Vikan - 05.10.1999, Qupperneq 35
300 g nautahakk
2 msk hvítlauksolía (sjá t.d. uppskríft er birtist
í Vikunni í september sl.) eða ólívuolía
2-3 dl niðursoðnir tómatar úr dós
1 tsk. tómatmauk
3 stk. hvítlauksgeirar
1/2 stk. laukur meðalstór
1/4 stk. rauð paprika
1/4 stk. grœn paprika
8 stk. tacoskeljar t.dfrá Casa Fiesta
100 g. rifinn ostur
1/4 tsk. grófmalaður svartur pipar
100 g. tacosósa t.d. frá Casa Fiesta
1-2 msk. Tacoseasoning mix
1 msk. fersk steinselja
Annað krydd:
Hnífsoddur af þurrkuðu chílepipar.
Aðferð:
1. Nautahakk ásamt fínsöxuðum
lauk og papriku er steikt upp úr
olíu og kryddað.
2. Niðursoðnum tómötum, tómat-
mauki og tacosósu bætt út í.
3. Soðið niður í um 15-20 mínútur
eða þar til sósan er hæfilega
þykk.
4. Notið kryddið eftir smekk, ekki
fara eingöngu eftir kryddhlut-
föllum sem gefin eru upp held-
ur eftir eigin smekk.
5. Hitið ofn í 200 gráður.
6. Setjið u.þ.b. 2 msk. af kjötfyll-
ingu í hverja skel, má vera
meira eða minna fer allt eftir
því hvort í skeljarnar er bætt
t.d. tómötum, avocado og káli.
7. Hér er gert er ráð fyrir að
einungis sé kjötfylling í skelj-
unum. Rifnum osti er stráð
yfir fyllinguna og settinn i
ofn í sa. 3-5 mínútur eða þar
til osturinn er bráðnaður.
8. Ath. Þetta er einungis ein af
fjöldamörgum aðferðum við
að elda tacoskeljar. Sumir
hita skeljarnar sér og setja
svo t.d. kjötfyllingu neðst,
síðan fínsaxaðan lauk, strimla
af jöklasalati, tómatbita og í
lokin rifinn ost.
9. Ég ætla að leyfa ykkur að ráða
fram úr því hvor leiðin er valin
eða jafnvel að prófa þær báðar.
Einnig er hægt að þróa sína
eigin uppskrift með þetta í
huga.
lO.Eitt hef ég ekki minst á, en það
eru nýrnabaunirnar. Gott er að
setja 1. dl. af soðnum nýrna-
baunum úr dós út í kjötfyllingu.
Ekki nauðsynlegt, en getur ver-
ið góð tilbreyting.
Meðlæti: Ýmiss konar brauð,
melóna, ferskt salat og t.d. bráðið
hvítlaukssmjör (sjá t.d. grunnupp-
skrift, sem birtist ÍVikunni í ágúst
sl.). Einnig er gott að bera fram
avocado, sýrðan rjóma og tómat-
salat.
Vörur frá Casa Fiesta virðast hafa
náð mikilli útbreiðslu hér á landi og
hægt er að nálgast þær í flestum
matvöruverslunum.
Vikíin 35