Vikan


Vikan - 24.08.1999, Síða 55

Vikan - 24.08.1999, Síða 55
lyndi strax á spítalanum og Ieið mjög illa. Börnin mín heimsóttu mig en ég fann það fljótt að þeim þótti bæði vandræða- legt og erfitt að sitja hjá mér og tala við mig, ekki hvað síst vegna þess að ég reyndi að ræða opinskátt við þau um andlega vanlíðan mína. Elsta dóttir mín hefur alltaf verið hreinskilin og að lok- um sagði hún við mig: „Pabbi, ég býst við að mér þyki vænt um þig en þú ert mér algjörlega ókunnugur. Ég kem hingað og reyni að veita þér einhvern stuðning af því ég veit að þér líður illa en ég veit aldrei hvað ég á að segja við þig eða hvern- ig best er að bregðast við. Mér þykir þrúgandi að sitja hér og reyna að grafa upp eitthvert umræðuefni sem endist okkur í fleiri en tvær setningar.“ Mér brá illa við og áttaði mig um leið á að hin börnin mín voru sammála systur sinni þótt þau, fyrir kurteis- issakir, segðu ekkert. Ég þakkaði þeim fyrir að koma og vera tilbúin að sýna við- leitni en þessi stund á spítal- anum varð til að opna augu mín fyrir því að ég hafði leyft börnunum mínum að vaxa úr grasi án þess að þekkja nokkurn tíma föður sinn. Héðan í frá mun ég alltaf verða að taka tillit til heilsu minnar og get því ekki stundað vinnuna og áhuga- málin af sama krafti og áður. Ohjákvæmilega leiðir það til þess að ég hef ekki eins mik- inn félagsskap og ég hafði. Vinnufélagarnir hafa sjaldan samband utan vinnunnar og ég geri mér núorðið ljóst að ég á fáa vini. Ég á marga fé- laga í gegnum íþróttirnar en samband á þann veg að það flokkist undir vináttu er við ákaflega fáa. Á dögunum var ég heima í fríi í rúman mánuð og það var ömurlegasti tími sem ég hef lifað á ævi minni til þessa. Síminn hringdi tvisvar og í bæði skiptin var um skakkt númer að ræða. Eng- inn kom og heimsótti mig allan þennan tíma og sjálfur varð ég að sætta mig við að takmarka ferðirnar á golf- völlinn. Ég þreytist enn mjög fljótt og finn að ég verð að hvíla mig eftir alla áreynslu. Ég reyndi að festa hugann við lestur og útvarp en það gekk illa. Segir ekki máltækið að vont sé vana að kasta og ég fékk svo sannar- lega að reyna það. Ég var eirðarlaus, trekktur og þoldi illa að þurfa að sitja kyrr. Líkaminn getur hins vegar verið harður húsbóndi og hann lét mig sannarlega finna að ekki tjóaði að deila við dómarann. Á dögunum var ég heima i fríi í rúman mánuð og það var ömulegasti timi sem ég hef lifað á ævi minni til þessa. Síminn hringdi tvisvar og í bæði skiptin var um skakkt númer að ræða. Margoft þennan mánuð var ég að því kominn að taka upp símann og hringja í eitthvert barnanna minna. Alltaf hvarf ég þó frá því og þorði ekki að taka áhætt- una. Ég taldi mig svo sem vita að þau tækju mér ekki illa en sú spurning bærðist í brjósti mér hvort mér liði ekki bara enn verr ef ég færi og sæti hjá þeim litla stund og fyndi hvað andrúmsloftið væri þvingað. Að lokum hringdi ég í fyrrverandi kon- una mína og við spjölluðum saman í tvo klukkutíma. Við höfðum hreinlega aldrei tal- að saman á þennan hátt fyrr þótt við byggjum saman í fimmtán ár. Ég fann hvað hún er góður félagi, bráð- skemmtileg og greind. Ég bauð henni út að borða og það var ánægjulegasta kvöld frísins. Hvort framhald verður á vináttu okkar veit ég ekki en ég vona það. Hún sagði mér margt um börnin okkar, ótal skemmtilegar sögur frá uppvaxtarárum þeirra og ég vona að hugs- anlega opnist leið fyrir mig til að nálgast þau líka. Steinarsdóttur sögu sína r~ Vilt þú deila sögu þinni jr meö okkur? Er eitthvaö f sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið aö skrifa eöa hringja til okk- ar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. í leiiiiili.sfuiigiil er: Vikitn - ..I.ífsri'ynsliisii^n". Suljin i'rinr 2, 101 Ktykjuvík, INi'tliiii);: vikuii@frotli.is

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.