Vikan


Vikan - 14.09.1999, Page 25

Vikan - 14.09.1999, Page 25
Raibókin hcfur lialdift inn- rcift sína á hljóftbúkaniark- aftinn mcft Mohilcplaycr. getur síðan minnkað og stækkað letur, snúið textan- um á skjánum ef hann vill hafa breiðari síðu og kveikt ljós bakvið textann ef það hentar honum. SoftBook bókin er byggð upp á sama hátt og Rocket eBook, en umbúnaðurinn er þó líkari gömlu, góðu bók- inni, enda með kápu úr svörtu leðri eins og gömul Biblía. SoftBook bókin kostar nú um 299 dollara eða u.þ.b. 15.000 krónur, en þar er kaupum á lesefni nokkuð öðruvísi háttað; hver kaupandi er skuld- bundinn til að gerast áskrif- andi að lesefni fyrir tæpa 10 dollara á mánuði eða 700 kr. Þessi bók er því líkari bóka- klúbbi. Everybook rafbókin er svo enn eitt fyrirbærið á þessum nýja markaði. Þessi bók er kannski sú sem verð- ur vinsælust í framtíðinni vegna gæða skjásins. Ev- erybook er hönnuð eins og venjuleg bók eða með opnu. Skjárinn er mjög fullkominn og hefur fína upplausn þannig að litir og myndir njóta sín til fulls. Bókin hef- ur svo stórt minni að hún getur borið allt að 200 bæk- ur með myndum og litsíð- um.“ Við getum boðið les- endum upp á allt sem þeir fá á pappír,“ segir Daniel Munyan eigandi fyrirtækis- ins. „ Hér fá lesendur allt sem hægt er að prenta og meira en það, því þeir geta stækkað letur og myndir“. En Everybook er enn dýr og það kostar um 1500 dollara (u.þ.b. 110.000 kr.) að kaupa bókina sjálfa og fyrirtækið hefur hannað hana ein- göngu fyrir þá sem reikna með að eyða a.m.k. 1000 dollurum í kaup á efni í raf- bókina á ári. Líka hljóðbækur Rafbókamarkaðurinn hefur líka hafið innreið sína á hljóðbókamark- aðinn. Audiable Inc. í Wayne, New Jersey, hefur nú þegar selt mikið af svokölluð- um Mobileplayer, eins kon- ar ferðaspilara sem hægt er að hlaða á hljóði í stað texta af tölvu. Nú þegar hefur ver- ið sett á markaðinn 17.000 klukkustunda lesefni af ýmsu tagi sem kaupendum rafhljóðbókarinnar er boðið til kaups. Hljóð- bókin kostar 299 doll- ara og í hana má hlaða 7 klukkustunda efni hverju sinni. Hér gildir það sama og með hin- ar bækurnar, það er ómögulegt að flytja efnið milli spilara, þannig að ekki er hægt að lána bókina nema lána tækjabúnaðinn um leið. Þegar eigand- inn er búinn að hlusta á bókina sína verður hann að velja hvort hann vill eiga efnið á spilaranum eða kaupa nýtt og setja yfir það gamla. Þessi nýja bók, rafbókin, er það sem koma skal. Hér er ekki um venjuleg bóka- kaup að ræða. Lesandinn kaupir rafbókina og kaupir síðan hverja bók (eða annað rit- „Eigcndur Everybook la iill þau gæfti scm liægt cr aft bjófta á prcnti og mcira til þar sem hægt cr aft stækka og niinnka bæði lctur og myndir“ Evcrybook cr dýrasta útgái'an af ralbókinni. Vikan 25 Softliook cr mcft lcfturkápu. Hún cr líkari hókaklúhbi en bókasafni þar sem kaupcndur hcnnar skuldhinda sig til aft kaupa áskrift að bókuin fyrir lo dollara á niánufti. verk) til eignar í hana beint frá útgáfunni. Höfundarétt- ur er mjög vel varinn með þessu móti, því ekki er hægt að lána bókina til aflestrar nema lána viðkomandi raf- bókina með öllu saman. Rafbækur hafa marga mjög góða kosti; þær eru léttar og liprar, þær er hægt að lesa í myrkri, það má henda úr þeim því sem ekki fellur í kramið og kaupa annað lesefni í staðinn, það þarf ekki að þurrka af þeim í bókahillunum og það er auðvelt að taka með þær með sér hvert sem er.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.