Vikan


Vikan - 14.09.1999, Síða 18

Vikan - 14.09.1999, Síða 18
Við vorum stopp á landa- mærum ísraels og Egypta- lands. Árið var 1984 og staðurinn eyðimörk. í þá daga var vinsælt að taka rútu milli landanna tveggja. Þaðvarhægtað kaupa aiis kyns pakka- ferðir i ísraei, með eða án Nílarsiglingar og ég, tví- tugur fiakkari, einn á ferð, keypti slíkan pakka. Ferðin hófst í Jer- úsalem og í Tel Aviv bættust fleiri í rútuna. Þegar að landamærunum kom var stigið út og eftir þriðju gráðu yfirheyrslu landamæravarða var fólki hleypt í gegn með farangur og bent á egypska rútu hinum megin línunnar. Ferðalang- arnir hentu töskum sínum í nýju rútuna og klifu inn. Þar sat ég þegar hér var komið sögu og hugleiddi hvort ég ætti rétt sem snöggvast að skreppa inn og pissa áður en lagt yrði af stað. í þann mund steig vörpulegur ungur maður í víðri, röndóttri skikkju inn og kynnti sig sem Mustafa, fararstjóra okkar til Kairó. Hann var hávaxinn og glæsi- legur með svört augu, hrokkið hár og hátt enni og ég hefði alveg trúað því að hann væri í raun prins úr 1001 nótt sem bara þættist vera fararstjóri. Hann töfraði fram nafnalista undan skikkju sinni og hóf að lesa upp þá sem verðugir voru að sitja í rútu hans. Þetta tók nokkurn tíma því að rútan var hálffull af frönsk- um friðargæsluliðum á leið í frí frá Líbanon og Mustafa ekki mikill málamaður. Frakkarnir skildu aldrei hvern hann átti við og því stóð nokk- uð á því að þeir réttu upp hönd og segðu: „hér“ eins og Mustafa hafði fyrirskipað. Seint og um síðir kom hann að „Björnsdóttir“ og var þá orðinn svo aðframkominn að hann neitaði að bera þetta nafn fram og sagði stundarhátt að fólk með svona nöfn ætti ekki að ferðast. Síðasta nafnið á list anum var Mr. Lehmann, am- erískur ríkisborgari með vega- bréfsnúmer 12345 eða viðlíka. Hann gaf sig ekki fram. „Mr. Lehmann, amerískur ríkisborgari, vegabréfsnúmer 12345,“ endurtók Mustafa. Ekkert svar. „Mr. Lehmann, ég veit þú ert hér,“ sagði Mustafa en enginn gaf sig fram. „Ég bíð,“ sagði Mustafa og settist niður. Bflstjórinn drap á vélinni og kælingunni. Það hlýnaði fljótt inni í bflnum. Mér var mjög mál og ákvað að skella mér meðan beðið yrði eftir Mr. Lehmann. Ég stóð á fætur. „Mr. Lehmann?“ sagði Mustafa. „Nei,“ sagði ég. „Hvar ifÆMtrtX CAÍ® hann?“ „Ég veit það ekki, ég ætlaði bara að hlaupa á klósettið meðan við bíðurn," svaraði ég vandræðalega því að allir í rútunni fylgdust með. „Það fer enginn héðan út fyrr en við finnum Mr. Lehmann," sagði Mustafa. „Og ef þú veist eitt- hvað um hann skaltu segja mér það strax, mér finnst ekki gaman að bíða.“ Ég hörfaði til baka í sætið og rýndi út um gluggann. Mínúturnar liðu. Það var orð- ið heitt í rútunni og svitinn bogaði af franska gæsluliðan- um við hlið mér. Loks stóð Mustafa upp og greip hljóð- nemann: „Mr. Lehmann, þetta er síð- asti séns! Gefðu þig fram.“ í þögninni sem á eftir fylgdi fann ég ýmsar tilfinn- ingar bærast með mér. Hver var þessi Lehmann? Hvernig gat Mustafa verið viss um að hann væri hér? Loftið var svo þrúgandi að við lá að ég opnaði vegabréfið til að gá hvort ég væri ekki örugglega Miss Björnsdóttir en ekki hinn dularfulli Mr. Lehmann? Þögnin var rofin af nístandi öskri: „Mr. Lehmann! Ég veit að þú ert hér og ég fer ekki fyrr en þú gefur þig fram. Og 18 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.