Vikan


Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 6
Úlfur Agnarsson barnalæknir ræðir um börn og heilsufar þeirra BÖRN ÞJÁST LÍKA ÍWAW Úlfur Agnarsson barna- læknir segir að streita sé áberandi hjá mörgum ís- lenskum börnum. Hann segir að börn, sem eru undir streituálagi, kvarti meira um líkamlega verki og ónot og líði oft illa. Úlf- ur hefur stundað lækning- ar í 21 ár. Hann nam læknisfræði við Háskóia íslands og fór siðan til Bretlands í sérnám í barnalækningum. í viðtali við Vikuna ræðir hann um heilsufar íslenskra barna og lýsir því hvernig er að vinna með þessum ungu sjúklingum, sem margir hverjir eru ekki enn talandi. 99 Þegar ég var í læknis- fræðinni blundaði það alltaf í mér að verða barnalæknir. Ég hef alltaf átt gott með að eiga við krakka og áhugi minn var á þessu sviði. Um tíma stefndi hugur minn til heimilislækninga en eftir að hafa starfað um hríð sem heimilislæknir í Svíþjóð og Noregi ákvað ég endanlega að hefja sérnám í barna- lækningum,“ segir Úlfur. II k 01 oi ro -Q *■ >o m tc >. 4* 3 J; 2 Hann er sjálfur fjögurra n ™ '0 o a j; = 1 x E í S barna faðir og er kvæntur Ástu Gunnlaugu Briem hús- móður og BA í frönsku. Er ekki erfitt að vinna með og greina sjúklinga sem margir hverjir eru ekki enn talandi? „Sjúklingahópur minn er auðvitað mjög breiður, allt frá kornabörnum, sem ekki geta lýst sjúkdómseinkenn- um sínum, til unglinga. En hér hjálpar reynslan manni mikið. Vissulega geta komið upp erfið tilfelli en þau koma upp alls staðar. Þetta er yfirleitt ákveðið ferli og maður passar sig á að spyrja börnin ekki mjög leiðandi spurninga því þá svara þau auðvitað bara eftir því. Maður reynir að hafa spurn- ingarnar bæði opnar og fjöl- breyttar. Þegar um korna- börn er að ræða þá gefur frásögn foreldra af hegðun og einkennum barnsins oft- ast mjög góðar vísbendingar um hvað sé að. Maður spyr þá til dæmis hversu lengi ákveðin einkenni hafi verið til staðar og hvort eitthvert munstur sé í hegðun barns- ins. Svo skoðar maður að sjálfsögðu barnið til þess að fá fullvissu sína og endan- lega niðurstöðu. Oft er þá um að ræða einhvers konar sýkingu, eyrnabólgu eða magakveisu." Tungan föst aftan frá Finnst þér á einhvern hátt öðruvísi að vinna með börn- um en fullorðnum? „Já, það er það að mörgu leyti. Fullorðið fólk hefur auðvitað lifað lengur og heilsufarssaga þeirra er bæði lengri og yfirleitt flóknari. Það síðarnefnda fer að vísu eftir vandamálum. Ef þú þekkir viðkomandi sjúkling mjög vel og hefur annast hann lengi þá tekur oft ekki langan tíma að greina hvað er að, ef hann er að koma til þín í fyrsta sinn þá getur verið dálítið tímafrekt að greina flókin vandamál. Þá eru krakkar á vissan hátt opnari og jákvæðari og þau bera vandamálin meira utan á sér en fullorðið fólk. Mað- ur finnur fljótlega hvort eitt- hvað er að eða ekki. Oft er bara nóg að horfa á barnið. Það getur verið með hita en það er kannski ekkert alvar- lega veikt. Oft er hægt að átta sig á því með því að at- huga hvernig barnið kemur fyrir. I þessu er starfsreynsl- an auðvitað mjög mikilvæg. Börn geta verið alveg yndis- lega skemmtilegir sjúklingar og koma oft með gullkorn. Sem dæmi má nefna dreng- inn sem kom í læknisskoðun og var beðinn um að reka út úr sér tunguna. Hann svar- aði alvarlegur í bragði: Ég get það ekki. Hún er föst aftan frá.“ Hvernig telur þú heilsu ís- lenskra barna almennt vera? „ Almennt held ég að heilsa íslenskra barna sé góð en heilsufarsvandamál þeirra fara auðvitað svolítið eftir aldri. Fyrirburar eru erfiður hópur og eiga þeir oft við ýmis erfið heilsufars- vandamál að stríða. Mikið af þeim vandamálum, sem læknar eru að glíma við hjá börnum á fyrstu 18-24 mán- uðunum, eru afleiðingar vandamála sem hafa komið upp strax við fæðingu og hjá börnum sem fæðast fyrir tímann. Vandamálin sem fullburða og hraust börn glíma við á fyrstu mánuðum og árum ævi sinnar eru oft- ast einhvers konar sýkingar, t.d. RS-vírus, sem leggst á öndunarfærin og kemur oft í faröldrum. Þessi vírus kem- ur upp á hverju ári, oft í jan- úar, febrúar og mars, en slæmir faraldrar koma á 3-5 ára fresti. Þá þurfa mun fleiri börn að leggjast inn en venjulega. RS-vírusinn lýsir sér þannig að börnin fá kvef, hósta og hita og mjög lítil börn eiga erfitt með að sjúga. Vírusinn getur því verið hættulegur litlum börnum. Úlfur meðhöndlar fjölda barna og unglinga. Hér er hann ásamt ungum dreng sem var að koma í læknis- skoðun til hans á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. 6 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.