Vikan


Vikan - 14.09.1999, Page 11

Vikan - 14.09.1999, Page 11
 ung athafnakona á Þórshöfn. endurskipulagningu og tölvu- væðingu en ég viðurkenni að ég hef ekki komið ein að þessum málum. Einnig hef ég fengið mikla og góða aðstoð frá Verkalýðsfélaginu á Húsa- vík, við stöndum í viðræðum við þá r „En þetta er fróðlegt." Mikill veiðimaður Þrátt fyrir að Karen hafi mörgu að sinna gefa hún og Ólafur Birgir sér tíma fyrir áhugamálin. Þau fara mikið á jeppanum sínum upp til fjalla og inn á heiðar og þeim líður vel einum úti í náttúrunni. Þau fara saman á rjúpu- og gæsa- veiðar og Karen hefur náð sér í skotveiðileyfi. „Þetta er rosa- lega garnan," segir hún um skotveiðina, „og nánast eina hreyfingin sem ég fæ þar sem ég gef mér ekki tíma til að fara niður í íþróttahús og sprikla." Karen lætur sér ekki nægja að eiga byssu númer 20 held- ur á hún einnig Honda mótorhjól sem hún ekur á um bæinn á tyllidögum. Sá áhugi hennar er kominn frá Sauðár- króki en þar bjó hún um tíma og fékk algera dellu. Hond- una keypti hún fyrir tveimur árum en slæmir vegir við Þórshöfn og í nágrenninu gera Karen ekki kleift að nota hjólið meira. Karen og Ólafur Birgir ætla sér að búa áfram á Þórshöfn enda mikið sem þau hafa tek- ið sér fyrir hendur og margt sem bíður þeirra. Stærri stað- ir heilla þau ekki og falleg náttúra á stóran þátt í því að halda þeim á æskuslóðunum þar sem þau geta á nokkrum mínútum horfið frá erli hvers- dagslífsins. um að sameina félögin. Það er ekki gott að reka félagið héðan því við völdum því ekki.“ Þrátt fyrir mikla vinnu í verkalýðsfélaginu, og að Karen hafi varla tíma til að sinna formannsstarfinu vegna anna í eigin rekstri, er hún ánægð með að hafa tekið það að sér. „Ég hef kynnst alger- lega nýjum hliðum á lífinu og starfi sem ég bjóst ekki við að ég ætti eftir að koma | nálægt. Ég hef einnig lært ^ mikið á þeim fundum sem ég hef þurft að sækja á K. vegum félagsins en þar fe hefur mér stundum k fundist sem ég sé ekki alltaf inni í mál- k unum," segir hún H brosandi. 7 Karen og Olafur Birgir unnusti hennar hafa ekki í hyggju að flytja frá Þórshöfn enda líður ' þeim vel þar og faíleg náttúra heldur í þau.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.