Vikan


Vikan - 31.08.1999, Side 14

Vikan - 31.08.1999, Side 14
Texti og myndir: Sesselja Traustadóttir Hugleikur í Litháen kastalagarðmumi Ferðin til Trakai hófst í rauninni fyrir ári í Harstad í Norður- Noregi. Þangað fór Hug- leikur með sama leikverk á norræna leiklistarhátíð áhugaleikfélaga og hrein- lega sló í gegn. Á hátíðinni í Harstad var leikhópur frá Trakai. Meðal þátttakenda í þeim hópi voru nokkrir ráðamenn úr menningar- geira Trakai borgar og þeir ákváðu strax að lokinni sýn- ingu Hugleiks að bjóða fé- laginu að koma með Sálir Jónanna ganga aftur, og sýna á listahátíðinni í Trakai. Hugleikur játti boðinu, bretti upp ermarnar og hélt af stað í heilmikla fjáröflun til þess að kosta flugmiðana á milli landanna og alls voru það rúmlega þrjátíu íslend- ingar sem heimsóttu þennan gamla höfuðstað Litháen, Vilnius. Þar sýndi Hugleikur Sálir Jónanna í kastalagarð- inum. Æfingar, brúð- kaup og búseta Hver leiksýning er sem lítið fjöregg og sumar jafnvel nokk- uð stór fjöregg. Leikrit sem ekki hef- ur verið sýnt í heilt ár, þarfnast æfinga. í jafn fjölmennri sýn- ingu og Sálir Jónanna ganga aftur, getur reynst snúið að ná saman öllum leikend- unum á æfingar. . Enda kom í ljós að einn leikarinn var að gifta sig á Möðrudal á Fjöllum, annar var búsettur í Dan- mörku og sá þriðji var að störfum uppi á hálendi þeg- ar æfingar áttu að hefjast. Það var því ekki fyrr en á flugvellinum í Kastrup að allur leikhópurinn var end- anlega sameinaður og farið var í textarennsli. Þórunn Guðmundsdóttir, söngkona, syngur allt sitt hlutverk í sýningunni og gerði það eðlilega á æfingunni í Kastr- up. Og viti menn, nálægir gestir færðu henni klink fyr- ir sönginn, tyrkneska smá- mynt. Eins og í ævintýri Hugleikur kom seinni part dags í ausandi rigningu að hótelinu í Trakai. Þar bjuggum við í 4 nætur. Mörgum var brugðið þegar þeir sáu aðbúnaðinn á her- bergjunum en staðsetning hótelsins var frábær við Gal- vé vatnið. Upp úr miðju vatninu reis Trakai-kastal- inn, sem tákn liðinna alda. Hann var byggður á 14. öld í gotneskum stfl. Endurbætur á kastalanum hófust um 1950 og þar er nú sýningar- rými, innanhúss sem utan. Til þess að komast að hon- um landleiðina þarf að fara yfir 2 göngubrýr en vatna- leiðin er vel greið og lítil höfn er fyrir framan kastal- ann. I hallargarðinum var ný- byggt stórt svið þar sem átti að sýna Sálir Jónanna ganga aftur, fyrstu leiksýninguna sem nokkurn tíma hafði ver- ið flutt á sviðinu. Það voru eingöngu á því hvít hliðar- tjöld og fullt af flottum ljós- kösturum. Allt sviðið átti að vera svart og það þurfti að byggja pall fyrir hljóm- sveitina. Á einum og hálf- um degi var sviðið gert klárt fyrir Sálirnar og það eina sem Hugleikur óskaði sér var meira myrkur í upphafi sýningarinnar, sem var ekki gott að ráða við, því sýning- in var snemma kvölds undir beru lofti. Áhorfendur voru rétt um 600 og aðeins örfáir Islendingar voru í þeim 14 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.