Vikan


Vikan - 14.09.1999, Qupperneq 45

Vikan - 14.09.1999, Qupperneq 45
an undrandi. Kaiser tók hann í fangið. Ég er reyndar sammála Hildy. Nornir eru ekki til. En ég get vel skilið að augnaráð hennar hræði þig. Hún segir að ég sé vondur vegna þess að ég sé ljós- hærður. Eina nóttina kom hún inn í herbergið mitt og reyndi að klippa af mér hár- ið! Kaiser fékk gæsahúð. Hvað gerðir þú? spurði hann. Ég hljóp í burtu og faldi mig. Julian og Hildy voru ekki heima og ég gat ekki vakið mömmu svo ég faldi mig á bak við skáp. Hefur þú engum sagt frá þessu? Ekki einu sinni Hildy? Ég er búinn að segja Hildy frá því að Elise hati mig. Ég sagði henni ekki frá þessu með hárið vegna þess að þá myndi Elise líka verða vond við Hildy. Þú ert sterk- ari en Elise svo það er ekk- ert hættulegt fyrir þig að vita þetta. Kaiser trúði ekki sínum eigin eyrum. Hvernig gátu Julian og Francesca látið þetta viðgangast? Veit mamma þín að þú ert hræddur við Elise? Nei. Hún gerir þetta bara þegar mamma er veik. Hvernig er mamma þín þegar hún er veik? Hún er alltaf að detta og man ekki neitt. Stundum get ég alls ekki vakið hana. En hún er bara veik þegar Juli- an og Hildy eru ekki heima og Elise er að passa okkur. Henni batnar þegar Julian kemur heim en þá er hún alltaf grátandi. Kannski saknar hún afa þíns svona mikið. Allt var svo miklu betra meðan afi var á lífi, sagði Christian sorgmæddur. Kaiser hefði gjarnan viljað vita meira en hann vissi að það var betra fyrir Christian að gleyma fjölskyldunni í bili. Eigum við að athuga hvort veiðilánið heldur áfram að leika við okkur? spurði hann. Þeir flýttu sér að ganga frá matarafgöngunum og fóru aftur að bátnum. Um borð með þig! sagði Kaiser. Nú ýti ég úr vör og þú stýrir. Christian flýtti sér um borð og Kaiser bretti upp buxna- skálmarnar. Aður en hann náði því að ýta bánum frá landi heyrði hann kallað. Hann leit upp og kom auga á eitthvert fólk koma hlaup- andi hönd í hönd yfir sand- hólana. Þetta er mamma, sagði Christian. Mamma og Hildy. Kaiser starði undrandi á þær vaða að bátnum. Farðu með okkur inn í bæinn, sagði Francesca Ferrare móð og másandi. Viltu flýta þér, í guðanna bænum! Hún lyfti Hildy upp í bátinn og klifraði síðan um borð. Hún settist á milli barnanna og hélt þeim þétt að sér. Viltu gjöra svo vel að flýta þér! æpti hún. Ekki bara standa þarna og stara. Hann ætlaði að fara að svara henni í sömu mynt en hætti við það þegar hann sá örvæntinguna í augum hennar. Þegjandi og hljóða- laust ýtti hann bátnum frá landi og setti vélina í gang. Enginn sagði eitt einasta orð alla leiðina í land. Börn- in sátu stóreygð og spennt og Francesca var alltaf að líta aftur fyrir sig eins og hún óttaðist að einhver væri á eftir þeim. Þau höfðu mót-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.