ölfusi,
þekktur garðyrkjumaður og
sérfræðingur í alparósarækt, í
viðtali í Morgunblaðinu síð-
astliðið vor að hann hefði ein-
faldað kenningarnar um súra
jarðveginn og alparósirnar.
Hann blandar jarðveginn til
helminga með hænsnaskít og
segir að þannig fáist mikið af
lífrænum efnum sem rósirnar
þurfi og með þessari blöndu
súrni jarðvegurinn líka. Það er
því ekki úr vegi að fara að
ráðum Ólafs næst þegar alpa-
eða lyngrós er gróðursett í
garðinum.
En viti menn. Vorið
kom og ég fór að fylgj-
ast með lyngrósinni.
Mér sýndist að hún myndi
bera fjöldann allan af blómum
því alls staðar voru litlir blóm-
hnappar eða það sem ég taldi
vera hnappa. Það leið fram á
sumarið og ég fylgdist daglega
með gangi mála. Svo kom að
því að mér varð ljóst að ég
myndi verða fyrir hræðilegum
vonbrigðum. Það sem ég hélt
vera fyrirboða blóma reyndist
boða komu nýrra blaða. Eng-
in blóm komu á rósina þetta
sumarið.
Sígræn blöð rósarinnar
höfðu látið töluvert á sjá yfir
veturinn og líklega höfðu þau
ekki þolað vetrarkuldann og
þurrkinn sem honum fylgdi.
Eg fór að glugga í blómabæk-
ur og komst að raun um að
hér á landi er ekki verra að
skýla lyngrósum yfir veturinn.
Heppilegt er að stinga niður
spýtum í kringum rósina og
strengja síðan striga utan um
hana. Ekki á þó að byrgja
hana alveg með striganum
heldur leyfa henni að hafa
tækifæri til þess að „sjá til
himins", jafnvel yfir hávetur-
0g svo komu blóm
Annað og þriðja sumar rós-
arinnar í garðinum leið og nú
var mér orðið ljóst að ætti ég
að geta búist við blómum
mætti sjá þess merki að
haustinu því blómhnapparnir
myndast í raun síðsumars. Eg
varð því himinlifandi þegar ég
f ' f
Æ f)f
Fríða
Björnsdóttir
ósin kemur