Vikan - 14.09.1999, Síða 29
og þótt við hefðum hringt
heim til hennar væri nóg að
hún skammaði mig einu
sinni.
Þá byrjaði hún að herma
eftir mér og gerði það mjög
andstyggilega. Ég sagði þá
við hana hvort henni kæmi
eitthvað við hvernig ég væri
og talaði. Hún hermdi bara
eftir mér og sagði með ljótu
röddinni: „Kemur þér eitt-
hvað við hvernig ég er?
Svaraði svo sjálf: „Já, mér
kemur það við.“
Ég spurði þá hvort hún
héldi að hún ætti mig og
mætti ala mig upp, hvort ég
ætti kannski að koma til
hennar hér eftir og spyrja
hvort ég mætti fara í sund.
Hún svaraði og sagði nei að
Þar öskraði hún á okkur
hverja spurninguna á
fætur annarri og barði
stöðugt í borðið um leið
og hún gargaði: „Svariði
mér, ha!“
ég væri til allrar guðs lukku
ekki hennar barn og hún
þyrfti ekkert að hafa af upp-
eldi mínu að segja. Ég væri
alltaf að ögra sér og sinni
fjölskyldu og það mætti hún
skamma mig fyrir. Ég spurði
þá hvenær ég hefði verið að
ögra henni en hún sagði að
ég þyrfti ekki að spyrja að
því. Ég sagði henni að þetta
segði hún bara af því að hún
myndi ekki eftir neinu til að
segja um mig og hún gæti
bara farið og látið mig í
friði. Síðasta orðið sem hún
hreytti út úr sér var skíthæl-
ar og því var beint að mér
og annarri stelpu, vinkonu
minni, sem stóð þarna hjá
og átti engan hlut að þessu
máli.
Lesandi segirfrá ÍV<;'|fví:ö#’i'
Þá byrjaði hún að herma
eftir mér og gerði það
mjög andstyggilega.
. v
i
K
Eftir þetta
sagði ég pabba
og mömmu frá
öllu; ég dró
ekkert undan
og laug engu.
Þau áttu ekki
orð yfir hvern-
ig manneskjan
gat hegðað sér.
Ég hef reynt
eins og ég hef
getað að forð-
ast þessa
manneskju og
strákinn henn-
ar og nú er
komið rúmt ár
síðan þetta
gerðist og okk-
ur hefur ekki
lent saman síð-
an. Ég hélt að
nú væri þetta
loks allt búið
en síðan frétt-
um við að hún
væri að flytja
úr hverfinu og
hún bæri það
út um allt að
það væri vegna
mín. Ég hefði
ofsótt hana og
son hennar
þannig að þau
neyddust til að
flýja undan
mér. Sumum
finnst þetta
kannski ekki
svo hræðilegt en mér hefur
liðið mjög illa út af þessu.
Ég var dauðhrædd við hana
og þorði varla út af ótta við
að hitta hana einhvers stað-
ar og svo finnst mér ljótt að
segja svona um aðra mann-
eskju sem ekki er satt. Ég
veit að ég gerði ýmislegt
sem ég átti ekki að gera eins
og að gera símaat heima hjá
henni, öskra á hana og „gefa
henni putta“ en „pæliði“
bara í aldursmuninum. Hún
er svona 30-40 árum eldri en
ég og ætti að búa yfir meiri
þroska. Hún ætti að hafa
lært meiri sjálfsstjórn en ég.
Lesandi segir
Steingeroí
Steinarsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
með okkur? Er eitthvað
sem hefur haft mikil áhrif
á þig, Jafnvel breytt lifi
þínu? Pér er velkomið að
skrifa eða hringja til okk-
ar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Ilciniilisfangið er: Vikan
- „Lífsrcynsliisaga", Selja' reur 2,
101 Keykjavík,
Netfang: vikan@fr»ili.is