Vikan


Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 14

Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 14
Texti og myndir: Sesselja Traustadóttir Hugleikur í Litháen kastalagarðmumi Ferðin til Trakai hófst í rauninni fyrir ári í Harstad í Norður- Noregi. Þangað fór Hug- leikur með sama leikverk á norræna leiklistarhátíð áhugaleikfélaga og hrein- lega sló í gegn. Á hátíðinni í Harstad var leikhópur frá Trakai. Meðal þátttakenda í þeim hópi voru nokkrir ráðamenn úr menningar- geira Trakai borgar og þeir ákváðu strax að lokinni sýn- ingu Hugleiks að bjóða fé- laginu að koma með Sálir Jónanna ganga aftur, og sýna á listahátíðinni í Trakai. Hugleikur játti boðinu, bretti upp ermarnar og hélt af stað í heilmikla fjáröflun til þess að kosta flugmiðana á milli landanna og alls voru það rúmlega þrjátíu íslend- ingar sem heimsóttu þennan gamla höfuðstað Litháen, Vilnius. Þar sýndi Hugleikur Sálir Jónanna í kastalagarð- inum. Æfingar, brúð- kaup og búseta Hver leiksýning er sem lítið fjöregg og sumar jafnvel nokk- uð stór fjöregg. Leikrit sem ekki hef- ur verið sýnt í heilt ár, þarfnast æfinga. í jafn fjölmennri sýn- ingu og Sálir Jónanna ganga aftur, getur reynst snúið að ná saman öllum leikend- unum á æfingar. . Enda kom í ljós að einn leikarinn var að gifta sig á Möðrudal á Fjöllum, annar var búsettur í Dan- mörku og sá þriðji var að störfum uppi á hálendi þeg- ar æfingar áttu að hefjast. Það var því ekki fyrr en á flugvellinum í Kastrup að allur leikhópurinn var end- anlega sameinaður og farið var í textarennsli. Þórunn Guðmundsdóttir, söngkona, syngur allt sitt hlutverk í sýningunni og gerði það eðlilega á æfingunni í Kastr- up. Og viti menn, nálægir gestir færðu henni klink fyr- ir sönginn, tyrkneska smá- mynt. Eins og í ævintýri Hugleikur kom seinni part dags í ausandi rigningu að hótelinu í Trakai. Þar bjuggum við í 4 nætur. Mörgum var brugðið þegar þeir sáu aðbúnaðinn á her- bergjunum en staðsetning hótelsins var frábær við Gal- vé vatnið. Upp úr miðju vatninu reis Trakai-kastal- inn, sem tákn liðinna alda. Hann var byggður á 14. öld í gotneskum stfl. Endurbætur á kastalanum hófust um 1950 og þar er nú sýningar- rými, innanhúss sem utan. Til þess að komast að hon- um landleiðina þarf að fara yfir 2 göngubrýr en vatna- leiðin er vel greið og lítil höfn er fyrir framan kastal- ann. I hallargarðinum var ný- byggt stórt svið þar sem átti að sýna Sálir Jónanna ganga aftur, fyrstu leiksýninguna sem nokkurn tíma hafði ver- ið flutt á sviðinu. Það voru eingöngu á því hvít hliðar- tjöld og fullt af flottum ljós- kösturum. Allt sviðið átti að vera svart og það þurfti að byggja pall fyrir hljóm- sveitina. Á einum og hálf- um degi var sviðið gert klárt fyrir Sálirnar og það eina sem Hugleikur óskaði sér var meira myrkur í upphafi sýningarinnar, sem var ekki gott að ráða við, því sýning- in var snemma kvölds undir beru lofti. Áhorfendur voru rétt um 600 og aðeins örfáir Islendingar voru í þeim 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.