Vikan


Vikan - 24.08.1999, Page 12

Vikan - 24.08.1999, Page 12
Það skal kólataskan er sá útbúnaður sem mest þarf að vanda til þegar barn byrjar í skóla. Oftast er skólatöskunni ætlað að endast lengur en árið og líkt og þegar valinn er viðleguútbúnaður á ekki að láta duttlunga tískunnar stjórna eða hug- myndir barnsins um hvaö sé flott heldur velja fyrst og fremst það sem þjónar best þörfum barnsins. Sjúkraþjálfarar hafa orðið þess varir að börn og unglingar kvarta meira en áður um verki frá stoðkerfi og rekja þeir rót þessa til þungra skólataskna sem börn bera á bakinu. Góðar skólatöskur eru nægilega stórar til að rúma möppur sem ætlað er að taka pappírsstærðina A4, meö stillanlegum böndum sem laga má að þörfum hvers og eins, breiðum bönd- um og púðum þar sem böndin liggja yfir axlirnar. Bakið þarf að vera stíft . eða hálfstíft til að bet- ur fari um bækur, möppur og blöö og þessi gögn skemmist ekki.Töskurnar verða einnig að vera úr vatns- heldu efni og ráðlegt er að skoða vel smellurnar sem loka þeim, marg- ar eru nefnilega þannig úr garði gerðar að auðvelt er að klemma sig á þeim og oft illa. Taskan þarf að vera með fleiri hólfum en einu og best er hún hafi tvö stór hólf og eitt minna; stóru hólfin til geyma bækur og önnur námsgögn en það minna fyrir nesti og ann- að tengt skólanum sem ekki hentar að blanda saman við bækurnar. Stærö töskunnar ætti alltaf að miða við barniö. Það er ömurlegt að sjá lítið sex ára barn halda í skólann á haustin með svo stóra tösku á bakinu að það getur tæplega gengið og rétt sést í hvirfilinn á því upp fyrir töskubrúnina. Aö síðustu er svo rétt aö minna foreldra á endurskinsmerkin. Séu ekki endurskinsrendur á töskunni þá komið endilega einhverju slíku fyrir á utan á henni, helst bæði framan á henni og á hliðunum. Þarna er á feröinm nýr stíll sem unglinaar eru mjög hrifnir af. Bandið er breitt og liggur á ská yfir aöra öxlina. Þetta tryggir aö átakið jafnast á állan líkamann og minna reynir á bak og axlir. Litla hólfiö framan á er sérhannað fyrir far- símann. Töskurnar sem her sjast eru dæmi um vandaðar toskur sem hafa til aö bera alla þá eiginleika sem prýða mega góðar töskur. Þær voru fengnar að láni hjá heildverslununum Papýrus og Andvara en fást í flestum skólavöru- verslunum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.