Vikan


Vikan - 14.09.1999, Qupperneq 47

Vikan - 14.09.1999, Qupperneq 47
Svefntruflanir eru mun algengri en nokkurn gæti grunað. Þær geta verið allt frá því að vera lengi að sofna og upp í það að fólki verður vart svefnsamt lengst af næturinnar. Margir hafa þurft að leita læknis vegna vandans og í verstu tilfellum hefur það þurft á lyfjum að halda til að tryggja nætursvefninn. En svefnlyf eru varasöm og sérstaklega til lengdar og því ætti fólk að reyna allt annað áður. Hér eru nokkur góð ráð til að byrja með: Hreyfðu þig reglulega. Hreyfingin heldur líkama og sál í formi og við það aukast líkurnar á góðum svefni. Hreyfðu þig í dagsbirtunni ef þú mögulega getur því það ruglar síður líkamsklukku þína. Reyndu að slaka á fyrir svefninn. Til eru spólur með slökunartónlist og þær auka á vellíðan og búa þig undir svefninn. Varastu kaffi, te og áfengi seinni hluta dagsins og drekktu aldrei þessa drykki á kvöldin þegar þú vilt sofa vel. Horfðu ekki á sjónvarp síðasta klukkutímann áður en þú gengur til hvílu og ekki hafa sjónvarpstæki inni í svefnherberginu. Sjónvarpið er áreiti sem veldur uppnámi í huganum og kemur í veg fyrir slökun. Borðaðu heilsusamlegt fæði. Allt sem stuðlar að líkamlegri heilsu þinni gefur þér einnig betri möguleika á góðum svefni. konan Náttúru- legir litir gefa yfir- leitt góða raun sem grunnlitir í fatnaði Slakaðu vel á fyrir svefninn Klassíska konan, konan með tignarlega stílinn, er konan sem við viljum allar vera inn við beinið. Þessi fallegi, klassíski stíll eltist ekki við tísku, hann er ekki bundinn við sérstak- an aldur eða smekk fyrir einhverri einni línu af fatnaði. Hann er einfaldlega lífsstíll, vörumerki fágaðrar KONU. Vikan hefur tekið saman einfaldar leiðbeiningar fyrir þær sem vilja fikra sig í áttina að klassíkinni: Einföld snið og vönduð efni eru lykillinn að því að fatnaður líti út fyrir að vera dýr og klassískur. Forðist gróf mynstur og glannalega liti og sér- staklega ef þetta tvennt fer saman. Veljið ykkur litalínu sem klæðir ykkur og haldið ykkur við hana í flestöllum fötum sem þið kaupið. Þannig er hægt að eignast samstæðan fatnað. Grace Kelly hefði aldrei hrúgað á sig skartgripum. Hún hefði heldur ekki notað skartgripi sem ekki pössuðu saman eða við það sem hún klæddist. Notið fáa en vel valda skartgripi. Stundum er falleg slæða eða ein glæsileg barmnæla allt sem þarf til að vera verulega fín í hvaða sam- kvæmi sem er. Þung, sleip efni sem falla vel klæða alla. Kaupið aldrei föt sem þrengja að ykkur, verið viss um að fatnaðurinn falli frjálslega að líkamanum og sitji hvergi fastur. Gætið þess að fötin sýnist aldrei þykk nema e.t.v. peys- ur sem eiga að vera þykkar og hlýlegar. Náttúrulegir, mildir litir, sem stinga ekki í stúf við hörundið og háralit, gefa yfirleitt góða raun sem grunnlitir í fatnaði. Síðan má krydda fatnað- inn með litskrúðugri blússu eða klút, einhverjum smáatriðum sem eru samt áberandi. Vikan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.