Vikan


Vikan - 14.09.1999, Side 31

Vikan - 14.09.1999, Side 31
Ökklabuxur, há stígvél, fínn toppur og sportleg peysa. Eva er frekar lágvaxin, meö grannt mitti og ber sig mjög vel. Þessi klæðnaður er fínn dagklæðnaður í vinnuna, en hann mætti líka nota þegar farið er í bíó eða á mannamót hversdags. Hér er Eva komin í huggulega buxnadragt. Innan undir dragtinni er hún klædd þunnri skyrtu sem hentar bæöi sem dagklæðnaður og einnig spari. Buxnadragtin er létt og fín og passar vel við öll tækifæri, hvort sem Eva er að fara í leikhúsið eða á fund. Dragtin er sígild og kvenleg og fíngerð eins og Eva sjálf. IVIeð þessari dragt væri einnig hægt að nota fallega, létta kasmírullarpeysu eða fíngeröan sléttan topp úr fallegu efni til að gera hana að kvöldklæðnaði. Dragtina má reyndar nota á mismunandi hátt. Nú er Eva tilbúin til aö fara út á lífið og búiö er að faröa hana fyrir kvöldið. Guðrún notar til þess silfraða, bleika og fjólubláa liti. Hún er i skrjáfpilsi, bol og vesti utan yfir. Pilsið er þröngt í mittið en vítt um miðjuna og rykkt saman að neðan. Vestið gefur efri hluta líkamans fyllingu. Eva sýnist öll stærri og kvenlegri í þessum búningi en fínlegum kjól. Evu klæða ekki sterkir litir því hún er sjálf Ijós á húð og hár svo Bogi hefur valið dempaða liti á hana.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.