Vikan - 14.09.1999, Síða 4
lesandi...
Verslum
heima
Þ
að erfarið að hausta
, og farfuglarnir eru að
kveðja. Það er svo
merkilegt að um það
leyti sem farfuglarnir
hefja sínar árlegu ferðir mót suð-
lœgari heimkynnum hefja íslend-
ingar líka sínar árlegu ferðir - til
vershmarborga erlendis.
Sem betur fer held ég að þessum ferðum sé að fcekka. Fólk
er farið að sjá að þessháttar ferðalög borga sig engan veg-
inn, hvernig sem það reiknar. Það liggur í augum uppi að
það má versla ansi mikið til að spara upp í farmiðann, hót-
elkostnað og allan annan kostnað sem leggst ofaná s.s.
leigubíla, dýran mat og drykk ogfleira.
Eg er viss um að allir lesendur Vikunnar hafa heyrt neyð-
arlegar sögur af fólki sem komið hefur heim með margar
töskur fullar af leikföngum ogfatnaði sem síðan ekki
pössuðu eða engin not voru fyrir.
1 fyrra hitti ég örþreytta frœnku mína sem var að koma frá
Edinborg. Þar hafði hún keypt reiðinnar býsn affötum á
sjálfa sig sem hún nennti ekki að máta og þegar hún kom
heim féll margt að því alls ekki að hennar smekk eða pass-
aði ekki.
Hún bjóst ekki við að nota nokkurn tíma dragt og tvœr
blússur sem hún keypti, og tvenna skó segist hún sennilega
aldrei nota heldur, því aðrir passa alls ekki veðráttunni
hér heima, en smella á hinum hafði rifnað upp á leiðinni
heim. Þessi sama kona hafði líka keypt gallabuxur og ann-
an fatnað á tvo unglinga sem hún á og hún sagðist ekki bú-
ast við tvennar gallabuxur og ein úlpa af unglingafötunum
yrðu nokkurn tíma notuð.
Það er staðreynd sem ekki verður hrakin, að þegar fólk fer
í utanlandsferðir gagngert til að versla, þá kaupirþað
miklu meira en það hefur þörffyrir eða mundi gera Iteima
hjá sér. Auk þess kaupir það oft eitthvað sem ekki passar
eða nýtist ekki aföðrum ástœðum.
Og til hvers erum við að versla erlendis?
Við þurfum þess alls ekki. Hér á landi eru glœsilegar versl-
anir, fullar af fallegum vörum. Vöruverð hér hefur lœkkað
mikið á síðustu árum og í mörgum tilfellum eru vörurnar
lítið sem ekkert dýrari en erlendis og örugglega ekki svo að
það borgi sig að borga fargjald til útlanda fyrir þann mis-
mun.
Auk þess er það okkar eigin hagur að versla heima. Hér
höfum við nægan tíma til að skoða það sem við höfum
áhuga á að kaupa og velja það á skynsamlegan hátt. Við
höfum möguleika á að skipta vörunni efhún passar ekki,
við njótum ábyrgð á því sem við kaupum og við byggjum
upp okkar eigið efnahagslíf og ýtum undir enn betri þjón-
ustu nœst þegar við þurfum á henni að halda.
Ég er ekki þarmeð að leggja til að fólk hœtti að ferðast til
útlanda, síður en svo. Það er bara svo margt annað að sjá í
útlöndum en verslanir og því ekki að spara með því að
versla skynsamlega heima á íslandi ogfara svo til útlanda
til að njóta lífsins.
Njóttu Vikunnar!
Jóhanna Harðardóttir
Ritstjóri Sigriður Arnardóttir Útgefandi Fróði
Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal-
ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515
Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515
5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515
5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður
Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V.
Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristín Guðmunds-
dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is
Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein-
grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef
greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef
greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak.
Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í
Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi
efni og myndir
Áskriftarsími:
515 5555
Steingerður Hrund Margrét V. Kristín
Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds-
dóttir
blaðamaður
blaðamaður blaðamaður dóttir
Anna B.
Þorsteins-
dóttir
auglýsinga- auglýsinga-
Guðmundur
Ragnar
Steingrímsson
Grafískur
hönnuður