Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 23
um. Ég lagði því frá mér rit- ið og spurði manninn um ýmis torkennileg tæki er þarna voru. Eitt þeirra var kassalaga með einskonar glugga á framhliðinni. Hús- bóndinn tók upp lít- ið, svart áhald, á stærð við pennastokk en öllu mjórra, og beindi því að kassanum. Þá brá svo við að ljós kviknaði samstundis í glugg- anum. Ég leit furðu lostinn á manninn og síðan á kassann. Þá var mér öllum lokið. Þarna var þá komin mynd í fullkomlega eðlilegum lit- um. Það get ég svarið ykkur að innan gluggans í þessum litla kassa sátu þrír örsmáir menn við hringborð, röbbuðu saman og voru svo eðlilegir útlits að mér stóð hreint ekki á sama. Þeir hreyfðu sig. Einn þeirra klóraði sér í nefinu, annar hló og ég gat greinilega greint rödd hvers um sig. Ég leit tor- tryggnislega á hylkið með ölinu með og hugsaði því þegjandi þörfina. Ég laumaðist inn í klef- ann með þvottaskál- inni góðu og hellti öllu inni- haldi málm- hylkisins í hana. „Hvað ertu að gera?“ spurði maðurinn undr- andi þegar hann hafði komist að raun um að ég hafði hellt niður öllum drykknum. Ég tjáði honum að ölið úr málmhylkinu væri full görótt fyrir minn smekk, þar sem ég væri farinn að heyra ofheyrnir og sjá of- sjónir. „Nú? Hvað meinarðu?" spurði maðurinn. Ég heyrði tón- innihélt dýrindis öl - jafnvel betra en það sem ég varð mér úti um í síðustu kaup- staðarferð - og var mér sagt að drekka sem mig lysti því hann ætti einhver ókjör af þessum hylkjum. Ekki hafði ég lengi drukk- ið er ég heyrði í hóp hljóð- færaleikara í einu horni stof- unnar. Enga sá ég þó hljóm- sveitina, þótt ég heyrði greinilega í trumbum, lúðr- um og strengjahljóðfærum ýmisskonar. Ég heyrði meira að segja í konu sem söng svo dónalega að mér ofbauð - en þarna var ekkert fólk að sjá. Hljóðin reyndust koma úr einhverskonar spiladós; svartri, gljáfægðri maskínu á stærð við brauðhleif, og hafði maðurinn eitthvað fitlað við hana áður en tónlistin hófst. En það get ég svarið að þetta var engin venjuleg spila- dós, því skömmu síðar heyrðist mér vera kominn allt annar hljóðfæraflokkur í hana ásamt útlendum manni sem rumdi eins og fylliraftur. Húsbóndinn sá líklega að mér stóð ekki á sama um þessi undur og stórmerki. Hann drap því fingri á apparatið og hætti þá tónlistin um leið. ÞRÍR ÖRSMÁIR MENN VIÐ HRING- BORÐ Ég gerðist smám saman hreifur af ölinu góða og tók upp fagurlega litprent- að tímarit sem lá á borðinu fyrir framan mig. Ekki botn aði ég mikið í málgagni þessu sem reyndist heita Andrés önd og félagar og var lítið annað en ótrúlega kúnstugar myndir af ein- hvers konar fiðurfénaði í öllum regnbogans lit- list úr svarta brauðhleifnum og sá menn ræða saman í kassanum atarna.“ Maðurinn flissaði, en þó góðlátlega að því er mér virtist, og sagði eitthvað á útlensku - „teiki Dísi“ eða eitthvað ámóta. Svo tjáði hann mér að tækin hefðu þessa náttúru og gilti einu hvort menn væru allsgáðir eða hreifir af vínföngum. Annað tækið kallaði hann útvarp en hitt sjónvarp. Mér varð aftur litið á kassann, þennan sem hann nefndi sjónvarp. Þar var þá komin ung, brosandi kona en ekki gat ég séð meira af henni en efri hluta líkamans. Hún var að vísu svolítið úfin um hár- ið, en svo dæmalaust fögur að ég hef aldrei litið fegurra fljóð. „Þá er komið að stundinni okkar,“ sagði hún eins greinilega og ég tala við ykkur núna - og ég varð öld- ungis heillaður af þvf hversu hispurslaust og blíðlega hún talaði til mín. Svo hvarf hún skyndilega en í staðinn birt- ust dansandi stafir í kostu- legustu litum í kassanum. Þá var mér nóg boðið. Ég stóð upp, fokvondur, og hugðist leita skýringa á þessum gjörningum hjá manninum. Hann var þá sestur í hæg- indastólinn, hélt einhverju litlu áhaldi upp að öðru eyr- anu og röflaði eitthvað út í loftið við sjálfan sig eins og hann væri að tala við ein- hvern. Ég strunsaði því út úr hús- inu og hélt rakleiðis að maskínunni sem hafði flutt mig á þennan undarlega stað. Hér er ég svo kominn og get svarað eið að því að þessi frásögn er sönn. Lítið bara á þetta ölhylki sem ég kom með. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.