Vikan


Vikan - 24.08.1999, Qupperneq 22

Vikan - 24.08.1999, Qupperneq 22
Texti og mynd: Þorsteinn Eggertsson Sveitalubbi á tímaflakki Um síðustu aldamót bjó stór hluti ís- lensku þjóðar- innar í torfbæjum. Venjuleg- ir sumarbústaðir voru óhugsandi munaður á þeim tíma, jafnvel meðal efna- fólks, enda voru Islendingar rneðal fátækustu þjóða álf- unnar. Hugsum okkur nú venju- legan Islending árið 1899. Bjóðum honum í eins dags ferð inn í nútímann. Segjum að hann eigi heima í blóm- legri sveit einhvers staðar úti á landi. Hann er nýj- ungagjarn og nokkuð vel að sér, enda hefur hann heyrt talað um bifreiðar, rafljós, grammófón og síma. Hann hefur jafnvel séð ljósmyndir með eigin augum og heyrt talað um fleiri tækniundur, s.s. hreyfimyndir sem teknar eru í útlöndum og sýndar í leikhúsum þar. Hann er því tilbúinn að fara í svona ferð, þótt farartækið hljóti að vera hið furðulegasta í aug- um hans. Honum er semsé kippt upp í tímavél í nokk- urra kílómetra fjarlægð frá bænum sem hann býr á og lendir í næstu andrá á sama stað - bara heilli öld síðar. Þá bregður svo við að við- komustaðurinn er venjuleg- ur, íslenskur sumarbústaður. EINHVERS KONAR LES- MÁL BRÓDERAÐ Á BOLINN Ekki er maðurinn frá 1899 fyrr kominn á áfangastað en hann verður lamaður af undrun. Hann trúir hvorki eigin augurn né eyrum en tekur þó vel eftir öllu sem fyrir augun ber. Hér kemur svo lýsing hans á ferðinni til ársins 1999: Er ég steig út úr farartæk- inu var ég staddur við und- urfagurt hús. Það var hið reisulegasta og stóð í fögr- um garði. Gluggarnir voru stórir og rúðurnar úr ósviknu gleri. Þarna var mun meira pláss en í bænum mínum en þó bjuggu í húsi þessu helmingi færri en heima hjá mér; ein ung hjón með tvö börn, og var mér tjáð að þau notuðu húsið eingöngu sér til skemmtunar yfir heyannatímann. Fyrir utan húsið stóð bifreið - alls ólík þeim sem ég hef séð myndir af. Satt að segja virt- ist hún ekki vera af þessum heimi heldur var hún eins og risastór, straumlínulaga postulínsaskja með stórum gluggum og á hjólurn; gljá- fægð svo að allsstaðar stirndi á hana. Gengið var inn í húsið að vestanverðu en fyrst gekk ég inn í garð- inn. Þar tók húsbóndinn á rnóti mér; ungæðingslegur rnaður, klæddur drifhvítum, ermalausum nærbol. Ekki sá ég betur en að eitthvert les- mál væri bróderað á bolinn og þótti mér það furðu sæta. Við nánari athugun kom þó í ljós að letrið hafði verið þrykkt á tauið með einhverj- urn hætti. Maðurinn var einnig í svo stuttum buxum að þær náðu honum ekki niður á mið læri hvað þá lengra. Þær voru aftur á móti úr dæmalaust fínu silki, blálituðu. Einnig var hann vel skóaður, en ekki veit ég úr hvers kyns efni skórnir voru. Þeir voru hvítir að mestu og reimaðir upp að ökkla. ALLT AÐ ÞVÍ KVIKNAKIN FYRIR ALLRA AUGUM Húsbóndinn horfði í fyrstu undrandi á mig og ég reikna með að hann hafi spurt mig hverra erinda ég væri þarna, en ekki skildi ég allt sem hann sagði. Eg sagði honum hins vegar deili á mér og sagðist vilja skoða mig um á þessum kostulega stað. Hann horfði á mig með síst minni undrun en ég hafði horft á hann nokkrum augnablikum áður. En þar sem ég var vel til fara, á mórauðri treyju, vaðmáls- buxum, nýjum sauðskinns- skóm og þar að auki með nýstrokið hár, bauð hann mér að litast um í garði sín- um. Þar voru tvö hálfnakin börn að leika sér með stór- an, marglitan knött. Ég leit aftur á húsið. Á suðurvegg þess voru enn einar útidyr og verönd. Þar stóð gríðar- mikil svört skál og var mér tjáð að hún nefndist „grell“ eða eitthvað ámóta. Það eru eins konar hlóðir til að elda mat á. Fyrir framan veröndina var geysimikið ker úr sléttu efni er plástikk nefnist og svo litsterkt að sker í augu. Kerið var fullt af heitu vatni og þar lá frúin á bænum bus- landi - ailt að því kviknakin fyrir allra augum, svo að ég fór allur hjá mér er ég leit þangað. Skammt frá kerinu voru langir tréstólar með hvítu áklæði úr plástiksefn- inu góða. Stólar þessir voru léttir að sjá og svo langir að nota mátti þá sem einskonar flet. Húsbóndinn bauð mér inn í bæinn er ég hafði litið yfir garðinn um stund. Við geng- um rakleitt inn í baðstofuna frá veröndinni. Þar gat að líta létt húsgögn og ýmis áhöld er ég kann ekki deili á. Inn af stofunni var svolítil forstofa og tvö svefnher- bergi en í hvoru þeirra voru tvö uppbúin rúm. Ég leit andaktugur á drifhvítt rekkjulínið. Á einum veggn- um blöstu við mér stórar, lit- ríkar myndir af undarlega reiðilegu fólki er virtist leika á einhvers konar strengja- hljóðfæri er minntu á van- skapaða gítara. Maðurinn spurði hvort ég vildi þvo mér og játti ég því fyrir kurt- eisis sakir. Fór hann þá með mig í klefa einn sérkennileg- an. SVÖRT SPILADÓS Á STÆRÐ VIÐ BRAUÐ- HLEIF Þar var forkunnarfagur postulínskamar. Drifhvít þvottaskál, einnig úr postu- líni, var áföst við vegginn og fyrir ofan hana tveir vatns- hanar með heitu vatni jafnt sem köldu. Ég þvoði mér um hendur og andlit með ilmandi sápu, ljósrauðri, og þurrkaði mér síðan á dún- mjúku handklæði. Á eftir lyktaði ég svo dæmalaust vel að hver sýslumaður í land- inu hefði þótt fullsæmdur af. Þá gengum við aftur til stofu þar sem mér var boðið að setjast í dýrindis hægindi. Þar rétti maðurinn mér þunnt vatnsglas og sérkenni- legt málmhylki, fremur kalt viðkomu. Ég horfði vand- ræðalega á hylkið en hann kippti þá í einskonar flipa á toppi þess og opnaðist þá annar endi þess í sömu svip- an. I ljós kom að hylkið 22 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.