Vikan


Vikan - 24.08.1999, Side 14

Vikan - 24.08.1999, Side 14
RCWELLS Sími 5 88 44 22 Haustið er á næsta leyti. Það eru eflaust margir sem eru farnir að hlakka til að hitta vinina og byrja aftur í skólan- um. Á haustin þarf líka að huga að skólabókum og fötum. Þjáll og þægi- legur fatnaður skiptir miklu máli og ekki er verra ef hann þolir að vera þveginn oft. Litlu grallararnir geta verið duglegir við að óhreinka fínu skólafötin. Hennes&Mauritz býður upp á fallegan skólafatnað á nemendur á öllum aldri. Fatnaður- inn er úr mjúkri og góðri bómull en er jafnframt hátískufatnaður. Bæði er hægt að kaupa fatnaðinn í versluninni í Kringlunni og einnig er hægt að panta hann í gegnum póstverslunina. Texti: MargretV. Helgadottir Myndir: Gunnar Gunnarsson Fyrirsætur: Hanna Kristín Johansson 13 ára, Viktor Karl Ævarsson 11 ára, Eyjólfur Karlsson 7 ára, Hafdís Rún Guðnadóttir 6 ára, Gísli Sigurðsson 2 ára. Þau skemmtu sér vel við sjóinn, krakkarnir sem sátu fyrir hjá Gunn- ari Ijósmyndara í sól og blíðu. Þar var fátt sem minnti á haustið. Hins vegar skellur það á fyrr en varir og þvi nauðsyn- legt að vera undir það búinn. Skólinn er á næsta leyti og þeim Hafdísi Rún og Eyjólfi er ekkert aö vanbúnaöi. Þau kjósa lielst að vera í þægilegum fatnaöi úr mjúkum efnum. Eyjólfur er í víðum og þægilegum buxum sem kosta 2.227 kr. Peysan sem hann er í kostar 1.997 kr. Smekkbuxurnar sem Hafdís Rún klæðist kosta 3.274 kr. Þær eru jafnframt til í dökkgráum og Ijósum lit. Bómullarpeysan sem hún klæðist kostar 1.344 kr. og er líka til í gráum og bleikum lit.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.