Vikan - 14.09.1999, Page 46
Framhaldssaga
vind alla leiðina og það tók
þau tuttugu mínútur að
komast í land. Kaiser stýrði
bátnum að smábátahöfninni
en Francesca stoppaði hann.
Leggðu bátnum við gömlu
bryggjuna, sagði hún.
En hún er gömul og fúin,
sagði hann.
Gerðu eins og ég segi!
Aftur ætlaði hann að mót-
mæla en ákvað að gera eins
og hún sagði. Eins og þú
vilt, sagði hann.
Hún stökk í land um leið
og báturinn lagðist upp að
bryggju og dró börnin á eftir
sér. Christian langaði að
taka með sér veiðina en hún
hristi höfuðið. Það er ekki
hægt, vinur minn, sagði hún
og reyndi að kreista fram
bros. Við getum ekki tekið
neitt með okkur þangað sem
við erum að fara.
Hafðu engar áhyggjur,
sagði Kaiser. Ég lofa því að
gæta fiskanna þinna.
Hann horfði á eftir þeim
hlaupa eftir bryggjunni. Allt
í einu snarstönsuðu þau.
Julian Ferrare stóð við enda
bryggjunnar. Kaiser sýndist
hún ætla að hlaupa til baka
en svo sleppti hún börnun-
um og gekk á móti eigin-
manni sínum.
Mikið er ég er fegin að sjá
þig, heyrði Kaiser hana
segja. Við héldum að þú
hefðir stungið okkur
af! Ekki satt, Hildy?
An þess svo mikið
sem að líta í áttina að
Kaiser gengu þau
saman upp á götuna
þar sem Julian hafði
lagt bílnum.
Hann hristi höfuðið
og horði undrandi á
eftir þeim. Ferrare-
fjölskyldan kom hon-
um stöðugt meira á
óvart eftir því sem
hann kynntist þeim
betur. Hvað í ósköp-
unum hafði Francesca
verið að gera á eyj-
unni? Og hvers vegna
lá henni svona mikið á
að komast þaðan?
Hann áttaði sig á að
Julian var síðasti mað-
urinn sem Francesca
hafði átt von að að sjá þegar
þau komu að landi. En
hvers vegna? Hafði hún ver-
ið að flýja undan honum?
Einhvers staðar er að
finna svörin við öllum þess-
um spurningum, tautaði
hann fyrir munni sér. Og ég
er ákveðinn í því að finna
þau, jafnvel þótt þetta komi
mér ekkert við!
Hildy lá á gólfinu í risher-
berginu og horfði út um
þakgluggann. Hún virti fyrir
sér skýjaðan himininn og
fylgdist með skýjunum
breyta um lögun. Hún
reyndi að útiloka allt annað
til þess að þurfa ekki að
hlusta á Christian spila
sömu æfinguna aftur og aft-
ur. Hún tók fyrir eyrun.
Hann hafði verið að í marga
klukkutíma, alveg síðan þau
komu til baka frá eyjunni.
Bara að Julian færi að
sleppa honum!
Hún þrýsti höndunum svo
fast að eyrunum að hún
heyrði ekki í honum fyrr en
hann lagðist á gólfið við
hliðina á henni. Christian,
mikið er ég fegin að sjá þig,
sagði hún. Ertu búinn með
æfingarnar?
Christian svaraði ekki.
Var Julian reiður? spurði
hún lágum rómi.
Christian kinkaði kolli.
Stór tár runnu niður kinnar
honum og Hildy tók utan
um hann og þrýsti honum
að sér. Henni varð illt við til-
hugsunina um Julian sitja
við flygilinn og slá taktinn
með gúmmíkylfu meðan
aumingja Christian reyndi
að slá á réttu nóturnar. Hún
vissi að Julian sló kylfunni á
fingur hans ef hann gerði
minnstu skyssu.
Eigum við að fara niður
og skoða fjársjóðinn minn?
spurði hún. Christian
elskaði kassann sem geymdi
fjársjóðinn. I honum geymdi
hún uppáhaldshlutina sína;
gamla knipplinga, fjólublátt
glerbrot, fyrstu tönnina sem
hún missti, hárlokk; allt sem
var henni dýrmætt geymdi
hún í gamla kassanum. í
honum var líka gamalt
sendibréf sem hún hafði
fundið innan um mörg önn-
ur í kassa uppi á háalofti.
Hún hafði geymt það vegna
þess að umslagið var svo fal-
legt.
Hildy brá þegar Christian
hristi höfuðið. Hann hlaut
að vera mjög miður sín ef
hann vildi ekki skoða kass-
ann. Hún reyndi aðra að-
ferð: Hvernig var veiðiferð-
in?
Dökku augun fylltust tár-
um. Ég fékk ekki að taka
fiskana mína með mér heim.
Ekki vera leiður. Kaiser
sagðist ætla að passa þá fyrir
þig og hann stendur við það
sem hann segir. Ég er alveg
viss um það!
Hvað voruð þið mamma
að gera á eyjunni?
Við vorum í skógarferð.
Við fórum til þess að fá okk-
ur að borða. Svo sagði
mamma allt í einu að henni
væri kalt og Julian fór niður
að bátnum til þess að ná í
peysu handa henni. Þegar
hann var kominn úr augsýn
greip hún hönd mína og við
hlupum niður á stöndina
Vissuð þið af okkur þar?
Hildy hristi höfuðið. Ekki
ég, en mamma hlýtur að
hafa gert það. Ég held að
við ... Hún þagnaði og hugs-
aði um það sem Julian hafði
sagt þegar hann kom auga á
þau. Ég vorkenni þér,
Francesca. Hélstu virkilega
að þú kæmist á undan mér í
bæinn á þessu bátskríli? Og
hvað ætlaðir þú svo að gera?
Getur þú sagt mér það?
Hildy skalf við tilhugsun-
ina. Svo fann hún að Christi-
an horfði á hana og hún
reyndi að kreista upp hlátur.
Hvað er ég að hugsa! sagði
hún. Ég er næstum því jafn
vitlaus og þú! Ég veit ekkert
um hvað ég er að tala! En
hún vissi að hún var ekki
heimsk, bara mjög hrædd.
Pabbi hennar spilaði á flygil-
inn og tónlistin hljómaði
upp í litla risherberið. í
þetta sinn gerði tónlistin
henni ekkert gott. Þvert á
móti varð hún ennþá hrædd-
ari.
46 Vikan