Vikan - 14.09.1999, Side 26
Texti: Steingeróur Steinarsdóttir
Hversu traustum fótum
stendur hjónaband þitt?
Flestir meta gott hjónaband
ofar ríkidæmi og starfsframa
og kjósa jafnvel fremur ham-
ingjusamt ástarlíf en góða
heilsu. Nýjar rannsóknir
bandaríska mannfræðingsins
Johns Gottmanns benda til að
ekki sé jafn erfitt að viðhalda
góðu sambandi við maka sinn
og áður var haldið. Hann gaf
nýlega út bók sem heitir Sjö
lykilatriði í að viðhalda góðu
hjónabandi (The Seven
Principles for Making Marriage
Work). Gottmann skoðaði 650
pör og komst að því að lykilat-
riði í að byggja upp traust
samband væri að parið væri
góðir vinir. Það þýðir ekki að
hjón sem einnig eru nánir vinir
rífist aldrei. Þau gera það en
þau sætta sig frekar við galla
hvors annars og þau láta ekki
neikvæðar hugsanir og pirring
í hvors annars garð (öll pör fá
sinn skammt af slíku) kæfa
góðu hliðar sambandsins. Þess
í stað sætta þau sig við sér-
visku hvors annars og sýna á
hverjum degi á einhvern hátt
hversu vænt þeim þykir hvoru
um annað og hversu mikils
þau meta hinn aðilann. Hvernig
skyldi þitt samband vera á
vegi statt? Taktu þetta próf og
þá kemstu að því.
Þegar þú og félagi þinn
rífist um fjármál hvað ger-
ist venjulega?
a) þið talið saman um
ástandið þar til þið finnið
málamiðlun sem bæði
geta sætt sig við,
b) sá sem æpir hærra og end-
ist til að rífast lengur ræð-
ur,
C) annað ykkar gefur eftir
26 Vikan
en bíður þess aðeins að fá
tækifæri til að launa hinu
lambið gráa,
Skoðið saman myndirnar
hér á síðunni og hugsið um
ykkar eigið samband.
Minnir þetta ykkur á að...
a) þú og eiginmaður þinn
getið hlegið saman jafn-
vel á ykkar verstu stund-
um,
b) það er kominn tími til að
þið tvö reynið að
skemmta ykkur saman
aftur,
c) eitt sinn gátuð þið hlegið
saman en það er orðið
svo langt um liðið að þið
munið tæplega þann
tíma,
Þér finnst maðurinn þinn
taka ráðleggingum þínum...
a) alltaf vel jafnvel þótt
hann kjósi að fara ekki
eftir þeim,
b) stundum vel en yfirleitt
sem leiðindaafskiptasemi,
c) mjög sjaldan vel. Hann er
mjög ákveðinn og líkar
alls ekki að aðrir séu að
stjórna hans málum,
Þú elskar konu- og
bóndadaginn af því...
a) þá fáið þið hjónin virki-
lega tækifæri til að sýna
hvort öðru hversu rnikils
þið metið hvort annað,
b) þeir eru rneðal fárra daga
á árinu sem bóndi þinn
sýnir einhverjar tilfinn-
ingar,
c) þú færð blóm og um-
hyggju frá börnunum þín-
um en yfirleitt verður þú
fyrir vonbrigðum með
auma tilburði eigin-
mannsins sem er flest bet-
ur gefið en skilningur á
rómantík,
Ef annað hvort ykkar
vœri beðið að taka að sér
aukavinnu, sem þýddi fleiri
ferðalög og meiri fjarvistir
frá heimilinu, hvað myndir
þú gera?
a) ræða hversu gott tækifæri
þetta er og taka sameig-
inlega ákvörðun um
hvernig leysa skuli vanda-
mál þessu samfara,
b) hugsa þig vel um með til-
liti til þarfa annarra fjöl-
skyldumeðlima en lokaá-
kvörðunina tekur þú ein
og sér,
c) tekur ákvörðun upp á eig-
in spýtur sem eingöngu
tekur mið af kauphækk-
uninni og vegtyllum sem
þessari nýju ábyrgð fylgir,
Þið eigið brúðkaupsaf-
mœli og foreldrar þínir gefa
ykkur utanlandsferð. Þú
ert...
a) óskaplega ánægð og glöð
yfir að fá rómantískt frí
með þínum heittelskaða,
b) þakklát en finnst of mörg
vandamál fylgja því að
þið bæði reynið að fá frí
frá vinnu fyrir svo utan
að ganga frá öllum laus-
um endum varðandi
heimilið,
c) ert hrædd um að svona
langur tími þar sem þú
ert alein með karlinum
komi til með að gera ykk-
ur bæði hálfvitlaus. Meiri
þörf væri á að gefa ykkur