Vikan - 05.10.1999, Page 24
Waris meö
nióöur sinni.
Waris í heini-
sókn nieö
BBC í þorp-
inn sínn.
Waris nieð
nióöiir
sinni og
ætlingjinn.
Nýlega fór Waris með
BBC sjónvarpsstöðinni í
ferð heim til þorpsins síns
vegna heimildarmyndar sem
þeir voru að gera um líf
hennar. Waris hafði þá ekki
komið heim í 15 ár. Vegna
borgarastyrjaldarinnar í
Sómalíu var of hættulegt
fyrir hana að fara þangað
ein. Hún varð ákaflega glöð
yfir því að hitta móður sína
og skyldmenni aftur en hún
segir að hún sé með Afríku í
blóðinu.
„Fólk segir mér oft að ég
sé falleg en það tók mig
langan tíma að læra að segja
takk fyrir þegar fólk sagði
þetta við mig," segir Waris.
„Þeir sem hrósa mér mest
vita ekki hvað er undir yfir-
borðinu. Móðir mín er fal-
leg, hún er falleg hið innra.
Hvað framtíðina varðar
þá hef ég mjög rómantískar
hugmyndir um hjónabandið
og langar til að eignast börn.
Kynlíf er mér ekki mikil-
vægt en ég hef langt frá því
misst tilfinningu alls staðar í
líkamanum. Karlmenn eiga
bágt með að skilja hvers
vegna ég færist undan þegar
þeir reyna að snerta mig.
Þeir spyrja hvað sé að; hvort
ég hafi andúð á kynlífi. Nú
um stundir á ég mjög yndis-
legan kærasta sem er mér
góður. Ég á þó enn í miklum
erfiðleikum með heilsuna
vegna umskurðarins og því
miður segja lækn-
ar mér að ekkert
sé hægt að gera.
Um tíma gerði
það mig mjög
dapra en nú hef ég
lært að lifa með
því. Ég get hvort
sem er ekkert gert
til að breyta því
sem gerðist. Það
ætti að pynda
þann sem átti upp-
hafið að þessum andstyggi-
lega sið. Umskurður kvenna
er ruddafengin, ónauðsynleg
og grimm misþyrming. Hún
er mun verri en umskurður
karla þar sem fjarlægður er
örlítill húðsepi. Ég á mjög
erfitt með að tala um þessa
reynslu mína því þetta er
ákaflega persónlegt vanda-
mál en mér finnst ég verða
að segja frá þessu ef það
kynni að verða til að bjarga
einhverjum stúlkum í Afr-
íku frá sömu örlögum. Ég vil
verða talsmaður þeirra og ef
ég gæti bjargað þó ekki væri
nema einni þeirra frá þessu
kvalræði myndi ég fleygja
öllu öðru frá mér og gera
það."
ustustúlku til að vinna
í húsi sínu í London.
Ég grátbað frænku
mína að fá hann til að
taka mig og það varð
úr."
Waris hafði aldrei
komið í flugvél og
hún lenti í verstu
hremmingum þegar
hún þurfti að fara á
klósettið í vélinni; hún
kunni ekki að sturta
niður en hellti vatni úr litl-
um bolla í skálina svo ekki
sæjust ummerki um þvagið.
Hún dvaldi um tíma hjá fjöl-
skyldu frænda síns en ljós-
myndari nokkur hafði
margoft reynt að fá leyfi til
að taka myndir af henni.
Þegar frændi hennar var
kallaður heim til Sómalíu
aftur gróf hún niður vega-
bréf sitt í garðinum og sagð-
ist hafa týnt því til að þurfa
ekki að fara með heim. Hún
byrjaði á því að fá sér vinnu
við skúringar hjá McDon-
alds og herbergi hjá Hjálp-
ræðishernum en fljótlega
hafði hún samband við ljós-
myndarann sem langaði enn
til að mynda hana og síðan
hefur leiðin legið upp á við.
24 Vikan
Nokkrar staðreyndir
um umskurð kvenna
• Á hverju ári eru u.þ.b. 2 milljónir
stúlkubarna umskornar í heimin-
um.
• í kringum 130 milljónir kvenna
hafa þegar verið umskornar og
lifa meö afleiðingu þess.
• Fæstar stúlknanna vita hvað til
stendur þegar þær eru vaktar upp
um miðja nótt og leiddar út á vit
örlaga sinna. Stór hluti þeirra
deyr af völdum losts eða sýkinga.
Umskurður kvenna er mismun-
andi. Sums staðar tíðkast að
klippa eða skera burtu snípinn og
láta það duga, annars staðar eru
innri skapabarmarnir og snípur-
inn skornir burtu. Alversta teg-
undin er þó þegar snípurinn og
innri skapabarmarnir eru skornir
burtu og stúlkubarnið saumað
saman. Aðeins er skilið eftir ör-
smátt gat til að þvagið komist frá
barninu. Fætur stúlkunnar eru
bundnir saman og hún þarf að
liggja hreyfingarlaus í nokkrar
vikur. (Sómalíu og Eþíópíu eru
allt að 98% kvenna umskorin á
þennan hátt. Stúlkurnar eru ekki
deyfðar eða svæfðar áður en að-
gerðirnar eru framkvæmdar.
• Kynlíf er mjög sársaukafullt fyrir
konu sem hefur verið umskorin.
Þegar snípurinn er skorinn burtu
verða taugaendar eftir og í hvert
sinn sem karlmaðurinn þrýstir sér
inn í konuna nuddast lífbein hans
við þessa opnu taugaenda og
veldur þaö ómælanlegum sárs-
auka. Skurðlæknar á Vesturlönd-
um hafa getað hjálpað konum
með því að klæða örvefinn með
fituvef annars staðar frá þannig
að sársaukinn minnkar til muna.
Séu konurnar saumaðar saman
dregur það mjög úr teygjanleika
húöarinnar við leggangaopið og í
leggöngunum og því verða fæð-
ingar einnig mjög erfiðar þessum
konum. Sumar rifna mjög illa; svo
illa reyndar að afskræming lík-
ama þeirra á þessum stað verður
enn meiri.
• Blæðingar eru einnig mjög sárs-
aukafullar fyrir umskornar konur
og þær eru í stöðugri sýkingar-
hættu.
*' Samtökin Equality Now berjast
fyrir því að umskurður kvenna
verði bannaður alls staðar í heim-
inum. Til að setja sig í samband
við þau er best að skrifa Equality
Now, P.O. Box 20646, Columbus
Circle Station, New Vork, NY
10023.