Vikan - 14.09.1999, Page 35
l/2-l/l stk. Meðalstór eða lítil rauðspretta á mann fer eftir stœrð.
1 bolli hvítlaukssmjör sjá grunn uppskrift.
1/2 bolli ólífur
2 bollar rœkjur
Krydd:
Sjávarsalt
pipar
grænmetiskrydd, t.d. aromat.
Rauðsprettu er m.a. hægt að elda heila eða í flökum. Ef valin er sú
leið að hafa rauðprettu í heilu lagi þarf að meta hvort stærð hennar sé
hæfileg. Oftast er nauðsynlegt að skera eftir endilöngu. Hausinn og
sporðurinn eru skornir frá, innyfli hreinsuð úr og fiskurinn skolaður í
köldu vatni og þerraður og velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu í 1-2
mínútur á hvorri hlið og settur þar næst í heitan ofn (200 gráður) í
u.þ.b. 3-4 mínútur eða lengur. Rauðsprettuflök er hægt að elda með
sama hætti, nema í styttri tíma.
Ljósmyndun: Bragi Þór
Texti: Jörgen Þór Þráinsson
Diskur frá Silfurbúdinni.
Heil eða hálf rauðspretta, sem búið er að velta upp úr hveiti og
krydda, er sett á pönnu með hvítlaukssmjöri og að lokum í ofnskúffu,
sjá hér að ofan. Á meðan rauðsprettan er í ofni er ólífum, rækjum og
afgangi af hvítlauksmjöri bætt á pönnuna og á sama tíma á allt með-
lætið og rauðsprettan að vera tilbúið til framreiðslu.
Hægt er að krydda rauðsprettu með sítrónusafa eða hvítvínsskvettu
áður en hún er sett í ofn ef vill.
GOUVUM